Er þér boðið í partý? Rannveig Tenchi Ernudóttir skrifar 12. ágúst 2023 17:31 Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Rannveig Ernudóttir Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Byggir þú upp stuðið, eða dregurðu það niður? Hefur þú notað Facebook viðburðarveggi sem persónulega auglýsingatöflu þína til að tilkynna eigin fjarveru? Það hef ég gert!Þó að þægindin séu augljós (og auðvitað afar vel meinandi), þá er hins vegar til meira spennandi og grípandi leið til að nýta betur þennan sýndarvettvang. Hvernig væri að endurskoða það hvernig megi frekar nota viðburðarveggi, ekki sem tilkynningatöflu um fjarveru, heldur til að byggja upp eftirvæntingu og stemmningu fyrir komandi viðburð? Sköpum upplifun sem öll munu hlakka til! Ímyndið ykkar að fletta í gegnum Facebook-strauminn ykkar (feed) og rekast á viðburð sem lofar fjöri, hlátri og skemmtilegum félagsskap. Þið smellið forvitin og spennt á hann, tilbúin til að sökkva ykkur í tilhlökkunina og stemmninguna, aðeins til að finna færslu eftir færslu frá fólki sem lýsir yfir fjarveru sinni. Þið finnið hvernig það byrjar að slökkna á eftirvæntingunni og atburðurinn fer að virðast minna aðlaðandi. Bíðum við! Er kannski til betri leið til að nýta viðburðarveggi?Getum við gert þá meira hvetjandi og áhugaverðari?Hvernig væri að breyta þeim í miðstöð spennu og tilhlökkunnar?Stafrænt svið sem setur tóninn fyrir viðburðinn áður en hann byrjar?Hvað ef við: Búum til jákvæða stemningu: Með því að nota viðburðarveggi til að deila fjörugu efni, skemmtilegum fróðleik og kynningum sem tengjast viðburðinum, fyllast þeir af jákvæðni og eldmóði. Tilhlökkunin verður smitandi og hressandi, sem dregur gesti inn og lætur öllum líða eins og þau séu hluti af einhverju einstaklega sérstöku. Byggjum upp tilhlökkun: Frábær viðburður er eins og uppbygging í lagi – hann stigmagnast og springur út á hápunktinum. Notum viðburðarveggi til að byggja upp eftirvæntinguna. Teljum niður, deilum skemmtilegu efni og sögum og segjum frá hverju við hlökkum mest til við viðburðinn. Þannig höldum við spennunni á lofti og tryggjum að öll bíða spennt eftir stóra deginum. Sköpum varanlegar minningar: Skemmtilegar færslur á viðburðarveggjum gera gestum kleift að tengjast áður en viðburðurinn hefst. Þar geta gestir deilt hugsunum sínum, áhugamálum, væntingum og myndað tengsl sem munu gera upplifun þeirra eftirminnilega. Deilum ástinni: Við skulum horfast í augu við það að lífið gerist og stundum komumst við ekki á viðburði. Í stað þess að flæða viðburðarvegginn með tilkynningum eins og „Því miður, kemst ekki“, skulum við frekar nota „Kemst ekki“ valmöguleikann. Það er einfalt, stílhreint og virðingarvert. Ef það þarf að útskýra fjarveru okkar frekar, sendum þá bara skilaboð til skipuleggjanda. Við getum jafnvel verið enn villtari og hringt í viðkomandi, við gerum hvort eð er því miður of lítið af því í hinu stafræna umhverfi að einfaldlega heyra í hvert öðru. Svo, eigum við ekki bara að skella okkur í það að breyta hegðun okkar þegar okkur er boðið í partý? Það er frekar auðvelt!Deilum grípandi efni sem tengist viðburðinum, eins og fyndnum sögum, forvitnilegum staðreyndum, stingum upp á tónlist eða jafnvel spennandi forsýningum (sneek peak) á hvað koma skal. Hvetjum aðra gesti til að deila hugsunum sínum, birta myndir sem fanga kjarna viðburðarins og stingum jafnvel upp á athöfnum eða þemum. Umbreytum viðburðarveggjum í líflegt rými sem geislar af tilhlökkun, spennu og orku komandi viðburðar. Í heimi stafrænna samskipta er svo mikilvægt fyrir okkur öll við láta hvert augnablik gilda. Þegar við söfnumst saman til að gera hvern viðburð ógleymanlegan, munum þá að Facebook viðburðarveggur er ekki staður til að auglýsa fjarveru okkar – hann er strigi til að mála eftirvæntingu, svið til að skapa stemningu og vettvangur til að búa til minningar sem munu, vonandi, sitja lengi eftir. Líka eftir að viðburðinum lýkur. Sleppum því tilkynningunum um fjarveru en tilkynnum inn eftirvæntinguna! Höfundur er kynslóðablandari, viðburðarhaldari og partýpeppari.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun