Ása búin að tala við Rex Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. ágúst 2023 23:30 Ása sótti um skilnað. Að sögn lögmanns hennar er hætta á að hún flækist inn í skaðabótamál vegna sameiginlegs fjárhags. Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu. Þetta staðfesti Robert Macedonio, lögmaður Ásu, í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. „Þetta hafa verið mjög stutt samtöl. Allt er tekið upp. Hún má ekkert ræða um efni ákærunnar og lögmenn hans vilja það ekki heldur,“ sagði Macedonio. Ása sjálf hefur ekki verið ákærð og er ekki talin hafa átt neinn þátt í morðunum sem kennd eru við Gilgo ströndina þar sem lík ellefu manneskja hafa fundist. Saksóknarar málsins telja að hún hafi verið utanbæjar í öll skiptin sem morðin voru framin. Ása hefur þegar sótt um skilnað frá Heuermann og hefur undirritað pappíra þess efnis á sýslumannsskrifstofu í Long Island. Gæti flækst í málaferli Að sögn Macedonio snýst skilnaðurinn hins vegar ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur er hann gerður strax til að tryggja að Ása flækist ekki inn í málaferli. Það er væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. „Við búumst við að það verði málaferli, fjárhagsleg mál sem hún gæti flækst inn í,“ sagði Macedonio. „Hún þarf að einblína á sjálfa sig og börnin sín til að komast í gegnum þetta. Réttarhöldin gætu tekið tvö eða þrjú ár og hún verður að halda áfram með líf sitt og barna sinna. Hvernig sem þetta fer þá mun hún taka á því á þeim tíma.“ Rúm milljón krónur safnast Heimili Ásu og Rex í Massapequa Park hefur verið nær eyðilagt í leit lögreglunnar að sönnunargögnum. Ekki nóg með að húsgögn eins og rúm og sófar hafi verið tættir í sundur. Þá hafa gólffjalir og klæðningar á veggjum verið rifnar af. Ása og fjölskylda hennar hafa fengið stuðning frá fjölskyldu raðmorðingjans Keith Jesperson, sem kallaður var broskalla morðinginn (Happy Face Killer). Melissa Moore, dóttir Jepserson, hóf hópfjármögnun fyrir Ásu og hafa þegar safnast meira en 8 þúsund Bandaríkjadalir, eða rúm ein milljón króna. Alls hafa 250 manns gefið til söfnunarinnar. „Hún er ábyggilega ein af fáum sem hafa verið í sömu sporum og Ása, en faðir hennar var handtekinn og dæmdur fyrir að myrða að minnsta kosti átta konur,“ sagði Macedonio um Moore. Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaunin Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Þetta staðfesti Robert Macedonio, lögmaður Ásu, í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. „Þetta hafa verið mjög stutt samtöl. Allt er tekið upp. Hún má ekkert ræða um efni ákærunnar og lögmenn hans vilja það ekki heldur,“ sagði Macedonio. Ása sjálf hefur ekki verið ákærð og er ekki talin hafa átt neinn þátt í morðunum sem kennd eru við Gilgo ströndina þar sem lík ellefu manneskja hafa fundist. Saksóknarar málsins telja að hún hafi verið utanbæjar í öll skiptin sem morðin voru framin. Ása hefur þegar sótt um skilnað frá Heuermann og hefur undirritað pappíra þess efnis á sýslumannsskrifstofu í Long Island. Gæti flækst í málaferli Að sögn Macedonio snýst skilnaðurinn hins vegar ekki aðeins um brotið traust hjónanna heldur er hann gerður strax til að tryggja að Ása flækist ekki inn í málaferli. Það er væntanleg skaðabótamál sem fjölskyldur hinna myrtu gætu höfðað á hendur Heuermann. „Við búumst við að það verði málaferli, fjárhagsleg mál sem hún gæti flækst inn í,“ sagði Macedonio. „Hún þarf að einblína á sjálfa sig og börnin sín til að komast í gegnum þetta. Réttarhöldin gætu tekið tvö eða þrjú ár og hún verður að halda áfram með líf sitt og barna sinna. Hvernig sem þetta fer þá mun hún taka á því á þeim tíma.“ Rúm milljón krónur safnast Heimili Ásu og Rex í Massapequa Park hefur verið nær eyðilagt í leit lögreglunnar að sönnunargögnum. Ekki nóg með að húsgögn eins og rúm og sófar hafi verið tættir í sundur. Þá hafa gólffjalir og klæðningar á veggjum verið rifnar af. Ása og fjölskylda hennar hafa fengið stuðning frá fjölskyldu raðmorðingjans Keith Jesperson, sem kallaður var broskalla morðinginn (Happy Face Killer). Melissa Moore, dóttir Jepserson, hóf hópfjármögnun fyrir Ásu og hafa þegar safnast meira en 8 þúsund Bandaríkjadalir, eða rúm ein milljón króna. Alls hafa 250 manns gefið til söfnunarinnar. „Hún er ábyggilega ein af fáum sem hafa verið í sömu sporum og Ása, en faðir hennar var handtekinn og dæmdur fyrir að myrða að minnsta kosti átta konur,“ sagði Macedonio um Moore.
Bandaríkin Gilgo Beach-raðmorðinginn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00 Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36 Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54 Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11 Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06 Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaunin Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Ása þreytt á áreiti gulu pressunnar við heimili hennar Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona meinta Gilgo Beach-raðmorðingjans Rex Heuermann, sást fyrir framan hús þeirra í bænum Massapequa Park í New York fylki í gærmorgun. Þegar fréttamenn gáfu sig á tal við hana við húsið brást hún ósátt við og lyfti löngutöng. 28. júlí 2023 08:00
Heuermann til rannsóknar vegna fjögurra morða í Atlantic City Lögreglan í Bandaríkjunum er nú með það til rannsóknar hvort að Rex Heuermann hafi myrt fjórar konur í borginni Atlantic City í New Jersey árið 2006. Heuermann heimsótti borgina oft og fór á nektardansklúbba. 27. júlí 2023 11:36
Sekta fólk sem tekur myndir af húsi Heuermann Lögreglan í Nassau sýslu í New York hefur ákveðið að sekta þá sem stoppa og mynda hús Rex Hauermann sem grunaður er um að vera raðmorðingi. Sektin er 150 dollarar, eða 20 þúsund krónur. 26. júlí 2023 10:54
Sækir um skilnað frá grunuðum raðmorðingja Íslensk kona sem gift er grunuðum raðmorðingja hefur sótt um skilnað. Ása Guðbjörg Ellerup er gift Rex Heuermann en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu í „Gilgo Beach morðunum“ svokölluðu. 20. júlí 2023 10:11
Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni. 14. júlí 2023 22:06