Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 23:31 Ísak Bergmann er spenntur fyrir því að mæta Breiðabliki. Stöð 2 „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Sjá meira
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00