Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2023 09:27 Watkins á sviði með Lostprophets, áður en komst upp um viðurstyggilega glæpi hans. Andrew Benge/Getty Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Heimildir breska dægurmiðilsins Mirror herma að Watkins hafi fundist í klefa sínum illa farinn eftir að hafa verið barinn og stunginn af samföngum sínum. Hann sé í bráðri lífshættu á sjúkrahúsi og megi teljast heppinn lifi hann af. Samfangar Watkins eru sagðir hafa náð að króa hann af inni í klefa hans vegna þess að færri fangaverðir starfa í HMP Wakefield fangelsinu, þar sem harðsvíruðustu fangar Bretlands afplána, nú yfir sumartímann. Watkins hafi um árabil verið sem gangandi skotmark annarra fanga vegna eðlis glæpa hans. Fleiri miðlar í Bretlandi hafa fengið það staðfest hjá lögreglu og fangelsismálayfirvöldum að mál sem kom upp í fangelsinu í gær sé til rannsóknar. Ekki sé hægt að greina frekar frá því að svo stöddu. Fékk aðdáendur til að brjóta gegn eigin börnum Hann var árið 2013 dæmdur til 29 ára langrar fangelsisvistar eftir að hafa gengist við því að fremja gróf kynferðisbrot gegn börnum. Þá mun hann afplána sex ár til viðbótar á reynslulausn lifi hann af. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhöldunum en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins bar við minnisleysi í þeim ákærulið. Hljómsveit Watkins, Lostprophets, var stofnuð árið 1997 og gaf út fimm breiðskífur, þar af eina sem komst á topp vinsældarlistans í Bretlandi. Hljómsveitin seldi milljónir platna og fyllti iðullega stóra tónleikastaði. Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tónlist Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskylda Watkins er miður sín og reið „Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir Jon Davies, stjúpfaðir Ian Watkins. 19. desember 2013 09:58 Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð Tvær konur dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 18. desember 2013 14:39 Lögreglan vissi af barnagirnd Watkins Lögreglan í Suður Wales situr undir ásökunum fyrir að hafa ekki stoppað rokksöngvarann Ian Watkins fyrr. 27. nóvember 2013 13:11 HMV fjarlægir tónlist barnaníðingsins Plötur hljómsveitarinnar Lostprophets teknar úr sölu. 29. nóvember 2013 13:55 Lostprophets söngvarinn Ian Watkins játar sekt í ógeðslegu barnaníðsmáli Rokksöngvarinn Ian Watkins játaði í dag sekt sína í afar ógeðfelldu máli er varðar barnaníð að verstu sort. 26. nóvember 2013 17:05 Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð Ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir brot gegn tæplega ársgömlu barni. 3. júní 2013 20:42 Réttað yfir rokksöngvara í sumar Sagður hafa ætlað að nauðga ársgömlu barni. 11. mars 2013 19:51 Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum. 26. nóvember 2013 18:59 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Heimildir breska dægurmiðilsins Mirror herma að Watkins hafi fundist í klefa sínum illa farinn eftir að hafa verið barinn og stunginn af samföngum sínum. Hann sé í bráðri lífshættu á sjúkrahúsi og megi teljast heppinn lifi hann af. Samfangar Watkins eru sagðir hafa náð að króa hann af inni í klefa hans vegna þess að færri fangaverðir starfa í HMP Wakefield fangelsinu, þar sem harðsvíruðustu fangar Bretlands afplána, nú yfir sumartímann. Watkins hafi um árabil verið sem gangandi skotmark annarra fanga vegna eðlis glæpa hans. Fleiri miðlar í Bretlandi hafa fengið það staðfest hjá lögreglu og fangelsismálayfirvöldum að mál sem kom upp í fangelsinu í gær sé til rannsóknar. Ekki sé hægt að greina frekar frá því að svo stöddu. Fékk aðdáendur til að brjóta gegn eigin börnum Hann var árið 2013 dæmdur til 29 ára langrar fangelsisvistar eftir að hafa gengist við því að fremja gróf kynferðisbrot gegn börnum. Þá mun hann afplána sex ár til viðbótar á reynslulausn lifi hann af. Meðal annars fékk hann aðdáendur sína, tvær konur, til þess að misnota sín eigin börn til þess að geðjast honum. SMS-skilaboð sem Watkins sendi annarri konunni voru lesin upp í réttarhöldunum en þar sagði Watkins: „Ef þú tilheyrir mér, þá gerir barnið þitt það líka.“ Sönnunargögn, myndir og myndbönd sem sýna börn beitt grófu kynferðislegu ofbeldi fundust í tölvum og símum Watkins. Eitt af myndböndunum sýnir eins árs gamalt barn beitt grófu ofbeldi en Watkins bar við minnisleysi í þeim ákærulið. Hljómsveit Watkins, Lostprophets, var stofnuð árið 1997 og gaf út fimm breiðskífur, þar af eina sem komst á topp vinsældarlistans í Bretlandi. Hljómsveitin seldi milljónir platna og fyllti iðullega stóra tónleikastaði.
Ofbeldi gegn börnum Erlend sakamál Tónlist Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskylda Watkins er miður sín og reið „Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir Jon Davies, stjúpfaðir Ian Watkins. 19. desember 2013 09:58 Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð Tvær konur dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 18. desember 2013 14:39 Lögreglan vissi af barnagirnd Watkins Lögreglan í Suður Wales situr undir ásökunum fyrir að hafa ekki stoppað rokksöngvarann Ian Watkins fyrr. 27. nóvember 2013 13:11 HMV fjarlægir tónlist barnaníðingsins Plötur hljómsveitarinnar Lostprophets teknar úr sölu. 29. nóvember 2013 13:55 Lostprophets söngvarinn Ian Watkins játar sekt í ógeðslegu barnaníðsmáli Rokksöngvarinn Ian Watkins játaði í dag sekt sína í afar ógeðfelldu máli er varðar barnaníð að verstu sort. 26. nóvember 2013 17:05 Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð Ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir brot gegn tæplega ársgömlu barni. 3. júní 2013 20:42 Réttað yfir rokksöngvara í sumar Sagður hafa ætlað að nauðga ársgömlu barni. 11. mars 2013 19:51 Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum. 26. nóvember 2013 18:59 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Fjölskylda Watkins er miður sín og reið „Ég myndi glaður eyða klukkutíma í hrista hann til og hrinda honum til og frá í fangaklefanum,“ segir Jon Davies, stjúpfaðir Ian Watkins. 19. desember 2013 09:58
Watkins í 35 ára fangelsi fyrir barnaníð Tvær konur dæmdar í 14 og 17 ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu. 18. desember 2013 14:39
Lögreglan vissi af barnagirnd Watkins Lögreglan í Suður Wales situr undir ásökunum fyrir að hafa ekki stoppað rokksöngvarann Ian Watkins fyrr. 27. nóvember 2013 13:11
HMV fjarlægir tónlist barnaníðingsins Plötur hljómsveitarinnar Lostprophets teknar úr sölu. 29. nóvember 2013 13:55
Lostprophets söngvarinn Ian Watkins játar sekt í ógeðslegu barnaníðsmáli Rokksöngvarinn Ian Watkins játaði í dag sekt sína í afar ógeðfelldu máli er varðar barnaníð að verstu sort. 26. nóvember 2013 17:05
Rokksöngvari neitar ásökunum um barnaníð Ákærður ásamt tveimur öðrum fyrir brot gegn tæplega ársgömlu barni. 3. júní 2013 20:42
Quarashi ferðaðist með barnaníðingnum Watkins Hljómsveitin Quarashi fór í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Lostprophets. Söngvari Lostprophets, Ian Watkins, játaði í dag að hafa framið fjölda kynferðisbrota gegn börnum. 26. nóvember 2013 18:59
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent