Milli sex og átta milljarðar tapist í þjófnaði brotahópa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júlí 2023 17:51 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir stærstan hluta þjófnaða í verslunum vera af völdum erlendra brotahópa. Hann segir lögreglu ekki nægilega tæknivædda til að taka á vandanum og bindur því vonir við að nýr þjófavarnarbúnaður, sem nýtir myndgreiningu í samráði við lögreglu, taki á vandanum. „Þetta er sama mynstur og hefur verið árum saman,“ sagði Andrés í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, spurður út í meinta þjófnaðarhrinu. Samtökin gera ráð fyrir að sex til átta milljarðar króna tapist árlega vegna þjófnaðar í verslunum. „Meirihluti þessara þjófnaðarbrota er af völdum skipulagðra gengja sem senda hingað fólk í þeim eina tilgangi að fremja hér brot af þessu tagi. Við og lögreglan þekkjum þetta mynstur upp á hár. Vandinn er að lögreglan er ekki nægilega tæknivædd til að bregðast við þessum vanda með viðeigandi hætti.“ Hann segir samtökin hafa verið í samráði við lögregluna í um þrjú ár til að þróa fyrrnefndan þjófavarnarbúnað. „Hann gengur út á það að hægt verði að senda myndir og upplýsingar úr öryggiskerfum verslana inn á gagnagrunn lögreglunnar. Þau geti þá fylgst með því sem er að gerast og brugðist mun hraðar við. Sent þann bíl sem er næstur á staðinn og svo framvegis,“ segir Andrés. Vandinn hingað til hafi verið að lögregla hafi ekki brugðist nægilega hratt við en búnaðurinn á að bæta úr því. Andrés segir verslanir verja miklum fjármunum til þess að verja sig frá þjófnaði. „Gallinn er bara sá að þeir sem stunda þessa iðju eru atvinnumenn í því fagi. Það koma alltaf nýjar aðferðir og leiðir, það er gömul saga og ný,“ segir Andrés og heldur áfram: „Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að við sjáum fyrir endann á þróun á þessum búnaði sem við erum sátt við, bransinn, lögreglan og eftir því sem ég best veit hefur Persónuvernd samþykkt að notaður verði í þessum tilgangi.“ Verslun Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
„Þetta er sama mynstur og hefur verið árum saman,“ sagði Andrés í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni, spurður út í meinta þjófnaðarhrinu. Samtökin gera ráð fyrir að sex til átta milljarðar króna tapist árlega vegna þjófnaðar í verslunum. „Meirihluti þessara þjófnaðarbrota er af völdum skipulagðra gengja sem senda hingað fólk í þeim eina tilgangi að fremja hér brot af þessu tagi. Við og lögreglan þekkjum þetta mynstur upp á hár. Vandinn er að lögreglan er ekki nægilega tæknivædd til að bregðast við þessum vanda með viðeigandi hætti.“ Hann segir samtökin hafa verið í samráði við lögregluna í um þrjú ár til að þróa fyrrnefndan þjófavarnarbúnað. „Hann gengur út á það að hægt verði að senda myndir og upplýsingar úr öryggiskerfum verslana inn á gagnagrunn lögreglunnar. Þau geti þá fylgst með því sem er að gerast og brugðist mun hraðar við. Sent þann bíl sem er næstur á staðinn og svo framvegis,“ segir Andrés. Vandinn hingað til hafi verið að lögregla hafi ekki brugðist nægilega hratt við en búnaðurinn á að bæta úr því. Andrés segir verslanir verja miklum fjármunum til þess að verja sig frá þjófnaði. „Gallinn er bara sá að þeir sem stunda þessa iðju eru atvinnumenn í því fagi. Það koma alltaf nýjar aðferðir og leiðir, það er gömul saga og ný,“ segir Andrés og heldur áfram: „Þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að við sjáum fyrir endann á þróun á þessum búnaði sem við erum sátt við, bransinn, lögreglan og eftir því sem ég best veit hefur Persónuvernd samþykkt að notaður verði í þessum tilgangi.“
Verslun Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent