Leikmenn með stjörnur í augum þegar Ólympíuhetja mætti óvænt á liðsfundinn Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2023 07:30 Sam Kerr er stærsta stjarna ástralska landsliðsins en hún leikur með Chelsea á Englandi. Vísir/Getty Ástralska landsliðið í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn á heimsmeistaramótinu gegn Írlandi í dag. Þjálfari liðsins kom leikmönnum þess heldur betur á óvart í síðustu viku þegar hefðbundinn liðsfundur var á dagskrá. Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Sjá meira
Ástralía og Nýja Sjáland eru gestgjafar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu kvenna sem hefst í dag. Ástralía leikur sinn fyrsta leik á mótinu gegn Írlandi og hefst leikurinn klukkan 10:00. Liðið hefur verið við undirbúning síðustu vikurnar og áhuginn heima fyrir er mikill. Til dæmis er búið að selja 80.000 miða á fyrsta leik The Mathildas eins og liðið er kallað. Umfjöllunin um liðið hefur aldrei verið jafn mikil og leikmenn liðsins hafa í raun ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að fyrirmyndum í knattspyrnunni heima fyrir. Kom leikmönnum á óvart Fyrir nokkrum árum fengu leikmenn liðsins það verkefni að skrifa niður hver þeirra helsta fyrirmynd í íþróttum væri. Helmingur leikmannanna svaraði eins og sú sem oftast var nefnd var ekki knattspyrnukona. Það var Cathy Freeman, frjálsíþróttagoðsögn Ástrala sem vann gullverðlaun á ólympíuleikunum í Sidney árið 2000. Þjálfari liðsins, hinn sænski Tony Gustavsson, nýtti sér þessa staðreynd. Hann boðaði leikmenn landsliðsins á það sem þeir héldu að væri hefðbundinn liðsfundur þar sem fara ætti yfir taktík. Í stað þess steig hann til hliðar og inn gekk Freeman sjálf. A night we'll never forget Last week a very special guest paid us a visit in camp, with Olympic hero, @CathyFreeman offering guidance and inspiration to the team ahead of the biggest tournament of their lives. #Matildas pic.twitter.com/BdqpHXNtka— CommBank Matildas (@TheMatildas) July 18, 2023 „Fyrst og fremst veit ég hversu mikið hún þýðir fyrir leikmennina. Það var eðlilegt að leyfa þeim að hitta hana í eigin persónu,“ sagði Gustavsson. Þeir sem sáu hlaup Freeman í Sidney árið 2000 muna eflaust enn eftir því. Freeman varð þá fyrsti íþróttamaðurinn af frumbyggjaættum til að vinna gull fyrir Ástralíu. Hún hefur verið þjóðhetja Ástrala allar götur síðan og er gríðarlega virt á meðal landsmanna. „Ég fæ ekki oft stjörnur í augun, en þegar hún gekk inn...“ Þetta bragð þjálfarans vakti mikla lukku hjá leikmönnum. Sam Kerr er stærsta stjarna liðsins og hún hefur áður rætt um í viðtölum hversu hátt skrifuð Freeman er hjá henni. Hún segir að liðið ætli sér að búa til „Cathy Freeman augnablik“ fyrir áströlsku þjóðina. „Cathy er frábær manneskja og íþróttakona. Ég fæ sjaldan stjörnur í augun en þegar hún gekk inn í herbergið...,“ sagði Kerr. „Þetta var mjög afslappað kvöld. Þegar hún kom og byrjaði að spjalla við okkur leið manni eins og hún hefði þekkt okkur í mörg ár. Það er bara persónan sem hún er, hún er með þannig nærveru. Við sátum saman, hún borðaði kvöldmat og það sem hún sagði við okkur mun lifa með okkur að eilífu.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Ástralía Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði en brekkan var of brött Bournemouth - Chelsea | Gestirnir vilja svara fyrir sig Manchester City - Sunderland | Ferskir nýliðar á Etihad Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Sjá meira