Opnar sig um líkamsskynjunarröskun og lýtaaðgerðir Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. ágúst 2023 15:00 Robbie Williams opnaði sig nýlega um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur. EPA/Guillaume Horcajuelo Söngvarinn Robbie Williams opnaði sig í síðasta mánuði um glímu sína við líkamsskynjunarröskun og sjálfshatur vegna slæmrar líkamsímyndar. Í gær greindi hann frá því að hann hygðist fara í lýtaaðgerðir til að laga sokkin augu sín. Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams) Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Williams greindi frá áralangri glímu sinni við líkamsskynjunarröskun (e. body dysmorphia) á Instagram-síðu sinni í síðasta mánuði. Líkamsskynjunarröskun er geðröskun sem einkennist af áleitnum hugsunum um útlitsgalla sem er þó ekki til staðar. Nú á sunnudag greindi hann frá fyrirhuguðum lýtaaðgerðum sínum í leit að hinum fullkomna líkama. „Allir horfa á lýtaaðgerðir og segja Guð nei, ekki gera það. En enginn sér góðar lýtaagerðir af því maður tekur ekki eftir þeim. Flestir í mínum bransa hafa farið í mjög góðar lýtaaðgerðir,“ sagði hann við The Sun. „Ég vil smá fyllingu í augun af því ég lít út fyrir að vera með sokkin augu. Það er fullt af hlutum sem við þurfum ekki sem við fáum okkur samt,“ sagði hann. Þá greindi hann einnig frá því að hann vildi halda hárinu sínu eins lengi og hann gæti. Hann hefði tvisvar reynt að fara í hárígræðslu en fengið neitun í bæði skiptin. Átakanleg barátta við slæma líkamsímynd Williams birti 17. júlí síðastliðinn færslu á Instagram. Á myndinni mátti sjá tvær teiknaðar fígurar þar sem önnur segir „Þetta hefur gengið of langt“ á meðan hin segir „Æjj, guð blessi þig“. Fyrir ofan fígúrurnar stóð „Fyrirmyndarlíkamsþyngd mín er að fólk hafi áhyggjur af mér“. Við færsluna skrifaði William langan texta um líkamsímynd sína í gegnum tíðina og sagðist vera með líkamsskynjunarröskun. Myndin sem Williams birti á Instagram-síðu sinni.Instagram „Ég gæti skrifað bók um sjálfshatur hvað varðar líkamsímynd mína. Algjört sjálfshatur, ljótleikinn við að líða ljótum,“ sagði Williams meðal annars í færslunni. „Þið getið ímyndað ykkur hvað hugur minn sér. Eða þið getið það kannski ekki, hvort sem er þá er þetta fokking hörmung. Þessa stundina er ég mjór... En verandi ég, hugsar heilinn Fokking frábært Rob, þér tókst að verða mjór og núna ertu orðinn gamall, til hamingju, golf-klapp.“ „Baráttan er raunveruleg, sorgin átakanleg. Ég hef haft þetta allt mitt líf. Og þetta mun ekki minnka,“ sagði hann einnig. Hér fyrir neðan má sjá færsluna í heild sinni. View this post on Instagram A post shared by Robbie Williams (@robbiewilliams)
Bretland Lýtalækningar Hollywood Tengdar fréttir Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50 Mest lesið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. 15. júlí 2019 13:50