„Reyndum að róa þá niður en þeir tóku bara bikarinn“ Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2023 10:00 Hluti af Rey Cup meistaraliði Ascent Soccer Vísir/Einar Það er óhætt að segja að lið knattspyrnuakademíu Ascent frá Malaví hafi unnið hug og hjörtu þjóðarinnar á fótboltamótinu Rey Cup um nýliðna helgi en tveir Íslendingar, sem búa í Malaví, ýttu hugmyndinni að komu liðsins, úr vör. „Það má segja að forsaga málsins sé sú að við erum nokkrar íslenskar fjölskyldur, sem búum í Malaví og erum á vegum Utanríkisráðuneytisins þar. Ráðuneytið vinnur þróunarstarf í Malaví, er að byggja skóla, spítala og þess háttar og við erum þarna tveir knattspyrnuáhugamenn sem komumst í kynni við knattspyrnuakademíuna Ascent Soccer. Lengi hefur okkur langað til að gera eitthvað fyrir þessa akademíu. Þegar að Rúrik Gíslason kom til Malaví á sínum tíma, þá heimsótti hann knattspyrnuakademíuna og þá hefur sendiráðið í Malaví verið að fara með akademíuna héröðin þar og gefa þeim styrk til að finna leikmenn, halda mót og gera eitt og annað.“ Jóhann Bragi FjalldalVísir/Skjáskot Það var svo í upphafi þessa árs sem það kviknaði hugmynd hjá félögunum tveimur. „Við förum bara með lið á Rey Cup, hugsuðum við með okkur í samfloti með aðstandendum knattspyrnuakademíunnar. Á þeim tíma var þessu bara hent fram og við höfðum eiginlega enga trú á því að þetta gæti orðið að veruleika. Svo bara einhvern veginn byrjaði boltinn að rúlla. Við höfðum samband við forráðamenn Rey Cup og þeir buðu okkur að koma, það kom svo inn fjársterkur aðili sem borgaði allt flug fyrir leikmenn og þjálfara akademíunnar, við byrjuðum með hópsöfnun og það komu inn fyrir tæki sem vildu styrkja okkur. Það voru allir bara svo jákvæðir í garð þessa verkefnis að á endanum gekk þetta einhvern veginn upp.“ Æfa við frumstæðar aðstæður Þær fótboltalegu aðstæður, sem leikmenn knattspyrnuakademíu Ascent Soccer búa við í Malaví, eru allt aðrar en þær sem leikmenn upplifðu hér á landi á Rey Cup. „Aðstæðurnar í Malaví eru mjög frumstæðar, maður þarf eiginlega bara sjá þær með eigin augum til þess að skilja það. Leikmenn æfa jú á grasi, en grasið er með þúfum upp og niður einhvern veginn og svo þegar að þeir fara keppa þá eru þeir kannski bara að keppa á moldarvöllum og það gæti verið tré á vinstri kanti. Okkar leikmenn höfðu aldrei spilað á gervigrasi fyrir Rey Cup og aðstæðurnar hér eru aðstæður sem leikmönnum Ascent Soccer dreymir um að æfa og spila við.“ Ótrúlegir innan sem utan vallar Það þykir alveg ljóst að þessi reynsla leikmanna Ascent hér á land muni hverfa þeim og skipuleggjendum þessarar ferðar, seint úr minni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt, við erum bara enn að melta þetta því ævintýrið fyrir þessa ungu stráka byrjaði bara þegar að þeir komu hingað til lands fyrir nokkrum dögum síðan. Þið hafið séð þessa stráka, þeir eru bara ótrúlegir innan sem utan vallar. Þeir kvarta ekki yfir neinu og ef þeir eru sparkaðir niður í leik þá standa þeir upp og væla ekki í dómaranum. Þegar að þeir komu til Íslands og fóru í fyrsta fjölmiðlaviðtal sitt, þá vöktu þeir athygli af því að þeir voru að koma frá Afríku, koma frá Malaví. Núna vekja þeir athygli af því að þeir eru að spila einstakan fótbolta og eru að standa sig vel. Þeir eru gríðarlega stoltir af því.“ Jóhann Bragi rifjar þá upp viðtal við Latu Kayria, leikmann Ascent, sem var tekið fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir Rey Cup. Þar sagði Latu: „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það.“ „Við reyndum að róa þá niður en þeir tóku bara bikarinn,“ segir Jóhann Bragi. „Ég trúi þessu varla ennþá.“ Þurftu ekki að hafa áhyggjur af völlunum Leikmenn Ascent Soccer komu, sáu og sigruðu í flokki A-liða í 3. flokki karla á Rey Cup. Liðið vann alla leiki sína á mótinu og fékk ekki á sig mark. „Þetta hefur verið frábært,“ segir Emmanuel Cheyo, einn af leikmönnum Ascent Soccer. „Það hefur verið gaman fyrir okkur að mæta annars konar áskorun inn á fótboltavellinum. Íslensku leikmennirnir eru stórir og sterkir og því höfum þurft að aðlaga okkur til þess að geta spilað okkar leik. Þetta var því virkilega góð áskorun fyrir okkur.“ Latu Kayira, liðsfélagi Emmanuel hjá Ascent tekur undir með honum og segir það hafa verið frábæra upplifun að hafa fengið að spila úrslitaleik mótsins á Laugardalsvelli, hvað þá að vinna úrslitaleikinn sjálfan. „Við vorum mjög glaðir. Þetta var í fyrsta skipti sem við spiluðum á grasvelli í Evrópu en leikir okkar á Rey Cup höfðu verið að fara fram á gervigrasvöllum. Við gátum einbeitt okkur að okkar leik án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vellinum sem við vorum að spila á.“ Og þar snerist athyglin að aðstæðunum heima í Malaví. Hvernig eru aðstæðurnar heima fyrir ykkur til þess að æfa og spila fótbolta? „Hvað varðar mig sjálfan, þá eru aðstæðurnar hjá liðinu mínu aðeins betri en hjá liðum annarra leikmannanna í Malaví,“ svarar Latu. „Áður en ég kom til Ascent var ég vanur því að spila á moldarvöllum. Hjá Ascent höfum við bæði geta spilað á grasvöllum en einnig stærri völlum og með því náð að þróa okkar leik.“ Hann vildi óska þess að allt ungt knattspyrnufólk í Malavíu gætu æft og spilað fótbolta við þannig aðstæður. „Aðstæðurnar fyrir marga eru því miður ekki nægilega góðar og leikmenn þurfa að spila á moldarvöllum. Ég vildi óska þess að ég gæti bætt aðstæðurnar fyrir þau svo að fótboltinn í Malaví gæti tekið fleiri skref fram á við.“ Hrósa íslensku leikmönnunum Emmanuel segir dvölina á Íslandi hafa verið frábæra. „Við höfum kynnst landi og þjóð, séð hafið, farið í Fly Over Iceland og gert margt annað. Þá hefur verið gaman að kynnast nýjum krökkum, mynda ný sambönd.“ Og þá ber að hrósa andstæðingum liðsins frá Íslandi sem hafa sýnt þeim einstaka velvild og hlýju á mótinu svo eftir er tekið, bæði hjá leikmönnum Ascent Soccer sem og aðstandendum akademíunnar. „Við höfum fundið fyrir góðmennsku þeirra. Þrátt fyrir að við hefðum borið sigur úr býtum gegn þeim, þá komu leikmenn liðanna, tóku í hendurnar á okkur og þökkuðu okkur fyrir leikinn. Hér eru allir mjög vinalegir og þyrstir í að vita meira um Malaví.“ ReyCup Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
„Það má segja að forsaga málsins sé sú að við erum nokkrar íslenskar fjölskyldur, sem búum í Malaví og erum á vegum Utanríkisráðuneytisins þar. Ráðuneytið vinnur þróunarstarf í Malaví, er að byggja skóla, spítala og þess háttar og við erum þarna tveir knattspyrnuáhugamenn sem komumst í kynni við knattspyrnuakademíuna Ascent Soccer. Lengi hefur okkur langað til að gera eitthvað fyrir þessa akademíu. Þegar að Rúrik Gíslason kom til Malaví á sínum tíma, þá heimsótti hann knattspyrnuakademíuna og þá hefur sendiráðið í Malaví verið að fara með akademíuna héröðin þar og gefa þeim styrk til að finna leikmenn, halda mót og gera eitt og annað.“ Jóhann Bragi FjalldalVísir/Skjáskot Það var svo í upphafi þessa árs sem það kviknaði hugmynd hjá félögunum tveimur. „Við förum bara með lið á Rey Cup, hugsuðum við með okkur í samfloti með aðstandendum knattspyrnuakademíunnar. Á þeim tíma var þessu bara hent fram og við höfðum eiginlega enga trú á því að þetta gæti orðið að veruleika. Svo bara einhvern veginn byrjaði boltinn að rúlla. Við höfðum samband við forráðamenn Rey Cup og þeir buðu okkur að koma, það kom svo inn fjársterkur aðili sem borgaði allt flug fyrir leikmenn og þjálfara akademíunnar, við byrjuðum með hópsöfnun og það komu inn fyrir tæki sem vildu styrkja okkur. Það voru allir bara svo jákvæðir í garð þessa verkefnis að á endanum gekk þetta einhvern veginn upp.“ Æfa við frumstæðar aðstæður Þær fótboltalegu aðstæður, sem leikmenn knattspyrnuakademíu Ascent Soccer búa við í Malaví, eru allt aðrar en þær sem leikmenn upplifðu hér á landi á Rey Cup. „Aðstæðurnar í Malaví eru mjög frumstæðar, maður þarf eiginlega bara sjá þær með eigin augum til þess að skilja það. Leikmenn æfa jú á grasi, en grasið er með þúfum upp og niður einhvern veginn og svo þegar að þeir fara keppa þá eru þeir kannski bara að keppa á moldarvöllum og það gæti verið tré á vinstri kanti. Okkar leikmenn höfðu aldrei spilað á gervigrasi fyrir Rey Cup og aðstæðurnar hér eru aðstæður sem leikmönnum Ascent Soccer dreymir um að æfa og spila við.“ Ótrúlegir innan sem utan vallar Það þykir alveg ljóst að þessi reynsla leikmanna Ascent hér á land muni hverfa þeim og skipuleggjendum þessarar ferðar, seint úr minni. „Þetta er búið að vera alveg ótrúlegt, við erum bara enn að melta þetta því ævintýrið fyrir þessa ungu stráka byrjaði bara þegar að þeir komu hingað til lands fyrir nokkrum dögum síðan. Þið hafið séð þessa stráka, þeir eru bara ótrúlegir innan sem utan vallar. Þeir kvarta ekki yfir neinu og ef þeir eru sparkaðir niður í leik þá standa þeir upp og væla ekki í dómaranum. Þegar að þeir komu til Íslands og fóru í fyrsta fjölmiðlaviðtal sitt, þá vöktu þeir athygli af því að þeir voru að koma frá Afríku, koma frá Malaví. Núna vekja þeir athygli af því að þeir eru að spila einstakan fótbolta og eru að standa sig vel. Þeir eru gríðarlega stoltir af því.“ Jóhann Bragi rifjar þá upp viðtal við Latu Kayria, leikmann Ascent, sem var tekið fyrir kvöldfréttir Stöðvar 2 fyrir Rey Cup. Þar sagði Latu: „Við vonumst til að vinna mótið og fara með bikarinn til Afríku. Við erum fullvissir um að okkur takist það.“ „Við reyndum að róa þá niður en þeir tóku bara bikarinn,“ segir Jóhann Bragi. „Ég trúi þessu varla ennþá.“ Þurftu ekki að hafa áhyggjur af völlunum Leikmenn Ascent Soccer komu, sáu og sigruðu í flokki A-liða í 3. flokki karla á Rey Cup. Liðið vann alla leiki sína á mótinu og fékk ekki á sig mark. „Þetta hefur verið frábært,“ segir Emmanuel Cheyo, einn af leikmönnum Ascent Soccer. „Það hefur verið gaman fyrir okkur að mæta annars konar áskorun inn á fótboltavellinum. Íslensku leikmennirnir eru stórir og sterkir og því höfum þurft að aðlaga okkur til þess að geta spilað okkar leik. Þetta var því virkilega góð áskorun fyrir okkur.“ Latu Kayira, liðsfélagi Emmanuel hjá Ascent tekur undir með honum og segir það hafa verið frábæra upplifun að hafa fengið að spila úrslitaleik mótsins á Laugardalsvelli, hvað þá að vinna úrslitaleikinn sjálfan. „Við vorum mjög glaðir. Þetta var í fyrsta skipti sem við spiluðum á grasvelli í Evrópu en leikir okkar á Rey Cup höfðu verið að fara fram á gervigrasvöllum. Við gátum einbeitt okkur að okkar leik án þess að þurfa að hafa áhyggjur af vellinum sem við vorum að spila á.“ Og þar snerist athyglin að aðstæðunum heima í Malaví. Hvernig eru aðstæðurnar heima fyrir ykkur til þess að æfa og spila fótbolta? „Hvað varðar mig sjálfan, þá eru aðstæðurnar hjá liðinu mínu aðeins betri en hjá liðum annarra leikmannanna í Malaví,“ svarar Latu. „Áður en ég kom til Ascent var ég vanur því að spila á moldarvöllum. Hjá Ascent höfum við bæði geta spilað á grasvöllum en einnig stærri völlum og með því náð að þróa okkar leik.“ Hann vildi óska þess að allt ungt knattspyrnufólk í Malavíu gætu æft og spilað fótbolta við þannig aðstæður. „Aðstæðurnar fyrir marga eru því miður ekki nægilega góðar og leikmenn þurfa að spila á moldarvöllum. Ég vildi óska þess að ég gæti bætt aðstæðurnar fyrir þau svo að fótboltinn í Malaví gæti tekið fleiri skref fram á við.“ Hrósa íslensku leikmönnunum Emmanuel segir dvölina á Íslandi hafa verið frábæra. „Við höfum kynnst landi og þjóð, séð hafið, farið í Fly Over Iceland og gert margt annað. Þá hefur verið gaman að kynnast nýjum krökkum, mynda ný sambönd.“ Og þá ber að hrósa andstæðingum liðsins frá Íslandi sem hafa sýnt þeim einstaka velvild og hlýju á mótinu svo eftir er tekið, bæði hjá leikmönnum Ascent Soccer sem og aðstandendum akademíunnar. „Við höfum fundið fyrir góðmennsku þeirra. Þrátt fyrir að við hefðum borið sigur úr býtum gegn þeim, þá komu leikmenn liðanna, tóku í hendurnar á okkur og þökkuðu okkur fyrir leikinn. Hér eru allir mjög vinalegir og þyrstir í að vita meira um Malaví.“
ReyCup Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira