Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2023 13:30 Hákon Arnar er klár í slaginn með Lille. Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. Hákon Arnar er aðeins tvítugur að aldri en varð óvænt stjarna FC Kaupmannahafnar þegar liðið varð Danmerkurmeistari tvö ár í röð. Þá varð liðið bikarmeistari síðasta vor sem og Hákon Arnar stóð sig með prýði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem FCK náði í stig gegn Sevilla, Manchester City og Borussia Dortmund. Skoraði Hákon Arnar sitt fyrsta mark í keppninni í 1-1 jafntefli gegn Dortmund. Hann er meðal dýrustu leikmanna sem Lille kaupir en talið er að verðmiðinn sé í kringum 17 milljónir evra eða tæpur tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. „Fannst ég þurfa að prófa að spila í stærri deild. Ég veit ekki mikið um borgina en ég hef séð nokkra leiki með Lille og líkar vel við leikstíl liðsins, halda í boltann og pressa hátt. Það tók ekki langan tíma að taka þessa ákvörðun.“ Hákon Arnar tók einnig fram að hann hefði kynnst liðinu enn betur í gegnum tölvuleikinn FIFA sem hann spilar töluvert. Einnig kom fram að Lille ætli sér að nota hann í holunni á bakvið framherjann en Paulo Fonseca, þjálfari liðsins, stillir oftast nær upp í 4-2-3-1 leikkerfi. Þakkar fjölskyldunni „Fjölskyldan mín hefur spilað stórt hlutverk á ferli mínum, sérstaklega foreldrar mínir. Þá hef ég spilað mikið með bræðrum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina, “ sagði Hákon Arnar en yngri bróðir hans – Haukur Andri – skrifaði einnig undir hjá Lille. Eldri bróðir hans, Tryggvi Hrafn, er samningsbundinn Val. „Mikill heiður sem fylgir því að vera fyrsti Íslendingurinn sem klæðist treyju Lille. Það verður enn betra þegar bróðir minn verður mér við hlið. Alltaf gaman að vera í kringum hann. Hann þarf að leggja mikið á sig til að komast í aðalliðið en ég hef mikla trú á honum.“ Franskan næst á dagskrá „Ég skil ekki stakt orð í frönsku. Hún er mjög ólík íslensku. Þarf að læra tungumálið,“ sagði Hákon Arnar að endingu á blaðamannafundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn Handbolti Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Sjá meira
Hákon Arnar er aðeins tvítugur að aldri en varð óvænt stjarna FC Kaupmannahafnar þegar liðið varð Danmerkurmeistari tvö ár í röð. Þá varð liðið bikarmeistari síðasta vor sem og Hákon Arnar stóð sig með prýði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem FCK náði í stig gegn Sevilla, Manchester City og Borussia Dortmund. Skoraði Hákon Arnar sitt fyrsta mark í keppninni í 1-1 jafntefli gegn Dortmund. Hann er meðal dýrustu leikmanna sem Lille kaupir en talið er að verðmiðinn sé í kringum 17 milljónir evra eða tæpur tveir og hálfur milljarður íslenskra króna. „Fannst ég þurfa að prófa að spila í stærri deild. Ég veit ekki mikið um borgina en ég hef séð nokkra leiki með Lille og líkar vel við leikstíl liðsins, halda í boltann og pressa hátt. Það tók ekki langan tíma að taka þessa ákvörðun.“ Hákon Arnar tók einnig fram að hann hefði kynnst liðinu enn betur í gegnum tölvuleikinn FIFA sem hann spilar töluvert. Einnig kom fram að Lille ætli sér að nota hann í holunni á bakvið framherjann en Paulo Fonseca, þjálfari liðsins, stillir oftast nær upp í 4-2-3-1 leikkerfi. Þakkar fjölskyldunni „Fjölskyldan mín hefur spilað stórt hlutverk á ferli mínum, sérstaklega foreldrar mínir. Þá hef ég spilað mikið með bræðrum mínum. Þeir hafa hjálpað mér mikið í gegnum tíðina, “ sagði Hákon Arnar en yngri bróðir hans – Haukur Andri – skrifaði einnig undir hjá Lille. Eldri bróðir hans, Tryggvi Hrafn, er samningsbundinn Val. „Mikill heiður sem fylgir því að vera fyrsti Íslendingurinn sem klæðist treyju Lille. Það verður enn betra þegar bróðir minn verður mér við hlið. Alltaf gaman að vera í kringum hann. Hann þarf að leggja mikið á sig til að komast í aðalliðið en ég hef mikla trú á honum.“ Franskan næst á dagskrá „Ég skil ekki stakt orð í frönsku. Hún er mjög ólík íslensku. Þarf að læra tungumálið,“ sagði Hákon Arnar að endingu á blaðamannafundinum sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Uppgjör: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn Handbolti Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar einvígið var svo gott sem búið „Get varla beðið eftir að leikurinn hefjist“ Svona var blaðamannafundur Arnars Styrktaraðilar endursemja við ÍTF Uppselt á leik Íslands í Kósovó annað kvöld Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Heimir segir dýrmætt að forðast fall Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Hópurinn gegn Noregi og Sviss: Hildur og Amanda snúa aftur Svona var blaðamannafundur KSÍ „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Elfsborg staðfestir komu Ara: „Erum að fá leikmann með spennandi hæfileika“ Ian Wright: „Vellirnir sem þessar stelpur þurfa að spila á eru til skammar“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Mikael meiddur og ekki með gegn Kósovó Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Bayern í vondum málum eftir slæmt tap Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Real Madríd í vænlegri stöðu Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann „Þeir sögðu í sjónvarpinu að þú værir dáinn“ Fær enn morðhótanir daglega Meðalárslaun í kvennaboltanum ein og hálf milljón króna Sjá meira