Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2023 22:05 Fimm drengjanna sem keppa á mótinu. Frá vinstri: Yusuf, Mwisho, Latu, Gift og Precious. Vísir/Dúi Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555. Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira
Drengirnir eru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir og eru hluti af knattspyrnuakademíunni Ascent Soccer. Koma þeir frá Malaví sem er staðsett í sunnanverðri Afríku og er aðeins stærra en Ísland. Íbúar þess eru hins vegar töluvert fleiri, eða tæplega tuttugu og ein milljón. Margir drengjanna hafa alist upp án rafmagns og rennandi vatns og voru margir þeirra ólæsir þegar þeir gengu til liðs við akademíuna. Margir í fyrstu flugferðinni Þeir komu hingað til lands í gær og eiga eftir að dvelja hér í þrjár vikur. Þjálfari liðsins segir þetta einstakt tækifæri fyrir drengina. „Það er einstakt tækifæri fyrir drengina að ferðast hingað frá Malaví. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Evrópu og í fyrsta sinn sem 18 af 19 þeirra fara um borð í flugvél og keppa utan Afríku,“ segir Marc Schwenk, aðalþjálfari drengjanna. Marc er sjálfur frá Þýskalandi en hefur þjálfað í Malaví í að verða þrjú ár. Hann segir vellina sem drengirnir koma til með að keppa á hér vera mun öðruvísi en þeir sem finnast í heimalandi þeirra. „Við erum með grasvöll í knattspyrnuskóla okkar. Flestir þeirra ólust upp við að leika á moldarvöllum sem eru ekki einu sinni sléttir. Stundum eru þeir í brekkum, stundum þúfur, tré og grjót á miðjum velli,“ segir Marc. Telja sig geta unnið mótið Og strákarnir eru spenntir og vonast eftir því að vinna mótið. „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það,“ segir Latu Kayria, einn liðsmanna akademíunnar. Leikmennirnir vonast eftir því að geta lært af íslensku liðunum. „Við hlökkum til að ferðast um Ísland, ekki bara leika knattspyrnu. Hvað varðar fótboltann viljum við læra inn á hraðann og hvernig liðin á Íslandi leika. Ef við verðum spurðir út í hraðann heima í Malaví getum við sagt þeim hvernig bæta má hraðann,“ segir Latu. Ásamt því að spila á Rey Cup spila drengirnir tvo æfingaleiki fyrir mótið og tvo eftir það. Fyrir mót spila þeir við Víking og Aftureldingu en ekki er búið að finna andstæðinga fyrir leikina eftir mót. Geta lið haft samband við Johann Braga Fjalldal sem starfar með Ascent Soccer með tölvupósti á fjalldal@gmail.com eða í síma 659-7555.
Malaví ReyCup Reykjavík Fótbolti Íþróttir barna Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sjá meira