Landsliðshestarnir flognir af landi brott í ullarsokkum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2023 20:31 Hestarnir fóru allir í íslenskum ullarsokkum í flugið í gærkvöldi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Margir af bestu hestum landsins flugu í gærkvöldi til Belgíu og voru keyrðir þaðan til Hollands í dag þar sem heimsmeistaramót íslenska hestsins fer fram. Hestarnir eiga ekki afturkvæmt til Íslands. Allir hestarnir voru klæddir íslenskum ullarsokkum fyrir flugið og í fluginu. Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Hestar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Bílar með hestakerrum voru áberandi á Cargo flugsvæðinu við Leifsstöð síðdegis í gær þegar komið var með keppnishestana og þeir settir í sérstaka gáma fyrir flugið. Heimsmeistaramótið hefst þriðjudaginn 8. ágúst og stendur til 12. ágúst. „Við erum að sjá um pappírsvinnu og dýralæknapappíra og allt sem því fylgir og svona að reyna að leiðsegja fólki eins og við getum og miðla okkar reynslu af því,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, útflytjandi og ræktandi íslenskra hesta á Grænhóli í Ölfusi og bætir við. Kristbjörg Eyvindsdóttir útflytjandi og ræktandi á Grænhóli í Ölfusi. „Þetta er mikil lyftistöng fyrir íslenska hestinn þetta mót og ef vel tekst til þá er þetta bara mjög stór markaðssetning, sem fylgir þessu.” Það vakti athygli að allir hestarnir voru klæddir í ullarsokka en það var gert til að verja hófana þeirra og fætur í fluginu. Og auðvitað er erfitt að kveðja hestana í gær. „Jú, þetta eru mikil tilfinningamál, blendnar tilfinningar. Það er nú það erfiða við þetta allt, hitt er hugmyndafræðin á bak við þetta og verkefnin eru frábær en það erfiða er að kveðja,” segir Daníel Gunnarsson knapi á Einingu frá Einhamri. Daníel Gunnarsson, sem mun keppa á Einingu frá Einhamri.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er svona súrsætt en þetta er á sama tíma ótrúlega skemmtilegt en líka mjög erfitt. Þetta er samt bara partur af leiknum núna og eitthvað, sem maður er búin að sætta sig við líka,” segir Glódís Rún Sigurðardóttir knapi á Sölku frá Efri Brún. Glódís Rún Sigurðardóttir, sem keppir á Sölku frá Efri Brún.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Benedikt Ólafsson mun keppa á Leiru Björk frá Naustum III en hann keypti merina fyrir fermingarpeninginn sinn á sínum tíma. „Já, hún er búin að margfaldast í verði, sem er mjög gaman og ég greinilega mjög góð viðskipti að kaupa hana á sínum tíma,” segir Benedikt alsæll. Benedikt Ólafsson, sem mun keppa á Leiru Björk frá Naustum IIIMagnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur sjaldan eða aldrei verið fluttur út eins dýr hestafarmur og í gærkvöldi. Rætt var um það á staðnum að andvirði hestanna gæti verið einhverjar 250 til 300 milljónir króna þó engin hefði viljað staðfesta þær tölur. „Það eru nokkrar kúlur svona til að leika sér með. Flestir hestarnir eru seldir þannig að staðan er bara virkilega góð og mjög spennandi tímar fram undan,” segir Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar LH. Grænhóli í Ölfusi. Kristinn Skúlason, formaður landsliðsnefndar Landssambands hestamanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög vel fór um hestana í gámunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Hestar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira