Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2023 13:18 Nýtt húsnæði Landsbankans við Reykjastræti 6 er 16.500 fermetrar að stærð. Byggingin í heild er um 21.500 fermetrar að bílakjallara og tæknirýmum meðtöldum. vísir/vilhelm Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%. Vaxtamunur, munur milli innláns- og útlánsvaxta bankans, var 2,9% og hækkar um 0,4 prósentustig samanborið við sama tíma í fyrra. Stjórnendur bankans segja auknar þjónustutekjur endurspegla sterka markaðshlutdeild hans og hækkun vaxtatekna komi aðallega til vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs. Þjónustutekjur innihalda gjöld sem einstaklingar og fyrirtæki eru rukkuð af bankanum, til að mynda fyrir afgreiðslu í útibúi, fyrirtækjaráðgjöf eða eignastýringu. Greint er frá niðurstöðunum í nýju fjárhagsuppgjöri bankans. Í tilkynningu segir bankastjóri rekstur á fyrri helmingi þessa árs hafa gengið vel og náð öllum fjárhagsmælikvörðum bankans. Innlán jukust um 44,6 milljarða Útlán jukust um 47,5 milljarða króna til fyrirtækja á fyrstu sex mánuðum þessa árs, ef ekki er tekið tillit til gengisáhrifa, og skilaði aukningin sér aðallega til fyrirtækja í byggingastarfsemi og fasteignafélaga. Þá hafa innlán hjá bankanum aukist um 5% frá áramótum en vanskilahlutfall stóð í stað. Hlutfall kostnaðar af tekjum (K/T) var 36,1%, samanborið við 52% á sama tímabili árið 2022. Rekstrarkostnaður var 14,2 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 12,9 milljarðar króna á sama tímabili árið áður. Heildareignir Landsbankans jukust um 109,3 milljarða króna og námu 1.896 milljörðum króna í lok júní. Eigið fé Landsbankans var 285,1 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðinn og eiginfjárhlutfall alls 25,3%. Fram kemur í uppgjörinu að útlán hafi aukist um 51,0 milljarð króna á fyrri helmingi ársins 2023. Í lok fyrri helmings ársins 2023 námu innlán frá viðskiptavinum 1.012 milljörðum króna, samanborið við 967,9 milljarða króna í árslok 2022, og höfðu þar með aukist um 44,6 milljarða króna. Greitt 175 milljarða í arð og heildarkostnaður við nýjar höfuðstöðvar 16,5 milljarðar Aðalfundur bankans samþykkti þann 23. mars síðastliðinn að greiða 8,5 milljarða króna arð til hluthafa en bankinn í alfarið í eigu íslenska ríkisins. Helmingur greiðslunnar var greiddur út í lok mars og verður síðari hlutinn greiddur út þann 20. september. Alls hefur bankinn greitt 175,1 milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2013 til 2023. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir rekstur hans hafa gengið vel.Stöð 2/Dúi Að sögn bankans er framkvæmdum við nýtt húsnæði nærri Hörpu nú að mestu lokið. Í fyrri áætlun var gert ráð fyrir að kostnaður yrði 11,8 milljarðar króna, án verðbóta. Nú er talið að heildarkostnaður verði um 16,5 milljarðar króna og nemur aukinn kostnaður því 3,4 milljörðum. Ástæðan er sögð tengjast lengri verktíma, magnaukningu á byggingaefnum og frávikum sem komu upp á byggingatíma. „Á móti kemur söluverð á þeim hlutum byggingarinnar sem bankinn mun ekki nýta og áætlað söluverð gamla Landsbankahússins í Austurstræti og tengdra bygginga, samtals um 7,8 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu Landsbankans sem áætlar að árlegur sparnaður af flutningum í nýjar höfuðstöðvar nemi um 600 milljónum króna á ári. Þar af sé sparnaður vegna húsaleigu 480 milljónir á ári. Rætt var við bankastjóra Landsbankans um byggingaráformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2021. Stöðugildum fækkað um 20 prósent „Líkt og aðrir sem hafa staðið í byggingarframkvæmdum undanfarið höfum við þurft að takast á við ýmsar áskoranir og teljum að í núverandi umhverfi getum við nokkuð vel við unað þó það sé aldrei ákjósanlegt þegar kostnaður er umfram áætlanir,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningu. Hún bætir við að frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að byggja nýju höfuðstöðvarnar fyrir sex árum hafi bankinn fækkað fermetrum í rekstri um 36% og fækkað stöðugildum um 20%. „Bankinn hefur sýnt og sannað að hann er í stöðugri framþróun og viðskiptavinir kunna vel að meta einfaldari og aðgengilegar lausnir,“ segir Lilja Björk. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslenskir bankar Landsbankinn Reykjavík Tengdar fréttir Landsbankinn hefur fundið ný heimkynni á Akureyri Landsbankinn á Akureyri mun flytja sig yfir í Hofsbót 2-4 á Akureyri fyrir árslok 2024, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við eigendur húsanna. 28. júní 2023 14:14 Landsbankinn fluttur úr fjórtán húsum undir eitt þak í Reykjastræti Starfsmenn Landsbankans eru að flytja í nýtt hús bankans við Reykjastræti en frágangi á lóð og innréttingum verður að fullu lokið í sumar og haust. Bankinn nýtir sjálfur um 60 prósent hússins en ríkið hefur fest kaup hinum hlutanum sem meðal annars mun hýsa utanríkisráðuneytið. 14. apríl 2023 19:30 Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Arðsemi eiginfjár á fyrri helmingi ársins var 10,3%. Vaxtamunur, munur milli innláns- og útlánsvaxta bankans, var 2,9% og hækkar um 0,4 prósentustig samanborið við sama tíma í fyrra. Stjórnendur bankans segja auknar þjónustutekjur endurspegla sterka markaðshlutdeild hans og hækkun vaxtatekna komi aðallega til vegna stærra útlánasafns og hærra vaxtastigs. Þjónustutekjur innihalda gjöld sem einstaklingar og fyrirtæki eru rukkuð af bankanum, til að mynda fyrir afgreiðslu í útibúi, fyrirtækjaráðgjöf eða eignastýringu. Greint er frá niðurstöðunum í nýju fjárhagsuppgjöri bankans. Í tilkynningu segir bankastjóri rekstur á fyrri helmingi þessa árs hafa gengið vel og náð öllum fjárhagsmælikvörðum bankans. Innlán jukust um 44,6 milljarða Útlán jukust um 47,5 milljarða króna til fyrirtækja á fyrstu sex mánuðum þessa árs, ef ekki er tekið tillit til gengisáhrifa, og skilaði aukningin sér aðallega til fyrirtækja í byggingastarfsemi og fasteignafélaga. Þá hafa innlán hjá bankanum aukist um 5% frá áramótum en vanskilahlutfall stóð í stað. Hlutfall kostnaðar af tekjum (K/T) var 36,1%, samanborið við 52% á sama tímabili árið 2022. Rekstrarkostnaður var 14,2 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 12,9 milljarðar króna á sama tímabili árið áður. Heildareignir Landsbankans jukust um 109,3 milljarða króna og námu 1.896 milljörðum króna í lok júní. Eigið fé Landsbankans var 285,1 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðinn og eiginfjárhlutfall alls 25,3%. Fram kemur í uppgjörinu að útlán hafi aukist um 51,0 milljarð króna á fyrri helmingi ársins 2023. Í lok fyrri helmings ársins 2023 námu innlán frá viðskiptavinum 1.012 milljörðum króna, samanborið við 967,9 milljarða króna í árslok 2022, og höfðu þar með aukist um 44,6 milljarða króna. Greitt 175 milljarða í arð og heildarkostnaður við nýjar höfuðstöðvar 16,5 milljarðar Aðalfundur bankans samþykkti þann 23. mars síðastliðinn að greiða 8,5 milljarða króna arð til hluthafa en bankinn í alfarið í eigu íslenska ríkisins. Helmingur greiðslunnar var greiddur út í lok mars og verður síðari hlutinn greiddur út þann 20. september. Alls hefur bankinn greitt 175,1 milljarða króna í arðgreiðslur á árunum 2013 til 2023. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir rekstur hans hafa gengið vel.Stöð 2/Dúi Að sögn bankans er framkvæmdum við nýtt húsnæði nærri Hörpu nú að mestu lokið. Í fyrri áætlun var gert ráð fyrir að kostnaður yrði 11,8 milljarðar króna, án verðbóta. Nú er talið að heildarkostnaður verði um 16,5 milljarðar króna og nemur aukinn kostnaður því 3,4 milljörðum. Ástæðan er sögð tengjast lengri verktíma, magnaukningu á byggingaefnum og frávikum sem komu upp á byggingatíma. „Á móti kemur söluverð á þeim hlutum byggingarinnar sem bankinn mun ekki nýta og áætlað söluverð gamla Landsbankahússins í Austurstræti og tengdra bygginga, samtals um 7,8 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu Landsbankans sem áætlar að árlegur sparnaður af flutningum í nýjar höfuðstöðvar nemi um 600 milljónum króna á ári. Þar af sé sparnaður vegna húsaleigu 480 milljónir á ári. Rætt var við bankastjóra Landsbankans um byggingaráformin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nóvember 2021. Stöðugildum fækkað um 20 prósent „Líkt og aðrir sem hafa staðið í byggingarframkvæmdum undanfarið höfum við þurft að takast á við ýmsar áskoranir og teljum að í núverandi umhverfi getum við nokkuð vel við unað þó það sé aldrei ákjósanlegt þegar kostnaður er umfram áætlanir,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningu. Hún bætir við að frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að byggja nýju höfuðstöðvarnar fyrir sex árum hafi bankinn fækkað fermetrum í rekstri um 36% og fækkað stöðugildum um 20%. „Bankinn hefur sýnt og sannað að hann er í stöðugri framþróun og viðskiptavinir kunna vel að meta einfaldari og aðgengilegar lausnir,“ segir Lilja Björk. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslenskir bankar Landsbankinn Reykjavík Tengdar fréttir Landsbankinn hefur fundið ný heimkynni á Akureyri Landsbankinn á Akureyri mun flytja sig yfir í Hofsbót 2-4 á Akureyri fyrir árslok 2024, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við eigendur húsanna. 28. júní 2023 14:14 Landsbankinn fluttur úr fjórtán húsum undir eitt þak í Reykjastræti Starfsmenn Landsbankans eru að flytja í nýtt hús bankans við Reykjastræti en frágangi á lóð og innréttingum verður að fullu lokið í sumar og haust. Bankinn nýtir sjálfur um 60 prósent hússins en ríkið hefur fest kaup hinum hlutanum sem meðal annars mun hýsa utanríkisráðuneytið. 14. apríl 2023 19:30 Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Landsbankinn hefur fundið ný heimkynni á Akureyri Landsbankinn á Akureyri mun flytja sig yfir í Hofsbót 2-4 á Akureyri fyrir árslok 2024, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við eigendur húsanna. 28. júní 2023 14:14
Landsbankinn fluttur úr fjórtán húsum undir eitt þak í Reykjastræti Starfsmenn Landsbankans eru að flytja í nýtt hús bankans við Reykjastræti en frágangi á lóð og innréttingum verður að fullu lokið í sumar og haust. Bankinn nýtir sjálfur um 60 prósent hússins en ríkið hefur fest kaup hinum hlutanum sem meðal annars mun hýsa utanríkisráðuneytið. 14. apríl 2023 19:30
Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21