Auðmjúkur Anton á tímamótum: „Rosalega tilfinningaþrungin stund“ Aron Guðmundsson skrifar 28. júlí 2023 08:00 Anton Sveinn McKee Íslenski sundgarpurinn Anton Sveinn McKee segir að eftir kaflaskipt ár hafi það verið tilfinningaþrungin stund fyrir sig að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í París 2024 í gær en um leið tryggði hann sér sæti í úrslitasundi á HM í 50 metra laug í Japan sem fram fer í dag. „Það er ótrúlega sætt að hafa náð þessu,“ segir Anton Sveinn eftir afrek gærdagsins. „Undanfarið ár hjá mér hefur verið upp og niður. Það byrjaði vel en svo var maður dálítið þungur á sér mánuðina fyrir HM sem varð til þess að ég þurfti að gera breytingar æfingalega séð á undirbúningi mínum. Þær greinilega skiluðu sér en ég get alveg viðurkennt að það var smá stress í mér fyrir þetta undanúrslitasund. Ég ákvað því bara að taka þetta í þrepum, byrja á því að synda yfirvegað í undanrásunum en samt tryggja mig áfram í undanúrslitin svo lagði ég meira á þetta í undanúrslitunum sjálfum.“ Bætingin á fyrstu 100 metrunum Anton synti á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum og bætti sig um sekúndu frá undanrásunum. „Ég vissi að kínverjinn Haiyang Qing myndi mjög líklega byrja sundið rosalega hratt, ég var alltaf með það á hreinu að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat. Þá ætlaði ég mér að byrja sundið mun grimmar heldur en í undanrásunum og það er í rauninni þar sem ég næ að vinna mér inn þessa sekúndu í bætingu, á fyrstu hundrað metrunum. Samt var þetta einhvern veginn auðvelt, þetta var annar besti tíminn minn í greininni til þessa, besti tími minn er frá því í fyrra og í minningunni var miklu erfiðara að sund að baki í fyrra samanborið við núna. Þetta var auðvelt núna, sem er gott merki, og það gefur vonandi góð fyrirheit fyrir úrslitin. Ég er stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa treyst á sjálfan mig og harkað í gegnum þetta.“ Lenti á erfiðum stað eftir föðurmissi Inntur nánar eftir því hversu krefjandi undanfarið ár hefur verið fyrir hann hafði Anton Sveinn þetta að segja: „Andlega hliðin er alltaf erfiðust þegar að maður er kominn á þetta hæsta afeksþrep, það er auðvelt að æfa en erfiðara að halda hausnum alltaf góðum. Sem betur fer hef ég sterkt bakland sem hefur hjálpað mér svo mikið í gegnum áhugaverðan tíma. Ég er kominn til baka núna, það er á hreinu.“ Ólympíuleikarnir í París verða fjórðu Ólympíuleikarnir á ferli Antons Sveins. Þó svo að það sé kannski erfitt að hugsa til þeirra á þessari stundu, sökum komandi úrslitasunds á HM, er það alveg greinilegt hvað það er mikill léttir fyrir Anton Svein að hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. „Það var rosalega tilfinningaþrungin stund þegar að þetta varð ljóst. Árið 2019 byrjaði ég aftur að æfa af fullum krafti og ætlaði að klára Ólympíuleikana í Tokyo með stæl. Svo kom Covid-19 og framlengdi það markmið um ár, ég missi síðan föður minn rétt fyrir þá leika og lendi á erfiðum stað. Ég var því ekki alveg sáttur með það í hvaða stefnu ferillinn minn var að taka. Hann hefur þó alltaf einhvern veginn haldið áfram og fyrir mig er það því ótrúlega sætt að sjá núna að maður er enn á toppnum. Ég hef lagt alveg ótrúlega mikið í þetta og á bak við tjöldin hef ég lagt endalausa vinnu í þetta. Ég finn fyrir miklum létti og er ótrúlega stoltur af sjálfum mér.“ Allt að vinna, engu að tapa Seinna í dag er svo komið að úrslitasundi hjá Antoni Sveini á HM í 50 metra laug í Japan. Hver eru markmiðin fyrir sundið? „Að kreista allt út úr mér, ég hef engu að tapa og allt að vinna. Ég er búinn að tryggja mig í úrslitin, búinn að ná ólympíulágmarkinu og því er ekkert eftir nema að synda hratt og njóta.“ Sund Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
„Það er ótrúlega sætt að hafa náð þessu,“ segir Anton Sveinn eftir afrek gærdagsins. „Undanfarið ár hjá mér hefur verið upp og niður. Það byrjaði vel en svo var maður dálítið þungur á sér mánuðina fyrir HM sem varð til þess að ég þurfti að gera breytingar æfingalega séð á undirbúningi mínum. Þær greinilega skiluðu sér en ég get alveg viðurkennt að það var smá stress í mér fyrir þetta undanúrslitasund. Ég ákvað því bara að taka þetta í þrepum, byrja á því að synda yfirvegað í undanrásunum en samt tryggja mig áfram í undanúrslitin svo lagði ég meira á þetta í undanúrslitunum sjálfum.“ Bætingin á fyrstu 100 metrunum Anton synti á 2:09,19 mínútum í undanúrslitunum og bætti sig um sekúndu frá undanrásunum. „Ég vissi að kínverjinn Haiyang Qing myndi mjög líklega byrja sundið rosalega hratt, ég var alltaf með það á hreinu að reyna halda mér eins nálægt honum og ég gat. Þá ætlaði ég mér að byrja sundið mun grimmar heldur en í undanrásunum og það er í rauninni þar sem ég næ að vinna mér inn þessa sekúndu í bætingu, á fyrstu hundrað metrunum. Samt var þetta einhvern veginn auðvelt, þetta var annar besti tíminn minn í greininni til þessa, besti tími minn er frá því í fyrra og í minningunni var miklu erfiðara að sund að baki í fyrra samanborið við núna. Þetta var auðvelt núna, sem er gott merki, og það gefur vonandi góð fyrirheit fyrir úrslitin. Ég er stoltur af sjálfum mér fyrir að hafa treyst á sjálfan mig og harkað í gegnum þetta.“ Lenti á erfiðum stað eftir föðurmissi Inntur nánar eftir því hversu krefjandi undanfarið ár hefur verið fyrir hann hafði Anton Sveinn þetta að segja: „Andlega hliðin er alltaf erfiðust þegar að maður er kominn á þetta hæsta afeksþrep, það er auðvelt að æfa en erfiðara að halda hausnum alltaf góðum. Sem betur fer hef ég sterkt bakland sem hefur hjálpað mér svo mikið í gegnum áhugaverðan tíma. Ég er kominn til baka núna, það er á hreinu.“ Ólympíuleikarnir í París verða fjórðu Ólympíuleikarnir á ferli Antons Sveins. Þó svo að það sé kannski erfitt að hugsa til þeirra á þessari stundu, sökum komandi úrslitasunds á HM, er það alveg greinilegt hvað það er mikill léttir fyrir Anton Svein að hafa tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum. „Það var rosalega tilfinningaþrungin stund þegar að þetta varð ljóst. Árið 2019 byrjaði ég aftur að æfa af fullum krafti og ætlaði að klára Ólympíuleikana í Tokyo með stæl. Svo kom Covid-19 og framlengdi það markmið um ár, ég missi síðan föður minn rétt fyrir þá leika og lendi á erfiðum stað. Ég var því ekki alveg sáttur með það í hvaða stefnu ferillinn minn var að taka. Hann hefur þó alltaf einhvern veginn haldið áfram og fyrir mig er það því ótrúlega sætt að sjá núna að maður er enn á toppnum. Ég hef lagt alveg ótrúlega mikið í þetta og á bak við tjöldin hef ég lagt endalausa vinnu í þetta. Ég finn fyrir miklum létti og er ótrúlega stoltur af sjálfum mér.“ Allt að vinna, engu að tapa Seinna í dag er svo komið að úrslitasundi hjá Antoni Sveini á HM í 50 metra laug í Japan. Hver eru markmiðin fyrir sundið? „Að kreista allt út úr mér, ég hef engu að tapa og allt að vinna. Ég er búinn að tryggja mig í úrslitin, búinn að ná ólympíulágmarkinu og því er ekkert eftir nema að synda hratt og njóta.“
Sund Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti