Carbfix fær styrk til að þróa verkefni í norðvesturhluta Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2023 08:36 Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Carbfix Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur styrkt Carbfix og samstarfsaðila þeirra um þrjár milljónir bandaríkjadala, um 400 milljónir króna, til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Carbfix. Þar segir að um sé að ræða samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (PNNL). Nefnist verkefnið Ankeron Carbon Management Hub og er markmið þess að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á koltvísýring úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess, meðal annars í basaltjarðlögum með Carbfix aðferðinni. Fram kemur að norðvesturhluti Bandaríkjanna henti einkar vel til slíks verkefnis. Þar séu miklar grænar orkuauðlindir og einnig basaltjarðlög sem geti bundið milljarða tonna af koltvísýringi varanlega í formi steinda. „Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu (e. Bipartisan Infrastructure Law) sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Féð verður nýttur í frumþróun á umgjörð verkefnisins, fýsileikakönnun og fyrstu hönnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að RMI sé sjálfstæð og óhagnaðardrifin bandarísk stofnun sem vinni að framgangi grænna orku- og loftslagslausna. Hún leiði þróun á umgjörð verkefnisins og viðskiptalegum hliðum þess. „Carbfix og PNNL leiða athugun á margvíslegum vísindalegum og tæknilegum þáttum. Á meðal annarra þátttakenda á þessu stigi eru AES, sem er leiðandi í þróun grænna orkukosta í Bandaríkjunum, og breiður hópur fyrirtækja í fremstu röð í þróun tækni til að vinna gegn loftslagsvánni: Blue Planet, Heirloom, LanzaTech, Removr, Sustaera og Twelve. Washington State University Tri-Cities styður samfélagslegan hluta verkefnisins og Náttúruauðlindastofnun Washington-ríkis er tæknilegur ráðgjafi. Verkfræðiráðgjöf verður veitt af Fluor. Stefnt er að því að fá fleiri samstarfsaðila að verkefninu á síðari stigum.“ Bergur Sigfússon, yfirmaður kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix. Carbfix Nauðsynlegur liður Haft er eftir Bergi Sigfússyni, yfirmanni kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix, að föngun og binding á hluta þess koltvísýringi sem þegar hafi verið losað í andrúmsloftið sé nauðsynlegur liður í að ná tökum á loftslagsvánni, ásamt öðrum aðgerðum. „Við erum ákaflega stolt af því að sannreynd tækni okkar til steindabindingar sé hluti af þessu mikilvæga verkefni, sem er skipað framúrskarandi samstarfsaðilum. Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi,“ segir Bergur. Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Carbfix. Þar segir að um sé að ræða samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (PNNL). Nefnist verkefnið Ankeron Carbon Management Hub og er markmið þess að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á koltvísýring úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess, meðal annars í basaltjarðlögum með Carbfix aðferðinni. Fram kemur að norðvesturhluti Bandaríkjanna henti einkar vel til slíks verkefnis. Þar séu miklar grænar orkuauðlindir og einnig basaltjarðlög sem geti bundið milljarða tonna af koltvísýringi varanlega í formi steinda. „Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu (e. Bipartisan Infrastructure Law) sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Féð verður nýttur í frumþróun á umgjörð verkefnisins, fýsileikakönnun og fyrstu hönnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að RMI sé sjálfstæð og óhagnaðardrifin bandarísk stofnun sem vinni að framgangi grænna orku- og loftslagslausna. Hún leiði þróun á umgjörð verkefnisins og viðskiptalegum hliðum þess. „Carbfix og PNNL leiða athugun á margvíslegum vísindalegum og tæknilegum þáttum. Á meðal annarra þátttakenda á þessu stigi eru AES, sem er leiðandi í þróun grænna orkukosta í Bandaríkjunum, og breiður hópur fyrirtækja í fremstu röð í þróun tækni til að vinna gegn loftslagsvánni: Blue Planet, Heirloom, LanzaTech, Removr, Sustaera og Twelve. Washington State University Tri-Cities styður samfélagslegan hluta verkefnisins og Náttúruauðlindastofnun Washington-ríkis er tæknilegur ráðgjafi. Verkfræðiráðgjöf verður veitt af Fluor. Stefnt er að því að fá fleiri samstarfsaðila að verkefninu á síðari stigum.“ Bergur Sigfússon, yfirmaður kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix. Carbfix Nauðsynlegur liður Haft er eftir Bergi Sigfússyni, yfirmanni kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix, að föngun og binding á hluta þess koltvísýringi sem þegar hafi verið losað í andrúmsloftið sé nauðsynlegur liður í að ná tökum á loftslagsvánni, ásamt öðrum aðgerðum. „Við erum ákaflega stolt af því að sannreynd tækni okkar til steindabindingar sé hluti af þessu mikilvæga verkefni, sem er skipað framúrskarandi samstarfsaðilum. Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi,“ segir Bergur.
Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira