Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára Máni Snær Þorláksson skrifar 27. júlí 2023 15:45 Birgir Jónsson, forstjóri Play, þakkar teymi sínu fyrir góða vinnu. Flugfélagið hagnaðist um 53 milljónir á ársfjórðungnum. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“ Fréttir af flugi Play Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri Play sem birt er í dag. Í tilkynningu frá Play segir að rekstrarhagnaðurinn sé umfram væntingar sem flugfélagið hafði fyrir umræddan ársfjórðung. Tekjur á ársfjórðungnum nám 9,7 milljörðum króna samanborið við 4,3 milljarða á sama tímabili á síðasta ári. Tekjurnar á tímabilinu hafa því rúmlega tvöfaldast milli ára. Þá nam tap á ársfjórðungnum um 542 milljónum íslenskra króna en sem fyrr segir var tapið tæpir tveir milljarðar króna á sama tímabili í fyrra. Einnig kemur fram að handbært fé félagsins hafi aukist á tímabilinu. Handvært og bundið fé félagsins var 7,2 milljarðar króna þann 30. júní síðastliðið. Auk þess er bent á að félagið beri engar ytri vaxtaberandi skuldir. Þakkar teyminu fyrir góða vinnu Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að ársfjórðungurinn hafi markað þáttaskil í rekstri flugfélagsins því þá var lokið við að stækka flugvélaflota félagsins upp í tíu farþegaþotur. „Nú þegar við höfum náð nauðsynlegri stærðarhagkvæmni eftir að hafa stækkað hratt á síðustu tveimur árum, erum við afar stolt af því að tilkynna rekstrarhagnað í lok fjórðungsins, einingakostnað á áætlun og heilbrigða lausafjárstöðu,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu. Hann segir fjárhagslega niðurstöðu hafa farið fram úr væntingum. Það styðji við fyrri spár um að ná rekstrarhagnaði á þessu ári. „Sem er afrek fyrir ungt félag á sínu öðru heila starfsári,“ segir forstjórinn. „Við erum stolt af niðurstöðu þessa ársfjórðungs og það er ljóst að þetta var aðeins mögulegt með frábæru framlagi allra starfsmanna Play sem hafa skilað framúrskarandi verki. Ég er í engum vafa um að við öll munum halda því áfram og ég vil af fullri einlægni þakka okkar einstaka teymi fyrir þeirra góðu vinnu.“
Fréttir af flugi Play Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira