Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2023 12:40 Þessi sjö voru kjörin í stjórn Íslandsbanka. vísir Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. Nýja stjórn Íslandsbanka skipa eftirfarandi, í þeirri röð sem þau voru kosin: Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar. Agnar Tómas Möller, sjálfstætt starfandi ráðgjafi Anna Þórðardóttir, sjálfstætt starfandi stjórnarmaður Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís ehf Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf. Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf. Herdís Gunnarsdóttir og Páll Grétar Steingrímsson voru sjálfkjörnir varamenn í stjórn. Valgerður ein tilnefndra sem komst ekki inn Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf, var tilnefnd til stjórnarsetu af tilnefningarnefnd Íslandsbanka en hafnaði í áttunda sæti í kosningu hluthafa. Allir aðrir sem tilnefndir voru af tilnefningarnefndinni og Bankasýslu ríkisins fengu sætu í stjórn. Helga Hlín var ein fjögurra sem gáfu kost á sér þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu. Hin þrjú voru þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf. 79,25 prósent hluthafa tóku þátt í fundinum og stjórnakjörinu. Jón Guðni Ómarsson nýr bankastjóri Íslandsbanka ræddi við fréttastofu að loknum fundi. Hann sagði vissa veikleika sem þyrfti að laga í áhættumenningu en heilt yfir stæði bankinn og íslenskir bankar mjög traustum fótum. Linda Jónsdóttir, nýr stjórnarformaður bankans, sagðist þurfa aðeins meiri tíma til að leggja mat á það hvort fyrirhugaðar breytingar hjá Íslandsbanka væru nægjanlega umfangsmiklar. Íslandsbanki Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Tengdar fréttir Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28. júlí 2023 10:10 Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27. júlí 2023 16:22 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Nýja stjórn Íslandsbanka skipa eftirfarandi, í þeirri röð sem þau voru kosin: Haukur Örn Birgisson, hæstaréttarlögmaður, eigandi og framkvæmdastjóri Íslensku lögfræðistofunnar. Agnar Tómas Möller, sjálfstætt starfandi ráðgjafi Anna Þórðardóttir, sjálfstætt starfandi stjórnarmaður Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís ehf Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel hf. Stefán Pétursson, fjármálastjóri EpiEndo Pharmaceuticals ehf. Herdís Gunnarsdóttir og Páll Grétar Steingrímsson voru sjálfkjörnir varamenn í stjórn. Valgerður ein tilnefndra sem komst ekki inn Valgerður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa ehf, var tilnefnd til stjórnarsetu af tilnefningarnefnd Íslandsbanka en hafnaði í áttunda sæti í kosningu hluthafa. Allir aðrir sem tilnefndir voru af tilnefningarnefndinni og Bankasýslu ríkisins fengu sætu í stjórn. Helga Hlín var ein fjögurra sem gáfu kost á sér þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu. Hin þrjú voru þau Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður, Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum og Elín Jóhannesdóttir, sem starfar hjá Vigri fjárfestingu ehf. 79,25 prósent hluthafa tóku þátt í fundinum og stjórnakjörinu. Jón Guðni Ómarsson nýr bankastjóri Íslandsbanka ræddi við fréttastofu að loknum fundi. Hann sagði vissa veikleika sem þyrfti að laga í áhættumenningu en heilt yfir stæði bankinn og íslenskir bankar mjög traustum fótum. Linda Jónsdóttir, nýr stjórnarformaður bankans, sagðist þurfa aðeins meiri tíma til að leggja mat á það hvort fyrirhugaðar breytingar hjá Íslandsbanka væru nægjanlega umfangsmiklar.
Íslandsbanki Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Kauphöllin Tengdar fréttir Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52 Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28. júlí 2023 10:10 Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27. júlí 2023 16:22 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Segist hafa fengið skýra heimild til þátttöku Ari Daníelsson, fráfarandi stjórnarmaður í Íslandsbanka, segist hafa fengið skýra og afdráttarlausa heimild til þátttöku í útboði á hlut ríkisins í bankanum. Hann keypti fyrir 55 milljónir króna í útboðinu. 28. júlí 2023 11:52
Hluthafafundur Íslandsbanka: Biður alla hlutaðeigandi afsökunar á slakri framkvæmd bankans Hluthafafundur Íslandsbanka hefst klukkan 11 í dag. Þar verður fyrst á dagskrá umfjöllun um sátt Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og viðbrögð Íslandsbanka við henni. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi. 28. júlí 2023 10:10
Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. 27. júlí 2023 16:22