Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2023 15:57 Dóttir þeirra Baldvins og Berglindar fær aðlögunartíma með nýjum skólafélögum og kennurum í Rimaskóla eins og krakkarnir sem koma úr leikskólum hverfisins. Vísir Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex. Tilraunverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg. Foreldrar stúlku sem hefur nám í 1. bekk Rimaskóla í haust lýstu óánægju sinni með það að dóttur þeirra, sem kemur úr leikskóla úr Þingholtunum í Reykjavík, væri mismunað. Hún fengi ekki að taka þátt í tilraunaverkefninu eins og verðandi skólafélagar hennar. Verið væri að veikja stöðu dóttur þeirra félagslega. Hún þekkti fáa fyrir og myndi missa af því þegar hópurinn yrði hristur saman í aðlöguninni með nýjum kennurum og starfsfólki. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ sagði Baldvin Logi Einarsson, faðir stúlkunnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu borgarastjóra um að tilraunaverkefnið miði við grunnskólana og þau börn sem þar hefja nám, en ekki leikskólana hvaðan börnin koma. Öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum sex grunnskólum verði boðið að taka þátt. Haft verði samband við foreldra barnanna sem breytingin nær til á næstu dögum. Þá segir að breytingin rúmist innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins. Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Tilraunverkefnið átti að ná til elstu barna frá sex leikskólum í Breiðholti og Grafarvogi sem hefja nám í Rimaskóla, Norðlingaskóla og Breiðholtsskóla í haust: Rauðhól, Laufskála, Fífuborg, Lyngheima, Bakkaborg og Borg. Foreldrar stúlku sem hefur nám í 1. bekk Rimaskóla í haust lýstu óánægju sinni með það að dóttur þeirra, sem kemur úr leikskóla úr Þingholtunum í Reykjavík, væri mismunað. Hún fengi ekki að taka þátt í tilraunaverkefninu eins og verðandi skólafélagar hennar. Verið væri að veikja stöðu dóttur þeirra félagslega. Hún þekkti fáa fyrir og myndi missa af því þegar hópurinn yrði hristur saman í aðlöguninni með nýjum kennurum og starfsfólki. „Þess vegna kemur þetta svo rosalega illa við okkur og okkar barn sem þekkir engan að fá ekki að vera með í því,“ sagði Baldvin Logi Einarsson, faðir stúlkunnar. Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að borgarráð hafi samþykkt tillögu borgarastjóra um að tilraunaverkefnið miði við grunnskólana og þau börn sem þar hefja nám, en ekki leikskólana hvaðan börnin koma. Öllum börnum sem hefja nám í 1. bekk í þessum sex grunnskólum verði boðið að taka þátt. Haft verði samband við foreldra barnanna sem breytingin nær til á næstu dögum. Þá segir að breytingin rúmist innan upphafslegs fjárhagsramma og mönnunar verkefnisins.
Grunnskólar Reykjavík Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. 21. júlí 2023 13:17