Björgvin Karl píndi sig fyrir peningana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2023 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson þurfti að berjast í gegnum bakmeiðsli á þessum heimsleikum. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson náði að klára heimsleikana í CrossFit og tryggja sér ellefta sætið þrátt fyrir að vera glíma við þráðlát bakmeiðsli í allt sumar. Björgvin Karl sagði frá meiðslum sínum eftir slaka grein þar sem hann endaði í 30. sæti og var augljóslega langt frá sínu besta. Björgvin viðurkenndi þá að það væru peningaverðlaunin sem héldu meiddum Björgvini gangandi en hann er atvinnumaður í CrossFit og allt tímabilið miðast við það að uppskera á heimsleikunum. „Mér líður ömurlega ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson í samtali við fréttakonu Talking Elite Fitness. Hún vildi fá að vita hvað væri í gangi hjá okkar manni. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) „Ég hef verið meiddur í allt sumar eða síðan á undanúrslitamótinu. Ég hef kannski náð einni lyftingaræfingu á fjórum síðustu mánuðum,“ sagði Björgvin Karl sem er meiddur í baki. En hvað er hann að segja við sjálfan sig til að komast meiddur í gegnum svona krefjandi helgi eins og heimsleikarnir eru? „Að ná í peningana. Svo einfalt er það,“ sagði Björgvin Karl hreinskilinn. Ellefta sætið er enn merkilegri árangur hjá Björgvini miðað við þessar upplýsingar en hann hefur ekki verið neðar í níu ár og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem hann er ekki í hópi tíu efstu. Björgvin Karl náði fjórða sætinu árið 2021 en hefur síðan dottið niður á tveimur heimsleikum í röð en hann varð í níunda sæti í fyrra og svo í ellefta sæti í ár. Ellefta sætið gaf Björgvini tuttugu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða rúmar 2,6 milljónir. Hann hefði fengið tvöfalt meira hefði hann náð fimmta sætinu. CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Björgvin Karl sagði frá meiðslum sínum eftir slaka grein þar sem hann endaði í 30. sæti og var augljóslega langt frá sínu besta. Björgvin viðurkenndi þá að það væru peningaverðlaunin sem héldu meiddum Björgvini gangandi en hann er atvinnumaður í CrossFit og allt tímabilið miðast við það að uppskera á heimsleikunum. „Mér líður ömurlega ef ég segi alveg eins og er,“ sagði Björgvin Karl Guðmundsson í samtali við fréttakonu Talking Elite Fitness. Hún vildi fá að vita hvað væri í gangi hjá okkar manni. View this post on Instagram A post shared by Talking Elite Fitness (@talkingelitefitness) „Ég hef verið meiddur í allt sumar eða síðan á undanúrslitamótinu. Ég hef kannski náð einni lyftingaræfingu á fjórum síðustu mánuðum,“ sagði Björgvin Karl sem er meiddur í baki. En hvað er hann að segja við sjálfan sig til að komast meiddur í gegnum svona krefjandi helgi eins og heimsleikarnir eru? „Að ná í peningana. Svo einfalt er það,“ sagði Björgvin Karl hreinskilinn. Ellefta sætið er enn merkilegri árangur hjá Björgvini miðað við þessar upplýsingar en hann hefur ekki verið neðar í níu ár og þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem hann er ekki í hópi tíu efstu. Björgvin Karl náði fjórða sætinu árið 2021 en hefur síðan dottið niður á tveimur heimsleikum í röð en hann varð í níunda sæti í fyrra og svo í ellefta sæti í ár. Ellefta sætið gaf Björgvini tuttugu þúsund Bandaríkjadali í verðlaunafé eða rúmar 2,6 milljónir. Hann hefði fengið tvöfalt meira hefði hann náð fimmta sætinu.
CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Sport Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira