Sport

Beint frá heimsleikunum: Breki og Bergrós hefja keppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bergrós Björnsdóttir og Breki Þórðarson eru búin að skrá sig inn og fá allan keppnisfatnaðinn.
Bergrós Björnsdóttir og Breki Þórðarson eru búin að skrá sig inn og fá allan keppnisfatnaðinn. Instagram/@brekibjola, @bergrosbjornsdottir

Bergrós Björnsdóttir og Breki Þórðarson eru fyrstu Íslendingarnir sem hefja keppni á heimsleikunum í CrossFit í ár.

Þau eru tvö af fimm keppendum frá Íslandi á leikunum en keppni í karlaflokki og kvennaflokki hefst á fimmtudaginn en þar keppa Anníe Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir.

Keppni í aldursflokkum og flokkum fatlaðra hefst hins vegar í dag og þar taka Bergrós og Breki bæði þátt.

Bergrós er meðal tíu stelpna sem keppa um heimsmeistaratitilinn í flokki sextán til sautján ára.

Breki er meðal fimm sem keppa um heimsmeistaratitilinn í Upper Extremity flokki en hann er einhentur.

Breki er að keppa við tvo Bandaríkjamenn, einn Frakka og einn Spánverja.

Bergrós er að keppa við sex bandarískar stelpur, einn Tékka, einn Spánverja og einn Íra. Bergrós er bara sextán ára og því enn á yngri ári í flokknum.

Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá keppni á fyrsta degi en þá fara fram þrjár greinar. Keppni dagsins hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×