Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2023 19:41 Úkraína hefur verið kölluð brauðkarfa heimsins vegna þess mikla magns af korni sem þar er ræktað og alla jafna flutt út til ríkja í Afríku og Asíu. AP//Efrem Lukatsky Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. Ákvörðun Rússa felur í sér óbeina hótun um að þeir muni ráðast á skip sem flytja korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf. Rússar vilja með þessu þrýsta á Vesturlönd að láta af ýmsum refsiaðgerðum gegn þeim. Með samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan forseta Tyrklands í fyrra tókst að semja við Rússa um að ógna ekki skipum sem sigla með korn um Svartahaf frá Úkraínu. Nú hóta þeir óbeint að ráðast á skipin.AP/Andrew Kravchenko Þótt þeir segi Vesturlönd hindra þeirra kornútflutning, hafa Rússar slegið met í sínum útflutningi á korni og áburði í sumar. Stjórnvöld í Úkraínu leggja áherslu á að allra leiða verði leitað til að tryggja útflutning þeirra bæði á sjó og á landi. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að stöðva þurfi skollaleik Rússa með líf allra þeirra sem þurfi á korni frá Úkraínu að halda.AP/Mary Altaffer Dmytro Kulebautanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleirum í New York í dag. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að finna lausn á málinu. „Rússar auka líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum hækki.,“ segir Kuleba. Nú hefðu Rússar gefið umheiminum enn einn hausverkinn. Þessum skollaleik Rússa verði að ljúka. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan Rússar eru á Krím og að á meðan þeir komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra verður þessi vandi viðvarandi. Þótt við leysum þennan vanda stöndum við frammi fyrir öðrum vanda eftir einn eða tvo mánuði. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka,“ sagði Dmytro Kuleba í New York í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Ákvörðun Rússa felur í sér óbeina hótun um að þeir muni ráðast á skip sem flytja korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf. Rússar vilja með þessu þrýsta á Vesturlönd að láta af ýmsum refsiaðgerðum gegn þeim. Með samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan forseta Tyrklands í fyrra tókst að semja við Rússa um að ógna ekki skipum sem sigla með korn um Svartahaf frá Úkraínu. Nú hóta þeir óbeint að ráðast á skipin.AP/Andrew Kravchenko Þótt þeir segi Vesturlönd hindra þeirra kornútflutning, hafa Rússar slegið met í sínum útflutningi á korni og áburði í sumar. Stjórnvöld í Úkraínu leggja áherslu á að allra leiða verði leitað til að tryggja útflutning þeirra bæði á sjó og á landi. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að stöðva þurfi skollaleik Rússa með líf allra þeirra sem þurfi á korni frá Úkraínu að halda.AP/Mary Altaffer Dmytro Kulebautanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleirum í New York í dag. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að finna lausn á málinu. „Rússar auka líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum hækki.,“ segir Kuleba. Nú hefðu Rússar gefið umheiminum enn einn hausverkinn. Þessum skollaleik Rússa verði að ljúka. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan Rússar eru á Krím og að á meðan þeir komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra verður þessi vandi viðvarandi. Þótt við leysum þennan vanda stöndum við frammi fyrir öðrum vanda eftir einn eða tvo mánuði. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka,“ sagði Dmytro Kuleba í New York í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08