Hinseginvænt samfélag og lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa 11. ágúst 2023 17:31 Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lögreglan Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn lögreglunnar samkvæmt gildandi löggæsluáætlun er að hún á að vera vel í stakk búin til að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Forsendan fyrir þessari framtíðarsýn er virðing fyrir mannréttindum, réttaröryggi og þeim lýðræðislegum grundvallarreglum sem við höfum sett okkur sem samfélag. Alþingi tók mikilvægt skref í júní 2022 með samþykkt á fyrstu þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks fyrir árin 2022 til 2025. Þar er dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra ábyrgt fyrir verkefni um fræðslu um málefni hinsegin fólks til okkar sem störfum innan lögreglunnar. Rökstuðningur fyrir aðgerðinni er að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk sérstaklega viðkvæmur hópur. Hinsegin fólk verður fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun og meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum, ekki hvað síst gagnvart hinsegin börnum og ungmennum. Því er brýnt að þekking sé meðal lögreglunnar á málefnum hinsegin fólks svo tekið sé með sem bestum hætti á þeim verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Öll þau sem starfa hjá lögreglunni eiga að búa við jafnan rétt og stöðu. Því þarf samhliða því sem við bætum þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Í þeim tilgangi er samstarfssamningur ríkislögreglustjóra við Samtökin 78 frá því í mars á þessu ári um fræðslu um hinsegin málefni fyrir lögreglu einkar mikilvægur. Samningurinn er fjölþættur og felur m.a. í sér samvinnu um þróun á fræðsluefni fyrir lögregluna á landsvísu hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, fræðslu fyrir starfsfólk Fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar sem tekur við öllum símtölum til lögreglu sem berast Neyðarlínu og afgreiðir þau til úrlausnar, samstarf um rannsóknir á afbrotum gegn hinsegin fólki og að verklag ríkislögreglustjóra vegna óbeinnar og óbeinnar mismunar, kynbundins áreitis, kynferðislegs áreitis, kynbundins ofbeldis og eineltis innan lögreglunnar verði yfirfarið í samvinnu við Samtökin 78 út frá málefnum hinsegin fólks. Jafnrétti þýðir að við öll njótum sömu réttinda og tækifæra í samfélaginu, þ.m.t. óháð kyni, kynhneigð og kynvitund. Gleðilega hinsegin daga. Höfundar eru ríkislögreglustjóri og verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun