Guðjón Pétur var ekki með kynþáttaníð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 17:37 Guðjón Pétur fagnar í leik með Grindavík fyrr í sumar. mynd/petra rós Mikil læti voru eftir leik Gróttu og Grindavíkur í Lengjudeild karla á Seltjarnarnesinu á sunnudag. Málið hafnaði á borði aganefndar KSÍ í gær. Grindvíkingurinn Guðjón Pétur Lýðsson var sagður hafa setið fyrir leikmanni Gróttu við búningsklefana og í kjölfarið upphófust mikil læti þar sem margir komu við sögu. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg,“ sagði Guðjón Pétur við Vísi eftir leik. „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu.“ Vísir fékk í kjölfarið nokkrar ábendingar um að Ívan Óli Santos, leikmaður Gróttu, hefði verið beittur kynþáttaníði í látunum. Í upprunalegri frétt Vísis um málið var sagt að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur væri sá seki þar. Það var dregið til baka í uppfærðri frétt daginn eftir og Vísir hefur nú sannreynt að Guðjón kom þar hvergi nærri. Íþróttadeild biður Guðjón Pétur afsökunar á því að hafa dregið nafn hans í þann anga málsins á því stigi. Dómur í málinu á morgun Vísir hefur talað við fjölda manns vegna málsins. Einhverjir sem voru í átökunum töldu sig hafa heyrt kynþáttaníð en geta ekki bent á hvaðan það kom enda voru margir í hasarnum eins og áður segir. Sá angi málsins var heldur ekki til umfjöllunar hjá aganefnd í gær og verður ekki meira aðhafst vegna meints kynþáttaníðs af hálfu félaganna. Slagsmálin voru aftur á móti á borði aganefndar og hafa félögin verið beðin um skila greinargerð vegna þeirra. Úrskurður aganefndar út af hasarnum ætti að liggja fyrir á morgun. Lengjudeild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. 16. júlí 2023 15:55 Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. 16. júlí 2023 20:51 Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. 17. júlí 2023 12:16 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Grindvíkingurinn Guðjón Pétur Lýðsson var sagður hafa setið fyrir leikmanni Gróttu við búningsklefana og í kjölfarið upphófust mikil læti þar sem margir komu við sögu. „Við vorum bara tveir þarna og svo kom eitthvað fólk og mér var nú bara ýtt inn í klefa og það urðu nú einhver slagsmál hjá öðrum en mér eftir það. Þannig að ég held að þessi saga sé að verða helvíti skemmtileg,“ sagði Guðjón Pétur við Vísi eftir leik. „Þetta voru bara einhverjar ryskingar og áfram gakk. Þetta er í svona fimmhundruðþúsundasta skipti sem maður hefur orðið vitni af einhverju svona í lífinu.“ Vísir fékk í kjölfarið nokkrar ábendingar um að Ívan Óli Santos, leikmaður Gróttu, hefði verið beittur kynþáttaníði í látunum. Í upprunalegri frétt Vísis um málið var sagt að orðrómur hefði verið um að Guðjón Pétur væri sá seki þar. Það var dregið til baka í uppfærðri frétt daginn eftir og Vísir hefur nú sannreynt að Guðjón kom þar hvergi nærri. Íþróttadeild biður Guðjón Pétur afsökunar á því að hafa dregið nafn hans í þann anga málsins á því stigi. Dómur í málinu á morgun Vísir hefur talað við fjölda manns vegna málsins. Einhverjir sem voru í átökunum töldu sig hafa heyrt kynþáttaníð en geta ekki bent á hvaðan það kom enda voru margir í hasarnum eins og áður segir. Sá angi málsins var heldur ekki til umfjöllunar hjá aganefnd í gær og verður ekki meira aðhafst vegna meints kynþáttaníðs af hálfu félaganna. Slagsmálin voru aftur á móti á borði aganefndar og hafa félögin verið beðin um skila greinargerð vegna þeirra. Úrskurður aganefndar út af hasarnum ætti að liggja fyrir á morgun.
Lengjudeild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. 16. júlí 2023 15:55 Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. 16. júlí 2023 20:51 Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. 17. júlí 2023 12:16 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Gróttumenn þokast upp töfluna | Lánleysi Grindvíkinga heldur áfram Heil umferð verður leikin í Lengjudeild karla í dag. Skagamenn náðu ekki að skjóta sér í 2. sætið en þeir gerðu jafntefli heima gegn Vestra 1-1. 16. júlí 2023 15:55
Guðjón Pétur sakaður um að ráðast á mótherja: „Það er bara bull“ Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Grindavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu, er sakaður um að ráðast á mótherja sinn eftir leik liðsins gegn Gróttu í kvöld. Guðjón þvertekur fyrir að þetta atvik hafi átt sér stað. 16. júlí 2023 20:51
Starfsmaður Grindavíkur hlaut skurð eftir spark frá leikmanni Gróttu Grindvíkingar taka undir yfirlýsingu Gróttu sem félagið sendi frá sér eftir hitaleik í Lengjudeild karla í gær. Þeir segja þó rangt að starfsmaður Grindavíkur hafi ráðist á leikmann Gróttu og starfsmaðurinn hafi sjálfur orðið fyrir árás. Grindvíkingar eru ósáttir við fréttaflutning af málinu. 17. júlí 2023 12:16