Anníe Mist: Konur eru ekki litlir karlar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir keppir á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í þessari viku. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði nýverið undir nýjan stóran styrktarsamning og það aðeins rúmri viku fyrir heimsleikana í CrossFit. Það eru margir vöruframleiðendur í CrossFit heiminum sem vilja tengja sig við nafn íslensku goðsagnarinnar en eftir eigin rannsóknir og miklar pælingar þá vildi hún bara semja við einn framleiðanda af fæðubótarefnum. Anníe Mist fagnar nýjum samningi sem hún segir sé fullkominn félagi fyrir sig í færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Momentous (@live.momentous) „Um leið og þú skoðar betur þennan framleiðanda þá sérðu af hverju ég valdi hann. Ég hef haft mikinn áhuga á því að fræðast um og kenna sjálfri mér hvernig ég sé best að neita fæðubótarefna í kringum tíðahringinn. Ekki bara fyrir árangur heldur einnig fyrir góða heilsu,“ skrifaði Anníe Mist. Gera rannsóknir fyrir konur „Þetta fyrirtæki er gera nauðsynlegar rannsóknir og sinna fræðslu, ekki síst fyrir konur. Konur eru ekki litlir karlar. Ég er svo stolt að vera komin í samstarf með þessum framleiðanda og get ekki beðið eftir því að við vinnum saman,“ skrifaði Anníe Mist. Það er ljóst að þú kemur ekki að tómum kofanum hjá Anníe Mist hvað varðar fæðubótarefni en hún hefur mikla reynslu af því að finna út hvað reynist henni vel og hvað ekki. Anníe keppti fyrst á heimsleikunum fyrir fjórtán árum og hefur á þessum tíma fylgst afar vel með því sem hún lætur ofan í sig. Nýr samningur hennar vakti athygli Morning Chalk Up miðilsins og ekki síst ákveðni Anníe og vilja bara samning við einn aðila. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég er einstaklingur sem tek mikið af fæðubótarefnum. Miðað við alla pælingarnar sem fara í það hvað ég borða, þá skiptir það líka miklu máli að velta fyrir sér hvaða fæðubótarefni séu best fyrir þig,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í grein Morning Chalk Up. Samningslaus í heilt ár „Ég hef alltaf hugsað mikið um þetta en sérstaklega eftir að ég varð ófrísk af Freyju. Ég velti fyrir mér hvað væri í lagi að taka og hvað ég ætti að taka,“ sagði Anníe Mist. „Ég hafði verið samningslaus í heilt ár þegar kom að fæðubótarefnum en ég hafði verið að nota Momentous. Ég nýt þeirra forréttinda að ég get valið og ég sagði umboðsmanninum mínum að ég væri til í að vinna með Momentous en engum öðrum,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist keppir nú á sínum þrettándu heimsleikum þar af í tólfta sinn í einstaklingskeppninni. Hún varð heimsmeistari 2011 og 2012, í öðru sæti 2010 og 2014 og þriðja árin 2017 og 2021. Anníe hefur lengi við mikil fyrirmynd og hún leggur áherslu á það að hún vilji fræða aðra um réttu fæðubótarefnin. Vill kenna fólki „Ég vil kenna fólki. Ég veit að það eru aðrar góðar og hreinar vörur þarna úti en það eru önnur fyrirtæki sem vilja bara selja eins mikið og mögulegt er. Þau framleiða vörur með það markmið að selja enn meira án þess að hugsa nógu mikið um neytandann. Ég vil fræða fólk um það af hverju þau eiga að taka inn þessi efni, hvenær þau eiga að gera það og hvernig þau græða á því,“ sagði Anníe Mist. Hún vill að fólk átti sig á því og skilji í hverju gróðinn felist að neyta réttu fæðubótarefnanna á réttum tímum. Það má lesa alla greinina hér. Keppni í kvennaflokki á heimsleikunum í ár hefst 3. ágúst og stendur til 6. ágúst næstkomandi. CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Það eru margir vöruframleiðendur í CrossFit heiminum sem vilja tengja sig við nafn íslensku goðsagnarinnar en eftir eigin rannsóknir og miklar pælingar þá vildi hún bara semja við einn framleiðanda af fæðubótarefnum. Anníe Mist fagnar nýjum samningi sem hún segir sé fullkominn félagi fyrir sig í færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Momentous (@live.momentous) „Um leið og þú skoðar betur þennan framleiðanda þá sérðu af hverju ég valdi hann. Ég hef haft mikinn áhuga á því að fræðast um og kenna sjálfri mér hvernig ég sé best að neita fæðubótarefna í kringum tíðahringinn. Ekki bara fyrir árangur heldur einnig fyrir góða heilsu,“ skrifaði Anníe Mist. Gera rannsóknir fyrir konur „Þetta fyrirtæki er gera nauðsynlegar rannsóknir og sinna fræðslu, ekki síst fyrir konur. Konur eru ekki litlir karlar. Ég er svo stolt að vera komin í samstarf með þessum framleiðanda og get ekki beðið eftir því að við vinnum saman,“ skrifaði Anníe Mist. Það er ljóst að þú kemur ekki að tómum kofanum hjá Anníe Mist hvað varðar fæðubótarefni en hún hefur mikla reynslu af því að finna út hvað reynist henni vel og hvað ekki. Anníe keppti fyrst á heimsleikunum fyrir fjórtán árum og hefur á þessum tíma fylgst afar vel með því sem hún lætur ofan í sig. Nýr samningur hennar vakti athygli Morning Chalk Up miðilsins og ekki síst ákveðni Anníe og vilja bara samning við einn aðila. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég er einstaklingur sem tek mikið af fæðubótarefnum. Miðað við alla pælingarnar sem fara í það hvað ég borða, þá skiptir það líka miklu máli að velta fyrir sér hvaða fæðubótarefni séu best fyrir þig,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í grein Morning Chalk Up. Samningslaus í heilt ár „Ég hef alltaf hugsað mikið um þetta en sérstaklega eftir að ég varð ófrísk af Freyju. Ég velti fyrir mér hvað væri í lagi að taka og hvað ég ætti að taka,“ sagði Anníe Mist. „Ég hafði verið samningslaus í heilt ár þegar kom að fæðubótarefnum en ég hafði verið að nota Momentous. Ég nýt þeirra forréttinda að ég get valið og ég sagði umboðsmanninum mínum að ég væri til í að vinna með Momentous en engum öðrum,“ sagði Anníe Mist. Anníe Mist keppir nú á sínum þrettándu heimsleikum þar af í tólfta sinn í einstaklingskeppninni. Hún varð heimsmeistari 2011 og 2012, í öðru sæti 2010 og 2014 og þriðja árin 2017 og 2021. Anníe hefur lengi við mikil fyrirmynd og hún leggur áherslu á það að hún vilji fræða aðra um réttu fæðubótarefnin. Vill kenna fólki „Ég vil kenna fólki. Ég veit að það eru aðrar góðar og hreinar vörur þarna úti en það eru önnur fyrirtæki sem vilja bara selja eins mikið og mögulegt er. Þau framleiða vörur með það markmið að selja enn meira án þess að hugsa nógu mikið um neytandann. Ég vil fræða fólk um það af hverju þau eiga að taka inn þessi efni, hvenær þau eiga að gera það og hvernig þau græða á því,“ sagði Anníe Mist. Hún vill að fólk átti sig á því og skilji í hverju gróðinn felist að neyta réttu fæðubótarefnanna á réttum tímum. Það má lesa alla greinina hér. Keppni í kvennaflokki á heimsleikunum í ár hefst 3. ágúst og stendur til 6. ágúst næstkomandi.
CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira