Dagný á von á sínu öðru barni og nýjum „Hamri“ Sindri Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 16:32 Dagný Brynjarsdóttir smellir kossi á Brynjar son sinn sem bráðum eignast lítið systkini. VÍSIR/VILHELM Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, tilkynnti um það á samfélagsmiðlum í dag að hún ætti von á sínu öðru barni. Dagný, sem fagnar 32 ára afmæli á morgun, fæddi son sinn Brynjar sumarið 2018, þegar hún var leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum, og nú er ljóst að á næsta ári eignast þau Ómar Páll Sigurbjartsson sitt annað barn. Dagný mun því ekki spila með liði West Ham í vetur en á síðustu leiktíð var hún valin besti leikmaður liðsins. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Dagný er ein af leikjahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi með 113 A-landsleiki og hún er jafnframt sú næstmarkahæsta frá upphafi, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur, með 38 mörk. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný greinir stuðningsmönnum West Ham frá nýja meðlimnum í „West Ham“-fjölskyldunni í myndbandi á samfélagsmiðlum enska félagsins í dag. Þar talar hún einnig um stoltið sem hefur fylgt því að verða fyrirliði liðsins, eftir að hafa verið ein af þremur stuðningsmönnum West Ham í 800 manna þorpi á Íslandi, Hellu. Hún kom til félagsins 2021 þegar Brynjar var tveggja ára og kveðst afar þakklát fyrir það hvernig honum hefur verið tekið hjá félaginu, þar sem hann fær að mæta á æfingasvæðið og njóta sín enda sé hann orðinn gallharður stuðningsmaður Hamranna. Því sé sérstaklega ánægjulegt að geta tilkynnt um nýja fjölskyldumeðliminn. A new Hammer is on the way! Congratulations to @dagnybrynjars and her partner Ómar on their fantastic news! pic.twitter.com/MhMwUcQ1CT— West Ham United Women (@westhamwomen) August 9, 2023 Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00 Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. 25. apríl 2023 07:31 Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. 14. júlí 2022 09:31 Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. 31. júlí 2019 11:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Dagný, sem fagnar 32 ára afmæli á morgun, fæddi son sinn Brynjar sumarið 2018, þegar hún var leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum, og nú er ljóst að á næsta ári eignast þau Ómar Páll Sigurbjartsson sitt annað barn. Dagný mun því ekki spila með liði West Ham í vetur en á síðustu leiktíð var hún valin besti leikmaður liðsins. „Þetta var örugglega mitt besta tímabil með West Ham og ég er að mörgu leiti mjög ánægð með það en þó að það hafi gengið vel var ég líkamlega að glíma við mikið hnjask. Ég fékk beinmar í hælinn og ýmislegt hnjask hér og þar, eitthvað sem ég hef ekki þurft að glíma við í langan tíma,“ sagði Dagný í viðtali við Vísi fyrr í sumar. Dagný er ein af leikjahæstu landsliðskonum Íslands frá upphafi með 113 A-landsleiki og hún er jafnframt sú næstmarkahæsta frá upphafi, á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur, með 38 mörk. View this post on Instagram A post shared by Dagny Brynjarsdo ttir (@dagnybrynjars) Dagný greinir stuðningsmönnum West Ham frá nýja meðlimnum í „West Ham“-fjölskyldunni í myndbandi á samfélagsmiðlum enska félagsins í dag. Þar talar hún einnig um stoltið sem hefur fylgt því að verða fyrirliði liðsins, eftir að hafa verið ein af þremur stuðningsmönnum West Ham í 800 manna þorpi á Íslandi, Hellu. Hún kom til félagsins 2021 þegar Brynjar var tveggja ára og kveðst afar þakklát fyrir það hvernig honum hefur verið tekið hjá félaginu, þar sem hann fær að mæta á æfingasvæðið og njóta sín enda sé hann orðinn gallharður stuðningsmaður Hamranna. Því sé sérstaklega ánægjulegt að geta tilkynnt um nýja fjölskyldumeðliminn. A new Hammer is on the way! Congratulations to @dagnybrynjars and her partner Ómar on their fantastic news! pic.twitter.com/MhMwUcQ1CT— West Ham United Women (@westhamwomen) August 9, 2023
Landslið kvenna í fótbolta Enski boltinn Tengdar fréttir Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00 Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. 25. apríl 2023 07:31 Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. 14. júlí 2022 09:31 Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. 31. júlí 2019 11:30 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00
Sonur Dagnýjar innblásturinn að nýrri fatalínu hennar Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur stofnað sína eigin fatalínu. Brynjar Atli Ómarsson, sonur hennar, er innblásturinn á bakvið fatalínuna. 25. apríl 2023 07:31
Reynir að gefa stráknum sínum upplifun sem hún fékk aldrei sjálf Dagný Brynjarsdóttir fékk Brynjar son sinn í fangið strax eftir fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM í Englandi. 14. júlí 2022 09:31
Ofurmamman Dagný Brynjarsdóttir í heimildarmynd á vef Portland Thorns Dagný Brynjarsdóttir spilar með toppliði Portland Thorns í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta en íslenska landsliðskonan er komin á fulla ferð eftir barneignarfrí. Endurkoma hennar hefur vakið athygli í Portland. 31. júlí 2019 11:30