Er núverandi ríkisstjórn að fífla þig? Tómas Ellert Tómasson skrifar 13. ágúst 2023 09:01 Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin sem mynduð var í kjölfar kosninganna haustið 2017 hefur nú lifað í sex ár. Í upphafi var hún sögð sett á til að koma á pólitískum stöðugleika. Hinn pólitíski óstöðugleiki á þeim tíma sem hún var mynduð umhverfðist um það að tiltölulega nýstofnaður þingflokkur Bjartrar framtíðar sætti sig ekki við að þáverandi dómsmálaráðherra og þáverandi forsætisráðherra héldu upplýsingum leyndum frá samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn. Þáverandi, félags- og jafnréttismálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórninni, sagði ekkert tilefni hafa verið til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þessa. Sá ráðherra hafði á sínum snærum réttindi barna. Til upprifjunar fyrir lesendur að þá snerust stjórnarslitin árið 2017 um barnaníðsmál og uppreisn æru barnaníðinga. Nýstofnaði þingflokkurinn sem tók þátt í stjórnarsamstarfinu stóð ekki í lappirnar að mati þeirra sem eldri og yngri voru. Og því fór sem fór. Stjórnin sprakk. Ríkisstjórn stóla, bílstjóra og matarboða „Sáttmáli Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fjallar um sameiginlega hagsmuni þjóðarinnar. Í honum birtast leiðarstef um efnahagslegar og félagslegar framfarir, vernd umhverfis, kraftmikla verðmætasköpun, jafnrétti kynjanna og jafnvægi byggða og kynslóða“. Svo segir stjórnarsáttmálinn frá 2021. Stjórnarsáttmálinn frá 2017 sagði það sama nema að hann var með hvítan bakgrunn, 2021 sáttmálinn var með fjólubláan bakgrunn. Kæru íslendingar, það er verið að hafa ykkur að fíflum og ekki í fyrsta sinn. Ríkisstjórnin sem nú er við völd er ekki að gæta að hagsmunum þínum. Þessi ríkisstjórn snýst um stóla, bílstjóra og að halda rándýr matarboð á þinn kostnað. Ekkert annað. Jú, nema kannski „að ef þú ert ekki að misnota aðstöðu þína, að þá ertu að misnota aðstöðu þína“. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í í Svf. Árborg.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar