Auðmjúkur Anton á tímamótum: „Rosalega tilfinningaþrungin stund“ Aron Guðmundsson skrifar 28. júlí 2023 08:00 Anton Sveinn McKee Íslenski sundgarpurinn Anton Sveinn McKee segir að eftir kaflaskipt ár hafi það verið tilfinningaþrungin stund fyrir sig að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 í gær en um leið tryggði hann sér sæti í úrslitasundi á HM í 50 metra laug í Japan sem fram fer í dag. „Það er ótrúlega sætt að hafa náð þessu,“ segir Anton Sveinn eftir afrek gærdagsins. „Undanfarið ár hjá mér hefur verið upp og niður. Það byrjaði vel en svo var maður dálítið þungur á sér mánuðina fyrir HM sem varð til þess að ég þurfti að gera breytingar æfingalega séð á undirbúningi mínum. Þær greinilega skiluðu sér en ég get alveg viðurkennt að það var smá stress í mér fyrir þetta undanúrslitasund. Ég ákvað því bara að taka þetta í þrepum, byrja á því að synda yfirvegað í undanrásunum en samt tryggja mig áfram í undanúrslitin svo lagði ég meira á þetta í undanúrslitunum sjálfum.“ Bætingin á fyrstu 100 metrunum Anton synti á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum og bætti sig um sekúndu frá undanrásunum. „Ég vissi að kínverjinn Haiyang Qing myndi mjög líklega byrja sundið rosalega hratt, ég var alltaf með það á hreinu að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat. Þá ætlaði ég mér að byrja sundið mun grimmar heldur en í undanrásunum og það er í rauninni þar sem ég næ að vinna mér inn þessa sekúndu í bætingu, á fyrstu hundrað metrunum. Samt var þetta einhvern veginn auðvelt, þetta var annar besti tíminn minn í greininni til þessa, besti tími minn er frá því í fyrra og í minningunni var miklu erfiðara að sund að baki í fyrra samanborið við núna. Þetta var auðvelt núna, sem er gott merki, og það gefur vonandi góð fyrirheit fyrir úrslitin. Ég er stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa treyst á sjálfan mig og harkað í gegnum þetta.“ Lenti á erfiðum stað eftir föðurmissi Inntur nánar eftir því hversu krefjandi undanfarið ár hefur verið fyrir hann hafði Anton Sveinn þetta að segja: „Andlega hliðin er alltaf erfiðust þegar að maður er kominn á þetta hæsta afeksþrep, það er auðvelt að æfa en erfiðara að halda hausnum alltaf góðum. Sem betur fer hef ég sterkt bakland sem hefur hjálpað mér svo mikið í gegnum áhugaverðan tíma. Ég er kominn til baka núna, það er á hreinu.“ Ólympíuleikarnir í París verða fjórðu Ólympíuleikarnir á ferli Antons Sveins. Þó svo að það sé kannski erfitt að hugsa til þeirra á þessari stundu, sökum komandi úrslitasunds á HM, er það alveg greinilegt hvað það er mikill léttir fyrir Anton Svein að hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. „Það var rosalega tilfinningaþrungin stund þegar að þetta varð ljóst. Árið 2019 byrjaði ég aftur að æfa af fullum krafti og ætlaði að klára Ólympíuleikana í Tokyo með stæl. Svo kom Covid-19 og framlengdi það markmið um ár, ég missi síðan föður minn rétt fyrir þá leika og lendi á erfiðum stað. Ég var því ekki alveg sáttur með það í hvaða stefnu ferillinn minn var að taka. Hann hefur þó alltaf einhvern veginn haldið áfram og fyrir mig er það því ótrúlega sætt að sjá núna að maður er enn á toppnum. Ég hef lagt alveg ótrúlega mikið í þetta og á bak við tjöldin hef ég lagt endalausa vinnu í þetta. Ég finn fyrir miklum létti og er ótrúlega stoltur af sjálfum mér.“ Allt að vinna, engu að tapa Seinna í dag er svo komið að úrslitasundi hjá Antoni Sveini á HM í 50 metra laug í Japan. Hver eru markmiðin fyrir sundið? „Að kreista allt út úr mér, ég hef engu að tapa og allt að vinna. Ég er búinn að tryggja mig í úrslitin, búinn að ná ólympíulágmarkinu og því er ekkert eftir nema að synda hratt og njóta.“ Sund Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira
„Það er ótrúlega sætt að hafa náð þessu,“ segir Anton Sveinn eftir afrek gærdagsins. „Undanfarið ár hjá mér hefur verið upp og niður. Það byrjaði vel en svo var maður dálítið þungur á sér mánuðina fyrir HM sem varð til þess að ég þurfti að gera breytingar æfingalega séð á undirbúningi mínum. Þær greinilega skiluðu sér en ég get alveg viðurkennt að það var smá stress í mér fyrir þetta undanúrslitasund. Ég ákvað því bara að taka þetta í þrepum, byrja á því að synda yfirvegað í undanrásunum en samt tryggja mig áfram í undanúrslitin svo lagði ég meira á þetta í undanúrslitunum sjálfum.“ Bætingin á fyrstu 100 metrunum Anton synti á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum og bætti sig um sekúndu frá undanrásunum. „Ég vissi að kínverjinn Haiyang Qing myndi mjög líklega byrja sundið rosalega hratt, ég var alltaf með það á hreinu að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat. Þá ætlaði ég mér að byrja sundið mun grimmar heldur en í undanrásunum og það er í rauninni þar sem ég næ að vinna mér inn þessa sekúndu í bætingu, á fyrstu hundrað metrunum. Samt var þetta einhvern veginn auðvelt, þetta var annar besti tíminn minn í greininni til þessa, besti tími minn er frá því í fyrra og í minningunni var miklu erfiðara að sund að baki í fyrra samanborið við núna. Þetta var auðvelt núna, sem er gott merki, og það gefur vonandi góð fyrirheit fyrir úrslitin. Ég er stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa treyst á sjálfan mig og harkað í gegnum þetta.“ Lenti á erfiðum stað eftir föðurmissi Inntur nánar eftir því hversu krefjandi undanfarið ár hefur verið fyrir hann hafði Anton Sveinn þetta að segja: „Andlega hliðin er alltaf erfiðust þegar að maður er kominn á þetta hæsta afeksþrep, það er auðvelt að æfa en erfiðara að halda hausnum alltaf góðum. Sem betur fer hef ég sterkt bakland sem hefur hjálpað mér svo mikið í gegnum áhugaverðan tíma. Ég er kominn til baka núna, það er á hreinu.“ Ólympíuleikarnir í París verða fjórðu Ólympíuleikarnir á ferli Antons Sveins. Þó svo að það sé kannski erfitt að hugsa til þeirra á þessari stundu, sökum komandi úrslitasunds á HM, er það alveg greinilegt hvað það er mikill léttir fyrir Anton Svein að hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. „Það var rosalega tilfinningaþrungin stund þegar að þetta varð ljóst. Árið 2019 byrjaði ég aftur að æfa af fullum krafti og ætlaði að klára Ólympíuleikana í Tokyo með stæl. Svo kom Covid-19 og framlengdi það markmið um ár, ég missi síðan föður minn rétt fyrir þá leika og lendi á erfiðum stað. Ég var því ekki alveg sáttur með það í hvaða stefnu ferillinn minn var að taka. Hann hefur þó alltaf einhvern veginn haldið áfram og fyrir mig er það því ótrúlega sætt að sjá núna að maður er enn á toppnum. Ég hef lagt alveg ótrúlega mikið í þetta og á bak við tjöldin hef ég lagt endalausa vinnu í þetta. Ég finn fyrir miklum létti og er ótrúlega stoltur af sjálfum mér.“ Allt að vinna, engu að tapa Seinna í dag er svo komið að úrslitasundi hjá Antoni Sveini á HM í 50 metra laug í Japan. Hver eru markmiðin fyrir sundið? „Að kreista allt út úr mér, ég hef engu að tapa og allt að vinna. Ég er búinn að tryggja mig í úrslitin, búinn að ná ólympíulágmarkinu og því er ekkert eftir nema að synda hratt og njóta.“
Sund Mest lesið Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sjá meira