Ómetanlegt handverk kvenna Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 28. júlí 2023 09:30 Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handverk Hús og heimili Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármál framhaldsskóla Atli Ísleifsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Sjá meira
Konur hafa verið hinn þögli helmingur mannkyns lengi. Samt má segja að vinna þeirra hafi alla tíð verið ómetanleg þar sem segja má að heimilin hafi verið sá hornsteinn sem allt hvíldi á. Hvert heimili varð í raun og veru að vera sjálfu sér nóg bæði hvað varðaði öflun matvæla, fatnaðar og annars sem búskapur byggðist á. Meira segja menntun barn, aðallega sona, fór fram á heimilinu og oftast sáu konur um þá hlið í uppeldi barna. Stórir búgarðar eða óðalsbýli hér á landi gátu haft um og yfir 100 manns á sinni könnu. Það nægir að nefna biskupssetrin á Hólum og í Skálholti auk klaustranna. Það sama var víða erlendis og var áberandi í lénskipulaginu á miðöldum. Vefnaður kvenna Konur stunduðu mikinn heimilisiðnað sem núna er aðkeyptur og nægir að nefna allt er kom að matvælum og fatnaði. Konur komu því snemma að alls konar listiðnaði eins og skreytingum á fatnaði sem og munstri á vefnaði. Þannig má telja þær hafa verið frumvöðla í skreytilistiðnaði á heimilum sínum. Þær hafa efalaust skreytt keramikkrúsir og annan húsbúnað með myndum og ofið sögu í klæði sín og veggteppi og sagt þannig sögur sínar þó þær kynnu vart að lesa eða skrifa fyrr á öldum nema örfáar hefðarkonur og nunnur. Í Suður-Ameríku voru konur oft jarðaðar með vefnaðartæki sín til merkis um hið merka handverk þeirra. Þar notuðu þær eigið bak og síðan á móti næsta tré eða staur til að sitja við vefnað. Tvær öflugar konur Konur töldust geta sinnt heimilum án allrar menntunar enda var öll æðri menntun haldið frá konum langt fram á 19. öld. En auðvitað gáu þær oft aflað sér einhverrar kunnáttu með því að fylgjast vel með umhverfi sínu og uppeldi bræðra sinna og sona. Ég nefni hér tvær merkar konur sem voru afar öflugir málsvarar kvenna. Það eru nunnan, abbadísin og skáldið Hildegard frá Bingen (1098-1179) sem var afar vel menntuð og enn eru spiluð tónverk hennar og Elenóra frá Aquitaníu (1122-1204) sem var bæði drottning í Frakklandi og á Englandi og var móðir tveggja konunga og formóðir enn fleiri. Þögul saga kvenna Ritverk karla eru afar mörg enda nutu karlar oftast einir menntunar á mannmörgum heimilum. Málverk segja einnig söguna og voru óspart notuð í kirkjum til að segja sögur úr Biblíunni á meðan almenningur var ólæs. Við eigum mörg merk handrit sem segja okkur sögur fortíðar og vel má því einnig lesa hina þöglu sögur kvenna úr handverki þeirra, bæði inni á heimilum og í klaustrum um allan heim. Það er því merkilegt að loksins er farið að skoða vefnað kvenna sem sögulega heimild. Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun