„Alltaf gaman að vinna hérna í lokin, ég þekki það ágætlega“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 24. júlí 2023 22:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis. Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis í Bestu deild karla í knattspyrnu, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-2 sigur sinna manna á lokamínútum leiksins í Kaplakrika gegn FH. Fylkir komst í 0-2 í leiknum en FH jafnaði leikinn í síðari hálfleik og voru talsvert líklegri en Fylkir til að skora sigurmark. Gestirnir sneru leiknum þó sér í vil í uppbótatíma og tókst að skora tvö mörk. Fyrsti sigur Fylkis síðan 28. maí. „Þetta var dálítið skemmtilegt. Skemmtilegur leikur heilt yfir fannst mér. Það lá svolítið á okkur hérna í lokin og við vörðumst vel og fengu fullt af hornspyrnum FH-ingarnir og Óli (markvörður Fylkis) varði einu sinni frábærlega. Við refsuðum þeim eins og lið hafa refsað okkur á lokamínútunum í sumar. Við áttum þetta svo sannarlega skilið og höfðum mikið fyrir þessu,“ sagði Rúnar Páll. Rúnari Páli fannst þeir leikmenn sem komu inn á fyrir liðið standa sig frábærlega líkt og þeir leikmenn sem fyrir voru inn á vellinum. „Nikulás fer út af meiddur í hálfleik og hann hafði verið okkar besti maður í fyrri hálfleik. Hrikalega duglegur á miðjunni og góður í pressunni. Það var vont að missa hann út. Óli kemur inn á miðjuna sem er ekki beint hans staða en leysti það ágætlega og gerði bara vel. Ómar kemur inn í lokin og við vissum það að hann hefur gífurlegan hraða og kraft og hann gerði bara vel í þessum tveimur lokamörkum. Bara frábærlega gert hjá honum og liðinu öllu.“ Fylkir fer nú í tveggja vikna pásu fram yfir Verslunarmannahelgi. „Nú erum við að fara í tveggja vikna pásu og næsti leikur 8. ágúst gegn Fram og það var hrikalega sætt að fá þennan sigur fyrir smá frí sem við erum að fara í núna. Bara kærkomið að lyfta okkur aðeins upp stigatöluna,“ sagði Rúnar Páll og bætti við. „Þetta er svo gaman. Gaman alltaf að vinna hérna í lokin, ég þekki það ágætlega.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira
Fylkir komst í 0-2 í leiknum en FH jafnaði leikinn í síðari hálfleik og voru talsvert líklegri en Fylkir til að skora sigurmark. Gestirnir sneru leiknum þó sér í vil í uppbótatíma og tókst að skora tvö mörk. Fyrsti sigur Fylkis síðan 28. maí. „Þetta var dálítið skemmtilegt. Skemmtilegur leikur heilt yfir fannst mér. Það lá svolítið á okkur hérna í lokin og við vörðumst vel og fengu fullt af hornspyrnum FH-ingarnir og Óli (markvörður Fylkis) varði einu sinni frábærlega. Við refsuðum þeim eins og lið hafa refsað okkur á lokamínútunum í sumar. Við áttum þetta svo sannarlega skilið og höfðum mikið fyrir þessu,“ sagði Rúnar Páll. Rúnari Páli fannst þeir leikmenn sem komu inn á fyrir liðið standa sig frábærlega líkt og þeir leikmenn sem fyrir voru inn á vellinum. „Nikulás fer út af meiddur í hálfleik og hann hafði verið okkar besti maður í fyrri hálfleik. Hrikalega duglegur á miðjunni og góður í pressunni. Það var vont að missa hann út. Óli kemur inn á miðjuna sem er ekki beint hans staða en leysti það ágætlega og gerði bara vel. Ómar kemur inn í lokin og við vissum það að hann hefur gífurlegan hraða og kraft og hann gerði bara vel í þessum tveimur lokamörkum. Bara frábærlega gert hjá honum og liðinu öllu.“ Fylkir fer nú í tveggja vikna pásu fram yfir Verslunarmannahelgi. „Nú erum við að fara í tveggja vikna pásu og næsti leikur 8. ágúst gegn Fram og það var hrikalega sætt að fá þennan sigur fyrir smá frí sem við erum að fara í núna. Bara kærkomið að lyfta okkur aðeins upp stigatöluna,“ sagði Rúnar Páll og bætti við. „Þetta er svo gaman. Gaman alltaf að vinna hérna í lokin, ég þekki það ágætlega.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sjá meira