Sport

Dagskráin í dag: Bestu-deildirnar í fyrirrúmi

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
HK-ingar fá botnlið KEflavíkur í heimsókn í Kórinn í kvöld.
HK-ingar fá botnlið KEflavíkur í heimsókn í Kórinn í kvöld. Vísir/Anton Brink

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á þrjár beinar útsendingar á þessum fína miðvikudegi þar sem Besta-deild karla og kvenna verður höfð í fyrirrúmi.

Á Stöð 2 Sport tekur HK á móti Keflavík í mikilvægum leik fyrir bæði lið þar sem HK-ingar reyna að koma sér aftur upp í efri hluta deildarinnar á meðan botnlið Keflavíkur reynir að halda í við liðin sem enn eru í fallbaráttunni. Bein útsending hefst klukkan 19:00 og flautað verður til leiks stundarfjórðungi síðar.

Að leik loknum verður Stúkan svo á sínum stað þar sem farið verður yfir allt það helsta úr liðinni umferð.

Klukkan 19:05 hefst svo bein útsending frá stórleik Vals og Stjörnunnar í Bestu-deild kvenna á Stöð 2 Sport 5. Íslandsmeistarar Vals geta endurheimt toppsæti deildarinnar með sigri, en Stjörnukonur geta stokkið upp um tvö sæti með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×