Eftirlýstur maður með barefli, bílvelta og brennandi kofi Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. júlí 2023 06:34 Það var nóg að gera hjá lögreglunni í nótt og gistu sjö manns fangaklefa vegna ýmissa brota. Vísir/Vilhelm Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók lögreglu. Þar segir að sjö manns hafi gist fangaklefa fyrir hin ýmsu brot. Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn sem búið var að lýsa eftir. Hann reyndist vera vopnaður barefli og með fíkniefni í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa. Þá kom lögregla manni til bjargar sem hafði farið í sjóinn í Fossvoginum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 101. Í sama hverfi var óvelkomnum einstaklingi vísað á brott eftir að hafa komið sér fyrir í húsnæði. Þá féll maður á torfæruhjóli í miðborginni og slasaðist lítilsháttar en hann á von á kæru þar sem hann var heppinn að keyra ekki á gangandi vegfarendur og slasa þá. Bílvelta varð í Múlunum með ökumann og farþega innanborðs en þeir sluppu með minniháttar meiðsli. Í Laugardalnum var brotist inn í skólabyggingu og unnin skemmdaverk innandyra. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Brotlegir ökumenn, líkamsárásir og brennandi kofi Ökumaður var sviptur ökuréttindum í miðbæ Hafnarfjarðar en hann gerst sekur um ítrekuð umferðarlagabrot. Það sama var uppi á teningunum í miðbæ Kópavogs nema þá var viðkomandi ökumaður réttindalaus. Í Árbænum var maður handtekinn vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa. Í sama hverfi kviknaði í kofa út frá einnota grilli. Lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Maður var handtekinn í Grafarvoginum eftir líkamsárás. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn sem búið var að lýsa eftir. Hann reyndist vera vopnaður barefli og með fíkniefni í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa. Þá kom lögregla manni til bjargar sem hafði farið í sjóinn í Fossvoginum og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna þjófnaðar úr verslun í hverfi 101. Í sama hverfi var óvelkomnum einstaklingi vísað á brott eftir að hafa komið sér fyrir í húsnæði. Þá féll maður á torfæruhjóli í miðborginni og slasaðist lítilsháttar en hann á von á kæru þar sem hann var heppinn að keyra ekki á gangandi vegfarendur og slasa þá. Bílvelta varð í Múlunum með ökumann og farþega innanborðs en þeir sluppu með minniháttar meiðsli. Í Laugardalnum var brotist inn í skólabyggingu og unnin skemmdaverk innandyra. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn. Brotlegir ökumenn, líkamsárásir og brennandi kofi Ökumaður var sviptur ökuréttindum í miðbæ Hafnarfjarðar en hann gerst sekur um ítrekuð umferðarlagabrot. Það sama var uppi á teningunum í miðbæ Kópavogs nema þá var viðkomandi ökumaður réttindalaus. Í Árbænum var maður handtekinn vegna líkamsárásar og var hann vistaður í fangaklefa. Í sama hverfi kviknaði í kofa út frá einnota grilli. Lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn með slökkvitækjum. Maður var handtekinn í Grafarvoginum eftir líkamsárás. Viðkomandi var í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar sem hann bíður skýrslutöku.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira