Ísak fórnaði nefinu til að skora en höfuðið í lagi Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 07:29 Ísak Snær Þorvaldsson skall illa saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði en var engu að síður glaður eftir leik. Twitter/@RBKfotball „Það er allt þess virði fyrst við komumst áfram, þó að maður sé með skurð og brotið nef,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson sem nefbrotnaði en skoraði samt í fyrsta leik sínum fyrir Rosenborg í tæpa þrjá mánuði. Ísak hafði ekki getað spilað fótbolta í sumar vegna höfuðmeiðsla en sneri aftur til leiks í gær þegar Rosenborg sló út Crusaders frá Norður-Írlandi í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, með 3-2 sigri í framlengdum leik. Ísak kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo í framlengingunni, en um leið og hann skoraði skall hann saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði. Isak ofrer ALT for å få den ballen i mål pic.twitter.com/ocVFQzj3Gq— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 „Ég var að sjá mynd af þessu og sá að ég skall með höfuðið í höfuð markvarðarins. Ég hélt að þetta hefði verið olnboginn en á myndinni sést að það er höfuðið. En ég skoraði markið svo ég er glaður,“ sagði Ísak glaðbeittur í viðtali við heimasíðu Rosenborgar, ánægður með að vera farinn að spila aftur þrátt fyrir óhappið í gær. Bara brotið nef og skurður „Þetta hefur verið erfitt og svekkjandi, mikið af æfingum, en allt þess virði á endanum. Maður er að leggja hart að sér til að geta spilað fyrir framan fólkið hérna,“ sagði Ísak. - Nesen er brukket, men det er verdt det når vi går videre, sier Isak Thorvaldsson. Islendingen ofret nesen da han headet inn Rosenborgs andre i den dramatiske 3-2-seieren over Crusaders. pic.twitter.com/Ycx2Kt8O0n— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 Eflaust óttast einhverjir að Ísak þurfi tíma til að jafna sig eftir höggið í gær, sérstaklega þar sem að hann hefur verið svo lengi frá vegna höfuðmeiðsla, en Ísak ætlar sér að mæta Haugesund strax á sunnudaginn: „Ég held að þetta hafi ekki verið neinn heilahristingur, svo ég verð vonandi aftur með á sunnudaginn. Þetta er bara brotið nef og smáskurður við augað, en allt í góðu.“ Rosenborg mætir svo Hearts frá Skotlandi í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og er fyrri leikurinn í Noregi í næstu viku. Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Ísak hafði ekki getað spilað fótbolta í sumar vegna höfuðmeiðsla en sneri aftur til leiks í gær þegar Rosenborg sló út Crusaders frá Norður-Írlandi í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu, með 3-2 sigri í framlengdum leik. Ísak kom inn á undir lok venjulegs leiktíma og skoraði svo í framlengingunni, en um leið og hann skoraði skall hann saman við markvörð Crusaders og nefbrotnaði. Isak ofrer ALT for å få den ballen i mål pic.twitter.com/ocVFQzj3Gq— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 „Ég var að sjá mynd af þessu og sá að ég skall með höfuðið í höfuð markvarðarins. Ég hélt að þetta hefði verið olnboginn en á myndinni sést að það er höfuðið. En ég skoraði markið svo ég er glaður,“ sagði Ísak glaðbeittur í viðtali við heimasíðu Rosenborgar, ánægður með að vera farinn að spila aftur þrátt fyrir óhappið í gær. Bara brotið nef og skurður „Þetta hefur verið erfitt og svekkjandi, mikið af æfingum, en allt þess virði á endanum. Maður er að leggja hart að sér til að geta spilað fyrir framan fólkið hérna,“ sagði Ísak. - Nesen er brukket, men det er verdt det når vi går videre, sier Isak Thorvaldsson. Islendingen ofret nesen da han headet inn Rosenborgs andre i den dramatiske 3-2-seieren over Crusaders. pic.twitter.com/Ycx2Kt8O0n— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) August 3, 2023 Eflaust óttast einhverjir að Ísak þurfi tíma til að jafna sig eftir höggið í gær, sérstaklega þar sem að hann hefur verið svo lengi frá vegna höfuðmeiðsla, en Ísak ætlar sér að mæta Haugesund strax á sunnudaginn: „Ég held að þetta hafi ekki verið neinn heilahristingur, svo ég verð vonandi aftur með á sunnudaginn. Þetta er bara brotið nef og smáskurður við augað, en allt í góðu.“ Rosenborg mætir svo Hearts frá Skotlandi í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar og er fyrri leikurinn í Noregi í næstu viku.
Sambandsdeild Evrópu Norski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjá meira