Ómetanlegt handverk kvenna Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 28. júlí 2023 09:30 Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handverk Hús og heimili Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun