„Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. ágúst 2023 22:18 Siggi Raggi á hliðarlínunni fyrr í sumar Visir/ Tjörvi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var augljóslega mjög svekktur eftir dramatískt tap gegn HK þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir leik. HK tryggði sér sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútu leiksins og í leiðinni stigin þrjú. „Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
„Þetta var taktískur leikur að mörgu leyti. Bæði liðin að passa sig og vildu ekki fá á sig skyndisóknir. Við komumst yfir og eigum að fá klárt víti þegar Sindri Snær er tekinn niður. Dómararnir sögðust ekki alveg hafa verið vissir í sinni sök en eftir því sem að mínir menn segja, búnir að sjá atvikið aftur í sjónvarpinu þá fannst þeim þetta vera víti en ég á eftir að sjá þetta aftur. Það er auðvitað drullu fúlt ef að þetta er að gerast leik eftir leik hjá okkur og einhvernveginn aldrei okkar meginn.“ Það loðir oft við liðin á botninum að það gangi lítið sem ekkert hjá þeim og það má því miður segja að það sé staðan hjá lánlausum Keflvíkingum. „Ég segi það sem þjálfari Keflavíkur sem er í botnbaráttunni að þá er þetta ofboðslega dýrt. Við fáum ekki mörg færi og erum litla liðið í mörgum af þessum leikjum. Við komum hingað á erfiðan útivöll og mér fannst við eiga að geta fengið eitthvað út úr þessum leik.“ „Í restina þá tókum við sénsinn og ég var að reyna að kalla á mennina til baka en það heyrðist lítið í mér á hliðarlínunni þannig að þeir skora þriðja markið sem skiptir svo sem ekki öllu máli. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en þetta var afskaplega ódýrt markið sem að þeir fengu.“ Fyrri hálfleikur var mjög bragðdaufur svo vægt sé til orða tekið og lítið af opnum færum hjá báðum liðum. Sigurður segir að hann hafi lagt upp með það af hafa leikinn lokaðan og reyna að stöðva HK í að komast í skyndisóknir „Við ákváðum að spila lokaðan leik og fara varlega inn í leikinn. Við vildum ekki gefa þeim neinar skyndisóknir, þeir eru hættulegt skyndisóknarlið þannig að við reyndum að loka á ákveðnar sendingarleiðir hjá þeim og missa ekki boltann á hættulegum svæðum.“ „Þannig að við fórum extra varlega inn í leikinn og það var bara ákvörðun sem að við tókum. Það hefði verið allt í lagi að fara héðan með stig en við þurftum eiginlega þrjú stig þannig að það er mikið svekkelsi að fara með ekkert stig heim.“ Keflavík situr áfram fast á botninum og hafa ekki unnið leik síðan 10. apríl. Spurður út í framhaldið segir Sigurður að liðið þurfi bara að halda áfram og reyna sitt besta á meðan möguleiki er enn fyrir hendi að halda sér uppi. „Það er bara næsti leikur, ekki langt í Vals leikinn. Við þurfum bara að ná endurheimt og vera klárir í þann leik. Það eru enn níu leikir eftir, 27 stig í boði og síðast þegar ég kíkti erum við sjö stigum frá öruggu sæti. Við eigum eftir að mæta liðunum sem eru með okkur í þessari botnbaráttu.Við vitum að verkefnið er erfitt en það eru alltaf einhverjir möguleikar og við reynum að stríða Völsurunum aðeins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira