Sport

Jon­as Vingega­ard vann Frakklandshjólreiðarnar annað árið í röð

Andri Már Eggertsson skrifar
Jon­as Vingega­ard fagnar sigri á Tour de France
Jon­as Vingega­ard fagnar sigri á Tour de France Vísir/Getty

Jon­as Vingega­ard sigraði Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France. Sá danski varði titilinn en hann vann einnig Frakklandshjólreiðarnar í fyrra.

Sigurvegarinn var afar ánægður þegar hann kom í mark og þakkaði ekki bara liðinu og fjölskyldu heldur lika allri dönsku þjóðinni í viðtali eftir keppnina.

„Ég er mjög ánægður og stoltur af þessu. Við höfum unnið þetta annað skiptið í röð sem er ótrúlegt. Það var geggjað að vera með alla Danina hérna. Ég verð að þakka liðinu og fjölskyldunni en einnig verð ég að þakka dönsku þjóðinni sem studdi mig í gegnum þetta og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Jon­as Vingega­ard í viðtali eftir að hann kom í mark.

 

Vingega­ard fór yfir ferðalagið sem var langt og strembið. Keppnin byrjaði í Bilbao á Spáni þann 1. júlí og endaði í París.

„Þetta var langt ferðalag. Við hjóluðum alla daga og þetta var mjög erfið keppni. Þetta var góður slagur milli mín og Tadej Pogacar.“

En hverju má búast við frá hinum tuttugu og sex ára gamla Jon­as Vingega­ard á komandi árum?

„Ég vona að koma hingað aftur á næsta ári og sjá hvort ég geti unnið þetta þriðja árið í röð. Það er stefnan.“

 

Slóveninn, Tadej Pogacar tók silfrið í Frakklandshjólreiðunum. En hann var sjö mínútum og 29 sekúndum á eftir sigurvegaranum. Bretinn Adam Ya­tes endaði í þriðja sæti og liðið Jumbo Visma vann liðakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×