Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:31 Hestarnir fóru allir í íslenskum ullarsokkum í flugið í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Hestar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Hestar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira