Nýkominn heim frá einu Evrópumóti og strax á leiðinni á annað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 13:00 Tómas Valur Þrastarson í leik á móti Haukum en hann hefur spilað stórt hlutverk hjá Þór undanfarin tvö tímabil. Vísir/Hulda Margrét Íslenska átján ára landslið karla í körfubolta hefur í kvöld leik á Evrópumótinu en Ísland er i b-deild í þessum aldursflokki og keppir í Matoshinos í Portúgal. Einn leikmanna liðsins er nýkominn heim af öðru Evrópumóti. Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Körfuboltamaðurinn efnilegi úr Þorlákshöfn, Tómas Valur Þrastarson, hefur haft nóg að gera síðustu daga. Hann tók þátt í því að hjálpa tuttugu ára landsliðinu að halda sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Tómas Valur var með 15,8 stig í leik þegar íslenska liðið náði tólfta sæti á Evrópumótinu í Grikklandi. Tómas Valur er fæddur í september 2005 og verður því ekki átján ára gamall fyrr en eftir tæpa tvo mánuði. Hann var því að spila tvö ár upp fyrir sig með U20 en næst á dagskrá eru Evrópuleikir í hans eigin aldursflokki. Tómas Valur var þegar farinn að spila stórt hlutverk með Þórsliðinu í Subway deild karla á síðasta tímabili og það muna flestir körfuboltaáhugamenn eftir honum þaðan. Hann var í engu farþegahlutverki með tuttugu ára landsliðinu þrátt fyrir að vera þremur árum yngri en sumir á vellinum. Tómas spilaði sex af sjö leikjum tuttugu ára landsliðsins á EM og varð níundi stigahæsti leikmaður mótsins með þrjá leiki með meira en tuttugu stig. Hann nýtti 53 prósent skota sinna utan af velli og var líka með 5,7 fráköst og 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 29,2 mínútum í leik. Íslenska átján ára landsliðið setur stefnuna á að vinna sér sæti í A-deildinni en fyrsti leikurinn í kvöld er á móti Bretlandi í kvöld. Aðrar þjóðir í riðlinum eru Norður-Makedónía, Austurríki og Noregur. Eftir riðlakeppnina verður leikið um sæti 1 til 8 annars vegar og svo um sæti 9 til 22 hins vegar. Þjálfari átján ára landsliðsins þekkir vel til Tómasar en það er Lárus Jónsson sem þjálfar hann hjá Þór. Annar aðstoðarþjálfara liðsins er síðan Davíð Arnar Ágústsson sem spilar með Tómasi hjá Þór. Nebojsa Knezevic er síðan sá þriðji í þjálfarateymi liðsins. Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Íslenska U18 landslið drengja er skipaði eftirtöldum leikmönnum á EM: Arnór Tristan Helgason · Grindavík Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir Friðrik Leó Curtis · ÍR Hallgrímur Árni Þrastarson · KR Hilmir Arnarson · Fjölnir Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan Lars Erik Bragason · KR Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan Þórður Freyr Jónsson · ÍA
Þór Þorlákshöfn Körfubolti Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira