Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. júlí 2023 10:54 Fólk kemur jafn vel frá öðrum löndum til að skoða hús Heuermann. Getty Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. Hið rólega úthverfi í Massapequa við Long Island hefur umturnast eftir að Rex Heuermann var handtekinn vegna gruns um morð á þremur konum sem fundust við strönd sem kallast Gilgo. Núna leikur grunur á að fórnarlömb Heuermann, sem er giftur hinni íslensku Ásu Ellerup, séu allt að ellefu talsins. Mikil lögreglurannsókn hefur staðið yfir í húsinu undanfarna viku þar sem leitað hefur verið að sönnunargögnum sem gætu nýst við rannsókn málsins. Meðal annars hafa fundist 279 skotvopn á heimilinu. Einnig var verið að leita að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Partístemning hjá áhugafólki um sakamál Samkvæmt breska blaðinu Daily Mail kemur fólk víða að til þess að skoða húsið sem hinn 59 ára Rex Heuermann býr í. Jafnvel frá öðrum löndum. Að stórum hluta er þetta áhugafólk um sakamál og raðmorðingja sem kemur til að fylgjast með. Sumt þeirra taka jafn vel með sér bjór og slá upp nokkurs konar partí stemningu í götunni á meðan lögreglan leitar að líkamsleifum í garðinum. Lögreglan hefur leitað að líkamsleifum í garðinum.Getty Íbúarnir á svæðinu hafa kvartað sáran yfir þessari óumbeðnu athygli. Hefur þetta áhugafólk meðal annars lagt bílum í innkeyrslum hjá íbúum, farið inn í garða, traðkað niður plöntur og skilið eftir rusl. Einn íbúinn var mjög reiður eftir að hafa fundið flösku fulla af hlandi í garðinum sínum. Sumir íbúarnir hafa snúist til varna og sett upp málmhindranir og límbandsgirðingar í kringum húsin sín. Eða þá haft vökvunarkerfin í garðinum stanslaust í gangi til að fæla fólk frá. Vilja ekki sirkus „Stjórn sýslunnar hefur gefið það alveg skýrt út að við munum verja hverfið og við ætlum ekki að láta þetta snúast upp í einhvern sirkus,“ sagði Patrick Ryder, lögreglustjóri Nassau sýslu. „Ef þú býrð ekki við götuna eða ert að heimsækja einhvern sem býr þar heldur ertu að stoppa til að taka myndir þá ertu að brjóta lögin og verður sektaður….það er ekkert flóknara en það.“ Rex Heuermann og kona hans Ása Ellerup. Eins og áður segir er sektin 150 dollarar. Ekki hefur verið ákveðið hvort að sektum verður bæði beint gegn gangandi vegfarendum og fólki sem myndar úr bílunum sínum. Myndavélar hafa verið settar upp í götunni og viðvera lögreglunnar aukin. „Við biðjum fólk að vera ekki að skipta sér að þessu og taka myndir. Það er nóg til af myndum á netinu, þú þarft ekki að standa fyrir framan húsið,“ sagði Ryder. Fjölmiðlar munu hins vegar fá aðgang til þess að taka myndir, í takmarkaðan tíma á degi hverjum þó. Erlend sakamál Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Hið rólega úthverfi í Massapequa við Long Island hefur umturnast eftir að Rex Heuermann var handtekinn vegna gruns um morð á þremur konum sem fundust við strönd sem kallast Gilgo. Núna leikur grunur á að fórnarlömb Heuermann, sem er giftur hinni íslensku Ásu Ellerup, séu allt að ellefu talsins. Mikil lögreglurannsókn hefur staðið yfir í húsinu undanfarna viku þar sem leitað hefur verið að sönnunargögnum sem gætu nýst við rannsókn málsins. Meðal annars hafa fundist 279 skotvopn á heimilinu. Einnig var verið að leita að líkamsleifum, meðal annars í garðinum, en þær virðast ekki hafa fundist. Partístemning hjá áhugafólki um sakamál Samkvæmt breska blaðinu Daily Mail kemur fólk víða að til þess að skoða húsið sem hinn 59 ára Rex Heuermann býr í. Jafnvel frá öðrum löndum. Að stórum hluta er þetta áhugafólk um sakamál og raðmorðingja sem kemur til að fylgjast með. Sumt þeirra taka jafn vel með sér bjór og slá upp nokkurs konar partí stemningu í götunni á meðan lögreglan leitar að líkamsleifum í garðinum. Lögreglan hefur leitað að líkamsleifum í garðinum.Getty Íbúarnir á svæðinu hafa kvartað sáran yfir þessari óumbeðnu athygli. Hefur þetta áhugafólk meðal annars lagt bílum í innkeyrslum hjá íbúum, farið inn í garða, traðkað niður plöntur og skilið eftir rusl. Einn íbúinn var mjög reiður eftir að hafa fundið flösku fulla af hlandi í garðinum sínum. Sumir íbúarnir hafa snúist til varna og sett upp málmhindranir og límbandsgirðingar í kringum húsin sín. Eða þá haft vökvunarkerfin í garðinum stanslaust í gangi til að fæla fólk frá. Vilja ekki sirkus „Stjórn sýslunnar hefur gefið það alveg skýrt út að við munum verja hverfið og við ætlum ekki að láta þetta snúast upp í einhvern sirkus,“ sagði Patrick Ryder, lögreglustjóri Nassau sýslu. „Ef þú býrð ekki við götuna eða ert að heimsækja einhvern sem býr þar heldur ertu að stoppa til að taka myndir þá ertu að brjóta lögin og verður sektaður….það er ekkert flóknara en það.“ Rex Heuermann og kona hans Ása Ellerup. Eins og áður segir er sektin 150 dollarar. Ekki hefur verið ákveðið hvort að sektum verður bæði beint gegn gangandi vegfarendum og fólki sem myndar úr bílunum sínum. Myndavélar hafa verið settar upp í götunni og viðvera lögreglunnar aukin. „Við biðjum fólk að vera ekki að skipta sér að þessu og taka myndir. Það er nóg til af myndum á netinu, þú þarft ekki að standa fyrir framan húsið,“ sagði Ryder. Fjölmiðlar munu hins vegar fá aðgang til þess að taka myndir, í takmarkaðan tíma á degi hverjum þó.
Erlend sakamál Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Tengdar fréttir Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06
Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11
Farsímagögn, Chevrolet Avalanche og pizzakassi reyndust lykillinn Það er mögulegt að lögregla hefði getað handsamað raðmorðingjann Rex Heuermann miklu fyrr ef allar vísbendingar í málinu hefðu verið betur gaumgæfðar. Bifreið sem morðinginn ók og vitni tók eftir reyndist lykillinn að lausn málsins. 21. júlí 2023 07:30