Ekkill Maríu fær ekki að búa í Noregi Árni Sæberg skrifar 25. júlí 2023 22:50 María og Ryan vörðu jólunum saman á Íslandi árið 2021 eftir að hún veikist á leið heim til Bandaríkjanna. Úr einkasafni Ryan Toney, ekkill Maríu Guðmundsdóttur Toney, sem lést úr krabbameini í fyrra, verður senn vísað frá Noregi. Þar vildi hann búa til þess að vera nálægt fjölskyldu Maríu og vegna þess að þaðan er stutt að heimsækja leiði hennar á Íslandi. „Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar. Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
„Að flytja til baka til Bandaríkjanna væri eins og að ég hafi ekki aðeins misst konuna mína heldur fjölskyldu hennar líka,“ hefur Dagbladet eftir Ryan. Maríu Guðmundsdóttur Toney var um árabil ein fremsta skíðakona landsins og stundaði doktorsnám í Oregon í Bandaríkjunum, þar sem hún bjó ásamt eiginmanni sínum. Í lok árs 2021 veiktist hún skyndilega á leið frá Noregi til Bandaríkjanna og varði jólunum á sjúkrahúsi hérlendis. Þann 2. september síðastliðinn lést hún á sjúkrahúsi í Noregi, en þar hefur fjölskylda hennar verið búsett frá árinu 2008, eftir krabbamein sem greinst hafði í milta hennar dreifðisti í heilann. Þetta segir í umfjöllun Dagbladet. Vill vera nálægt fjölskyldu Maríu og gröf hennar Eftir andlát Maríu fékk Ryan kaldar kveðjur frá yfirvöldum í Noregi. Honum var tilkynnt að dvalarleyfi hans væri útrunnið og að honum væri skylt að yfirgefa Noreg og Schengensvæðið ekki seinnar en 26. júlí árið 2023. Þau María höfðu alltaf ætlað að flytja til Noregs eftir námið í Bandaríkjunum og þar vill Ryan búa nú þegar María er látin. „Mig langar að búa í Noregi af því að hér er fjölskylda Maríu. Hér hef ég notið yndislegs félagsskaps eftir þessar miklu hörmungar. Þar að auki er ekki eins dýrt að fljúga frá Noregi til Íslands, þar sem hún er grafin.“ Í frétt Dagbladet segir að ástæðan fyrir því hafi verið að María lifði ekki í tólf mánuði eftir að Ryan sótti um dvalarleyfi sem fjölskyldumeðlimur hennar. Þegar sótt er um dvalarleyfi á þeim grundvelli þurfi að búa í Noregi í minnst tólf mánuði áður en erlendur maki geti fengið leyfið. Hafi fengið rangar leiðbeiningar Ryan segir að hann hafi upphaflega sótt um venjulegt dvalarleyfi en hafi síðan breytt umsókninni eftir ráðleggingar lögreglu þess efnis í febrúar árið 2022. „Þeir gáfu mér vitlausar upplýsingar. Ég sótti um eftir hefðbundnu leiðinni en þeir hvöttu okkur til að breyta umsókn minni eftir að við sögðum þeim að María væri með krabbamein. Lögfræðingurinn minn segir mér að ef þeir hefðu ekki gert það hefði þetta aldrei gerst,“ er haft eftir Ryan. Hann telur að reglurnar þurfi ekki að vera svo fortakslausar sem þær virðist vera og hefur með aðstoð lögfræðings, kært ákvörðunina til útlendingastofnunar Noregs og málið hefur nú verið sent til útlendingaráðs til kærumeðferðar.
Noregur Íslendingar erlendis Skíðaíþróttir Tengdar fréttir María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
María Guðmundsdóttir Toney er látin María Guðmundsdóttir Toney, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin eftir baráttu við krabbamein. 7. september 2022 18:12