Óskar Hrafn: Ég er hamingjusamur maður Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2023 21:45 Óskar Hrafn gat leyft sér að brosa eftir leik. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að líða vel eftir sigur hans manna á Shamrock Rovers í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar unnu seinni leikinn 2-1 á heimavelli í kvöld og einvígið 3-1 samanlagt og mæta FC Köbenhavn í næstu umferð Meistaradeildarinnar. Þetta er stórsigur fyrir Blika og íslenska knattspyrnu en þetta fleytir Blikum í áttina að umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í það minnsta. „Mér líður hrikalega vel. Ég skal vera heiðarlegur með það. Þetta var einstök tilfinning þegar hann flautaði til leiksloka“, sagði Óskar þegar hann var spurður út í líðan sína strax eftir leikinn. „Bara það að sjá þetta lið taka Shamrock Rovers og vinna þá í tveimur leikjum og skapa sér helling af færum. Ég gæti ekki beðið um meira.“ Óskar Hrafn er aldrei rólegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego Óskari fannst staðan ekki segja rétt til um leikinn en Blikar voru með mikla yfirburði í leiknum að honum fannst og að Breiðablik hefði getað klárað leikinn fyrr. „Við hefðum getað klárað þennan leik mikið fyrr áður en þeir fá vítið og skora og setja stöðuna í 2-1. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Ef við ætlum lengra þá verðum við að taka þau færi sem við fáum. Við munum aldrei fá 10-15 færi í leik og þannig að við verðum að bera mikla virðingu fyrir færunum sem við fáum og vera mikið einbeittari. Ég ætla samt ekki að kvarta. Drengirnir voru frábærir í kvöld og ég er hamingjusamur maður.“ „Það má segja það að við höfum borið mikla virðingu fyrir varnarleiknum í dag. Við vorum með leiserfókus í okkar teig og misstum mennina aldrei frá okkur og þeir raunverulega fá engin opin færi vegna þess að við missum af mönnunum eða gleymum okkur en það hefur verið vandamál hjá okkur gegn liðum sem refsa. Vissulega áttum við marga frábæra spilkafla og þetta var nákvæmlega það sem ég átti við að við verðum að þora að spila frá markinu okkar. Við verðum að þora að fá boltann í fæturnar og mögulega þora að misheppnast til að hafa stjórn á leiknum. Því um leið og þú þarft að fara að hamra boltanum upp þá færðu bara bylgjuna á þig trekk í trekk. Því er mikilvægt að ná stjórn á leiknum með því að hægja á leiknum þegar þú ert með boltann. Mér fannst við opna þá margoft en við verðum að vera grimmari í sókninni og taka færin“, sagði Óskar aðspurður um það hvernig hans menn leystu varnarleikinn en Shamrock ógnaði ekkert að ráði. Næsta verkefni er heldur betur stórt en það er gegn FC Köbenhavn og gæti það verið það erfiðasta hingað til fyrir lið Breiðabliks. Hvernig leggst það í Óskar Hrafn? „Ég nenni ekki einu sinni að hugsa um það núna. Við eigum leik við ÍBV á föstudaginn og nú ætla ég að loka Evrópuskúffunni og opna ÍBV skúffuna. Þeir eru á góðu skriði og verða mjög erfiðir þannig að ég ætla bara að hugsa um það núna og svo hugsum við um næsta Evrópuverkefni þegar sá leikur er búinn.“ Reiknar Óskar Hrafn þá ekki með því að svara syni sínum, sem spilar með Kaupmannahafnar liðinu, ef hann hefur samband í kvöld? „Jú auðvitað svara ég honum. Ég tala nú við hann á hverju kvöldi. Við ræðum þetta samt ekki held ég.“ Um það hvort þetta sé alltaf jafn gaman. Það er að segja að taka þátt í Evrópukeppni en Óskar og Breiðablik hafa marga fjöruna sopið undanfarin ár. Óskar Hrafn fylgist íbygginn með.Vísir/Diego „Já!. Þetta er það skemmtilegasta. Það eru náttúrlega forréttindi að taka þátt í þessu og leyfa leikmönnum að spreyta sig á þessu sviði og sjá hvar þeir standa gagnvart öflugum erlendum andstæðingum. Maður sér hvernig þeir vaxa. Við spiluðum fyrsta Evrópuleikinn 2020 gegn Rosenborg og töpuðum 4-2, spiluðum frábærlega á milli teiganna en vorum klaufar á báðum endum. Sían hefur liðið vaxið gríðarlega mikið og það eru forréttindi að taka þátt í þeirri vegferð.“ Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Shamrock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð. 18. júlí 2023 21:10 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Þetta er stórsigur fyrir Blika og íslenska knattspyrnu en þetta fleytir Blikum í áttina að umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í það minnsta. „Mér líður hrikalega vel. Ég skal vera heiðarlegur með það. Þetta var einstök tilfinning þegar hann flautaði til leiksloka“, sagði Óskar þegar hann var spurður út í líðan sína strax eftir leikinn. „Bara það að sjá þetta lið taka Shamrock Rovers og vinna þá í tveimur leikjum og skapa sér helling af færum. Ég gæti ekki beðið um meira.“ Óskar Hrafn er aldrei rólegur á hliðarlínunni.Vísir/Diego Óskari fannst staðan ekki segja rétt til um leikinn en Blikar voru með mikla yfirburði í leiknum að honum fannst og að Breiðablik hefði getað klárað leikinn fyrr. „Við hefðum getað klárað þennan leik mikið fyrr áður en þeir fá vítið og skora og setja stöðuna í 2-1. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga. Ef við ætlum lengra þá verðum við að taka þau færi sem við fáum. Við munum aldrei fá 10-15 færi í leik og þannig að við verðum að bera mikla virðingu fyrir færunum sem við fáum og vera mikið einbeittari. Ég ætla samt ekki að kvarta. Drengirnir voru frábærir í kvöld og ég er hamingjusamur maður.“ „Það má segja það að við höfum borið mikla virðingu fyrir varnarleiknum í dag. Við vorum með leiserfókus í okkar teig og misstum mennina aldrei frá okkur og þeir raunverulega fá engin opin færi vegna þess að við missum af mönnunum eða gleymum okkur en það hefur verið vandamál hjá okkur gegn liðum sem refsa. Vissulega áttum við marga frábæra spilkafla og þetta var nákvæmlega það sem ég átti við að við verðum að þora að spila frá markinu okkar. Við verðum að þora að fá boltann í fæturnar og mögulega þora að misheppnast til að hafa stjórn á leiknum. Því um leið og þú þarft að fara að hamra boltanum upp þá færðu bara bylgjuna á þig trekk í trekk. Því er mikilvægt að ná stjórn á leiknum með því að hægja á leiknum þegar þú ert með boltann. Mér fannst við opna þá margoft en við verðum að vera grimmari í sókninni og taka færin“, sagði Óskar aðspurður um það hvernig hans menn leystu varnarleikinn en Shamrock ógnaði ekkert að ráði. Næsta verkefni er heldur betur stórt en það er gegn FC Köbenhavn og gæti það verið það erfiðasta hingað til fyrir lið Breiðabliks. Hvernig leggst það í Óskar Hrafn? „Ég nenni ekki einu sinni að hugsa um það núna. Við eigum leik við ÍBV á föstudaginn og nú ætla ég að loka Evrópuskúffunni og opna ÍBV skúffuna. Þeir eru á góðu skriði og verða mjög erfiðir þannig að ég ætla bara að hugsa um það núna og svo hugsum við um næsta Evrópuverkefni þegar sá leikur er búinn.“ Reiknar Óskar Hrafn þá ekki með því að svara syni sínum, sem spilar með Kaupmannahafnar liðinu, ef hann hefur samband í kvöld? „Jú auðvitað svara ég honum. Ég tala nú við hann á hverju kvöldi. Við ræðum þetta samt ekki held ég.“ Um það hvort þetta sé alltaf jafn gaman. Það er að segja að taka þátt í Evrópukeppni en Óskar og Breiðablik hafa marga fjöruna sopið undanfarin ár. Óskar Hrafn fylgist íbygginn með.Vísir/Diego „Já!. Þetta er það skemmtilegasta. Það eru náttúrlega forréttindi að taka þátt í þessu og leyfa leikmönnum að spreyta sig á þessu sviði og sjá hvar þeir standa gagnvart öflugum erlendum andstæðingum. Maður sér hvernig þeir vaxa. Við spiluðum fyrsta Evrópuleikinn 2020 gegn Rosenborg og töpuðum 4-2, spiluðum frábærlega á milli teiganna en vorum klaufar á báðum endum. Sían hefur liðið vaxið gríðarlega mikið og það eru forréttindi að taka þátt í þeirri vegferð.“
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Shamrock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð. 18. júlí 2023 21:10 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Shamrock 2-1 | Breiðablik áfram eftir frábæra frammistöðu Breiðablik lagði Shamrock Rovers 2-1 í kvöld á Kópavogsvelli og 3-1 samanlagt í einvígi þeirra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar spiluðu eins og vel sjóað Meistaradeildar lið og sigldu einvíginu réttilega í höfn. Shamrock hafði boltann mikið meira í kvöld en Blikar nýttu marktækifærin sín og leyfðu Írunum aldrei að ógna sér. Nú er það FC Köbenhavn sem bíður í næstu umferð. 18. júlí 2023 21:10