Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem heimsmeistari karla kemur ekki frá Bandaríkjunum.
Jeffrey Adler er 29 ára gamall og var þarna að keppa á sínum fimmtu heimsleikum. Hann varð fimmta sæti í fyrra og í þrettánda sæti árið þar á undan.
Það kom síðan í ljós þegar menn fóru að grafa í gömlum gögnum að Adler kom fyrst við sögu á heimsleikunum fyrir sjö árum.
Hann mætti þá sem sjálfboðaliði á heimsleikana árið 2016 og fékk sína fyrstu reynslu af keppni þeirra bestu sem starfsmaður á heimsleikunum.
Það ár endaði hann í 2709. sæti í opna hlutanum og varð 134. efsti Kanadamaðurinn. Hann hækkaði sig á hverju Open næstu árin, komst fyrst inn á heimsleikana 2019 og er nú heimsmeistari í fyrsta sinn.