Hyggst endurreisa hús sitt við Blesugróf á grunni brunarústanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2023 06:40 Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu. Vísir/Vilhelm Eigandi tveggja hæða timburhúss sem gjöreyðilagðist í bruna við Blesugróf 25 í Fossvogshverfi Reykjavíkur í lok júní hyggst endurbyggja húsið. Enn á eftir að rífa það sem eftir stendur af húsinu og segist eigandinn bíða þess að fá leyfi til þess. „Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Ég hef eiginlega bara verið að sleikja sárin síðan þetta gerðist,“ segir Steinunn Ósk Óskarsdóttir, eigandi að Blesugróf, sem sótt hefur um leyfi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar um að byggja sambærilegt hús á sama sökkli og þess sem fyrir var á lóðinni. Eldur kom upp í húsinu þann 27. júní síðastliðinn útfrá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað á vettvang. Steinunn sagðist við tilefnið vera í áfalli enda um æskuheimili barna hennar að ræða, en hún hafði átt húsið í rúm 24 ár og missti aleigu sína. „Þetta er allt saman á byrjunarstigi. Það á eftir að rífa það sem enn er eftir af húsinu, en ég ákvað að hafa samband við borgina og fá þetta á hreint, hvað væri hægt að gera,“ segir Steinunn. Hún segir það sér hjartans mál að geta endurbyggt húsið, sem henni hafi þótt afar vænt um. Hún hafi haft í hyggju að friða húsið, sem upprunalega hafi verið reist á Hverfisgötu á 19. öld, að sögn Steinunnar með viði úr seglskipinu Jamestown sem rak á land í Höfnum árið 1881. Það sem eftir er af gamla húsinu er gjörónýtt.Vísir/Vilhelm Bíður eftir því að fá að rífa gamla húsið „Þannig að þetta var mér gríðarlegt persónulegt áfall,“ segir Steinunn sem kveðst ekki vera búin að ákveða hvort nýtt hús verði nákvæm eftirmynd þess gamla. „Mér þótti svo ofboðslega vænt um þetta hús og hafði lagt í það mikla vinnu í gegnum árin,“ segir Steinunn sem hafði haft húsið í leigu en hugðist sjálf flytja inn um mánaðarmótin júní, júlí. Steinunn segist hafa leitað sér ráðgjafar lögfræðinga vegna tryggingamála. Hún hafi verið tryggð og segist því ekki hafa áhyggjur af þeim málum. Tafir hafi orðið á öllu vegna sumarleyfa. „Þannig það hefur eiginlega of lítið gerst. Ég bíð bara eftir því að það fáist leyfi til þess að rífa það, því mér finnst það leiðinlegt gagnvart nágrönnunum að þurfa að hafa þetta svona. “ Steinunn segist eftir að ákveða hvort hún muni byggja nýja húsið í mynd þess gamla.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Slökkvilið Hús og heimili Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent