Tvær hliðar á öllum málum Magnús Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 12:30 „Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi. Greinin byrjar svona: „Á tímabilinu 2014 – 2021 meira en tífaldaðist sjókvíaeldi við Ísland.“ Þetta er bara 7 ára tímabil og tíföldun í sjókvíaeldi á þeim tíma er of hröð aukning þegar upp er staðið. Tæplega 30 kvíastæði voru sett inn í hvíta ljósgeira vita og hefðbundnar siglingaleiðir. Þetta er lýsandi dæmi um pressuna, sem þið fiskeldismenn og pólitíkin hafið sett á stofnanir, til að fá leyfin afgreidd sem hraðast. Umhverfismatið Í greininni segir: „Um er að ræða umsókn í Seyðisfirði, sem lokið hefur umhverfismati.“ Var farið eftir umhverfismati? Nei. Valkostur A, óbreyttur Seyðisfjörður, þ.e.a.s. án sjókvíaeldis var fyrsti kostur fyrir strandsvæðaskipulagið. Hann hentaði ykkur ekki. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum og var kynntur og lagður fyrir af Svæðisráði til umsagnar. Hann fékk mikla gagnrýni. Innviðaráðherra samþykkti svo strandsvæðaskipulag með þriðju útgáfu, sem ekki var í umhverfismati , og fór aldrei í kynningarferli. Umhverfismati er því ekki lokið í Seyðisfirði, alla vega ekki á réttan hátt. Þetta á eftir að taka lengri tíma. Ég skora á þig Jens Garðar að sýna umhverfinu og samfélaginu á Seyðisfirði virðingu. Þú ert líka formaður stýrihóps um framtíðar loftlagsmál á vegum umhverfisráðherra. Umhverfið ber að virða og vernda. Áhættumat siglinga Jens Garðar pirrar sig á að allt hafi verið sett á stopp vegna áhættumats siglinga. Það er ekkert undarlegt við það að áhættumat siglinga þurfi að liggja fyrir í þröngum Seyðisfirði áður en leyfisumsókn verður afgreidd. Seyðisfjarðarhöfn er önnur ferðamannagátt landsins, með reglubundnar ferjusiglingar til Evrópu. Hún er líka ein af fimm höfnum landsins í samevrópska flutningsnetinu og Ísland er aðili að alþjóðlegum siglingalögum. VSÓ ráðgjöf gerði í fyrra tillögu að áhættumat siglinga í Seyðisfirði vegan sjókvíaeldis fyrir Vegagerðina. Tíu áhættuþættir voru greindir og bent var á mótvægisaðgerðir vegna þeirra, sem reyndar er ekki hægt að framkvæma vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins. VSÓ ráðgjöf tók ekki tillit til grunnetshafnar, siglingaverndar, samevrópskrar hafnar og Farice-1 strengsins. Vonandi verður það gert í nýju áhættumati sem Vegagerðin og aðrar stofnanir eiga eftir að vinna, en það á eftir að koma í ljós. Það verður að taka tillit til Farice-1 strengsins í áhættumatinu því það þarf að vera hægt að festa kvíar og allt sem þeim tilheyrir niður. Rétt áhættumat siglinga á að liggja fyrir áður en leyfisumsókn er afgreidd. Hafnir í samevrópska flutningsnetinu Seyðisfjarðarhöfn er ekki eina höfnin í samevrópska flutningsnetinu, sem er sett í hættu vegna sjókvíaeldis Ice Fish Farm. Það gildir líka um Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Í Reyðarfirði eru sex kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Vattarnesvita. Í Fáskrúðsfirði eru þrjú kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Hafnarnesvita og í Berufirði er eitt kvíasvæði í hvítum ljósgeira Karlsstaðavita. Nú eru alls tíu kvíasvæði á Austfjörðum í hvítum ljósgeirum vita og þar með í siglingaleiðum, og verða 12 ef leyfi verður gefið út í Seyðisfirði. Það er þetta sem er óásættanleg stjórnsýsla fyrir alla nema sjókvíaeldisfyrirtækin. Heildarmyndin Það er ekki stórmannlegt Jens Garðar að vera í drottningarviðtali í Viðskiptablaðinu fyrir hönd fyrirtækisins og kvarta yfir því hvað það taki langan tíma að afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Það er eðlilegt að það taki sinn tíma, því þú veist það eins og allir aðrir að strandsvæðaskipulagið var ekki klárað í Seyðisfirði. Þar á eftir að meta og greina stóra áhættuþætti. Því var öllu vísað til leyfisveitenda og það er góð stjórnsýsla að vanda þar til verka. Heiðarleiki og virðing kosta ekkert. Það er kominn tími á að önnur starfssemi, sem fyrir eru í fjörðunum, fái að vera í friði. Þjóðaröryggi, þ.e. Farice-1 strengurinn í Seyðisfirði, hann og lögin sem um hann gilda ber að virða, en ekki reyna eftir fremsta megni að hafa rangt við bæði hvað varðar hugtökin míla og skip. Vinna og framganga sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessum málum eru óásættanleg. Samstöðufundur Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi þann 13. júlí s.l. fór ekki fram hjá neinum á Austurlandi og víðar. Þar sagði fólkið þvert NEI og staðfesti skoðnanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings upp á 75% andstöðu. Hvernig fyrirtæki er það, sem ætlar sér að starfa í bænum okkar með yfirgangi, valdníðslu og lögbrotum. Jens Garðar, sýndu nú manndóm og stattu við orð þín. Þú hefur sagt það opinberlega, að þú viljir ekki fara gegn skýrum vilja Seyðfirðinga. Ef einhver stjórnsýsla er óásættanleg þá er það afstaða meirihluta sveitarfélaganna Fjarðarbyggðar og Múlaþings, sem vörðu ekki hagsmuni austfirskra hafna og nærumhverfis við afgreiðslu strandsvæðaskipulagsins. Einnig vinnubrögð innviðaráðherra, sem lét vinna og samþykkti síðan strandsvæðaskipulag með hag sjókvíaeldis í algerum forgangi. Jens Garðar/Ice Fish Farm STOPP Látið fjörðinn í friði Læt hér fylgja tengil á upptöku frá samstöðufundinum ef hann hefur farið framhjá ykkur. Kæru Seyðfirðingar Takk fyrir samveruna og hlýjar móttökur í kringum samstöðufundinn og ekki síður göngunni um Selsstaðavík og Brimnes. Takk fyrir leiðsögnina Daði. Baráttukveðja. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi. Greinin byrjar svona: „Á tímabilinu 2014 – 2021 meira en tífaldaðist sjókvíaeldi við Ísland.“ Þetta er bara 7 ára tímabil og tíföldun í sjókvíaeldi á þeim tíma er of hröð aukning þegar upp er staðið. Tæplega 30 kvíastæði voru sett inn í hvíta ljósgeira vita og hefðbundnar siglingaleiðir. Þetta er lýsandi dæmi um pressuna, sem þið fiskeldismenn og pólitíkin hafið sett á stofnanir, til að fá leyfin afgreidd sem hraðast. Umhverfismatið Í greininni segir: „Um er að ræða umsókn í Seyðisfirði, sem lokið hefur umhverfismati.“ Var farið eftir umhverfismati? Nei. Valkostur A, óbreyttur Seyðisfjörður, þ.e.a.s. án sjókvíaeldis var fyrsti kostur fyrir strandsvæðaskipulagið. Hann hentaði ykkur ekki. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum og var kynntur og lagður fyrir af Svæðisráði til umsagnar. Hann fékk mikla gagnrýni. Innviðaráðherra samþykkti svo strandsvæðaskipulag með þriðju útgáfu, sem ekki var í umhverfismati , og fór aldrei í kynningarferli. Umhverfismati er því ekki lokið í Seyðisfirði, alla vega ekki á réttan hátt. Þetta á eftir að taka lengri tíma. Ég skora á þig Jens Garðar að sýna umhverfinu og samfélaginu á Seyðisfirði virðingu. Þú ert líka formaður stýrihóps um framtíðar loftlagsmál á vegum umhverfisráðherra. Umhverfið ber að virða og vernda. Áhættumat siglinga Jens Garðar pirrar sig á að allt hafi verið sett á stopp vegna áhættumats siglinga. Það er ekkert undarlegt við það að áhættumat siglinga þurfi að liggja fyrir í þröngum Seyðisfirði áður en leyfisumsókn verður afgreidd. Seyðisfjarðarhöfn er önnur ferðamannagátt landsins, með reglubundnar ferjusiglingar til Evrópu. Hún er líka ein af fimm höfnum landsins í samevrópska flutningsnetinu og Ísland er aðili að alþjóðlegum siglingalögum. VSÓ ráðgjöf gerði í fyrra tillögu að áhættumat siglinga í Seyðisfirði vegan sjókvíaeldis fyrir Vegagerðina. Tíu áhættuþættir voru greindir og bent var á mótvægisaðgerðir vegna þeirra, sem reyndar er ekki hægt að framkvæma vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins. VSÓ ráðgjöf tók ekki tillit til grunnetshafnar, siglingaverndar, samevrópskrar hafnar og Farice-1 strengsins. Vonandi verður það gert í nýju áhættumati sem Vegagerðin og aðrar stofnanir eiga eftir að vinna, en það á eftir að koma í ljós. Það verður að taka tillit til Farice-1 strengsins í áhættumatinu því það þarf að vera hægt að festa kvíar og allt sem þeim tilheyrir niður. Rétt áhættumat siglinga á að liggja fyrir áður en leyfisumsókn er afgreidd. Hafnir í samevrópska flutningsnetinu Seyðisfjarðarhöfn er ekki eina höfnin í samevrópska flutningsnetinu, sem er sett í hættu vegna sjókvíaeldis Ice Fish Farm. Það gildir líka um Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Í Reyðarfirði eru sex kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Vattarnesvita. Í Fáskrúðsfirði eru þrjú kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Hafnarnesvita og í Berufirði er eitt kvíasvæði í hvítum ljósgeira Karlsstaðavita. Nú eru alls tíu kvíasvæði á Austfjörðum í hvítum ljósgeirum vita og þar með í siglingaleiðum, og verða 12 ef leyfi verður gefið út í Seyðisfirði. Það er þetta sem er óásættanleg stjórnsýsla fyrir alla nema sjókvíaeldisfyrirtækin. Heildarmyndin Það er ekki stórmannlegt Jens Garðar að vera í drottningarviðtali í Viðskiptablaðinu fyrir hönd fyrirtækisins og kvarta yfir því hvað það taki langan tíma að afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Það er eðlilegt að það taki sinn tíma, því þú veist það eins og allir aðrir að strandsvæðaskipulagið var ekki klárað í Seyðisfirði. Þar á eftir að meta og greina stóra áhættuþætti. Því var öllu vísað til leyfisveitenda og það er góð stjórnsýsla að vanda þar til verka. Heiðarleiki og virðing kosta ekkert. Það er kominn tími á að önnur starfssemi, sem fyrir eru í fjörðunum, fái að vera í friði. Þjóðaröryggi, þ.e. Farice-1 strengurinn í Seyðisfirði, hann og lögin sem um hann gilda ber að virða, en ekki reyna eftir fremsta megni að hafa rangt við bæði hvað varðar hugtökin míla og skip. Vinna og framganga sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessum málum eru óásættanleg. Samstöðufundur Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi þann 13. júlí s.l. fór ekki fram hjá neinum á Austurlandi og víðar. Þar sagði fólkið þvert NEI og staðfesti skoðnanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings upp á 75% andstöðu. Hvernig fyrirtæki er það, sem ætlar sér að starfa í bænum okkar með yfirgangi, valdníðslu og lögbrotum. Jens Garðar, sýndu nú manndóm og stattu við orð þín. Þú hefur sagt það opinberlega, að þú viljir ekki fara gegn skýrum vilja Seyðfirðinga. Ef einhver stjórnsýsla er óásættanleg þá er það afstaða meirihluta sveitarfélaganna Fjarðarbyggðar og Múlaþings, sem vörðu ekki hagsmuni austfirskra hafna og nærumhverfis við afgreiðslu strandsvæðaskipulagsins. Einnig vinnubrögð innviðaráðherra, sem lét vinna og samþykkti síðan strandsvæðaskipulag með hag sjókvíaeldis í algerum forgangi. Jens Garðar/Ice Fish Farm STOPP Látið fjörðinn í friði Læt hér fylgja tengil á upptöku frá samstöðufundinum ef hann hefur farið framhjá ykkur. Kæru Seyðfirðingar Takk fyrir samveruna og hlýjar móttökur í kringum samstöðufundinn og ekki síður göngunni um Selsstaðavík og Brimnes. Takk fyrir leiðsögnina Daði. Baráttukveðja. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun