„Fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 31. júlí 2023 23:01 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét „Við töpuðum bara fyrir mjög góðu Valsliði sem spilaði góðan leik hér eftir að þeir komust yfir en fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 0-4 tap liðsins gegn Val fyrr í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi á upphafsmínútum en Valsmenn tóku fljótlega stjórnina og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Rúnar segist heilt yfir ánægður með frammistöðu sinna manna, en játar sig sigraðan gegn betri andstæðing. „Mér fannst við ná að pressa þá vel og koma þeim í vandræði í uppspilinu þeirra úr öftustu línu. Svo skora þeir, 1-0 og svo í kjölfarið 2-0 rétt fyrir hálfleik sem var slæmt að fá, eftir það var þetta bara mjög erfitt. Ég er samt ánægður að strákarnir, þeir héldu áfram fram á síðustu mínútu að reyna og lögðu á sig vinnu en við töpuðum bara fyrir betra liði, einfalt.“ Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á lokamínútu fyrri hálfleiks færði KR liðið sig ofar á völlinn til að freista þess að minnka muninn. En pressa liðsins var heldur máttlaus og það reyndist Valsmönnum auðvelt að spila sig í gegnum hana. „Við reynum að breyta einhverju og prófa eitthvað nýtt. Sjá hvort við getum ekki haldið áfram að pressa eins og við gerðum í byrjun leiks og koma þeim í smá vandræði. En Valsmenn eru bara með ofboðslega marga góða einstaklega í sínu liði sem geta brotið upp leiki. Þegar við lyftum miðjunni okkur í hápressu í upphafi síðari hálfleiks þá náðu þeir hörkuspili í gegnum miðjuna okkar og upp úr því þriðja markið, þá er þetta náttúrulega bara orðið spurning um að minnka skaðann og gefast ekki alveg upp.“ Rúnar var svo spurður hvort styrkja þyrfti liðið og ef búast mætti við einhverjum sviptingum í leikmannahópi liðsins. „Ég veit það ekki, það er ekkert í kortunum og við erum búnir að vera ánægðir með þennan hóp. Það er ágætis gengi hjá okkur þrátt fyrir að tapa síðustu leikjum gegn efstu liðum deildarinnar. Það sýnir bara muninn, það eru þrjú lið sem eru töluvert betri en flest öll önnur lið í deildinni.“ Hann segir þrjú lið standa öllum ofar í Bestu deildinni, það eru að sjálfsögðu toppliðin; Víkingur, Valur og Breiðablik. KR hefur nú spilað gegn tveimur þeirra og tapað báðum leikjum, næst mæta þeir þriðja liðinu, Breiðablik á Kópavogsvelli. Sá leikur var færður yfir á sunnudag verslunarmannahelgarinnar vegna Evrópuævintýra Breiðabliks en vanalega hafa engir leikir farið fram á þessum degi. „Þessir strákar eru bara á samning, eru í vinnu við að spila fótbolta og þeir verða bara að sætta sig við það. Vonandi verður bara hægt að færa leikinn yfir á laugardag, ef að Blikar og KSÍ eru til í það myndum við frekar vilja spila á laugardag. En við erum ánægðir að íslensk lið séu að standa sig vel í Evrópu“ sagði Rúnar að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Sjá meira
Leikurinn var jafn og spennandi á upphafsmínútum en Valsmenn tóku fljótlega stjórnina og komust tveimur mörkum yfir áður en flautað var til hálfleiks. Rúnar segist heilt yfir ánægður með frammistöðu sinna manna, en játar sig sigraðan gegn betri andstæðing. „Mér fannst við ná að pressa þá vel og koma þeim í vandræði í uppspilinu þeirra úr öftustu línu. Svo skora þeir, 1-0 og svo í kjölfarið 2-0 rétt fyrir hálfleik sem var slæmt að fá, eftir það var þetta bara mjög erfitt. Ég er samt ánægður að strákarnir, þeir héldu áfram fram á síðustu mínútu að reyna og lögðu á sig vinnu en við töpuðum bara fyrir betra liði, einfalt.“ Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á lokamínútu fyrri hálfleiks færði KR liðið sig ofar á völlinn til að freista þess að minnka muninn. En pressa liðsins var heldur máttlaus og það reyndist Valsmönnum auðvelt að spila sig í gegnum hana. „Við reynum að breyta einhverju og prófa eitthvað nýtt. Sjá hvort við getum ekki haldið áfram að pressa eins og við gerðum í byrjun leiks og koma þeim í smá vandræði. En Valsmenn eru bara með ofboðslega marga góða einstaklega í sínu liði sem geta brotið upp leiki. Þegar við lyftum miðjunni okkur í hápressu í upphafi síðari hálfleiks þá náðu þeir hörkuspili í gegnum miðjuna okkar og upp úr því þriðja markið, þá er þetta náttúrulega bara orðið spurning um að minnka skaðann og gefast ekki alveg upp.“ Rúnar var svo spurður hvort styrkja þyrfti liðið og ef búast mætti við einhverjum sviptingum í leikmannahópi liðsins. „Ég veit það ekki, það er ekkert í kortunum og við erum búnir að vera ánægðir með þennan hóp. Það er ágætis gengi hjá okkur þrátt fyrir að tapa síðustu leikjum gegn efstu liðum deildarinnar. Það sýnir bara muninn, það eru þrjú lið sem eru töluvert betri en flest öll önnur lið í deildinni.“ Hann segir þrjú lið standa öllum ofar í Bestu deildinni, það eru að sjálfsögðu toppliðin; Víkingur, Valur og Breiðablik. KR hefur nú spilað gegn tveimur þeirra og tapað báðum leikjum, næst mæta þeir þriðja liðinu, Breiðablik á Kópavogsvelli. Sá leikur var færður yfir á sunnudag verslunarmannahelgarinnar vegna Evrópuævintýra Breiðabliks en vanalega hafa engir leikir farið fram á þessum degi. „Þessir strákar eru bara á samning, eru í vinnu við að spila fótbolta og þeir verða bara að sætta sig við það. Vonandi verður bara hægt að færa leikinn yfir á laugardag, ef að Blikar og KSÍ eru til í það myndum við frekar vilja spila á laugardag. En við erum ánægðir að íslensk lið séu að standa sig vel í Evrópu“ sagði Rúnar að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fleiri fréttir „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti