Enginn túlkur laus og enginn greiðsla fyrir sjálfstætt starfandi túlk! Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar 14. ágúst 2023 15:30 Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Hér er í stuttu máli innsýn í daglegt líf þegar ég þarf á táknmálstúlkun að halda við félagslegar aðstæður. Eitt lítið dæmi sem sýnir þá þröskulda sem við táknmálsfólk / döff þurfum að kljást við, stundum næstum daglega, jafnvel vikulega og stundum bara einhvern tímann á árinu. En þessum tilfellum fækkar þegar við nennum ekki lengur að eiga við þetta og setjum okkur í þá stöðu að vera ekkert að trufla þetta kerfi sem ekki skilur okkar félagslegu þarfir nema að setja okkur í biðstöðu en það er efni í aðra grein. Það sem ég vil segja frá hér að fyrir nokkrum vikum kom upp sú staða með lækni mínum og fótaaðgerðarfræðingi innkirtladeildar LSH að nú yrði ég að fara í göngugreiningu og fá innlegg eða jafnvel sérsmíðaða skó. Saga mín og beina minna er sú að þau brotna eða brákast þegar ég dett og það skerðir lífsgæði mín. Sjúkratryggingar Íslands hafa samþykkt að tillögu læknis og fótasérfræðings ríkisins að greiða fyrir innleggið/skóna. Ég veit líka að ég er ekki sú fyrsta að fá þessa afgreiðslu frá SÍ og þar sem öllu er fylgt eftir í hvívetna með mikilvægu regluverki til að viðhalda lífsgæðum skjólstæðinga SÍ, sem ég er ein af. Með samþykkt SÍ pantaði ég tíma í Stoð sem sérhæfir sig í stoðtækjasmíði og er á lista SÍ sem ég má leita til, ég fékk tíma 15. ágúst kl. 14. Þar sem ég er heyrnarlaus og ég þarf því táknmálstúlk í viðtalið þá pantaði ég mér túlk hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra/SHH sem er ríkisstofnun. Því miður vill svo til þrátt fyrir 10 daga fyrirvara að SHH túlkaþjónusta á ekki lausan túlk á þessum tíma. Þannig að ég snéri mér til Tal & túlkun þar sem eru sjálfstætt starfandi táknmálstúlkar. Tal & túlkun getur fengið greitt á fyrir túlkun á heilbrigðissviði, það var frágengið fyrir um 3 árum síðan og hefur gengið eins og á að vera. En allar svona beiðnir þurfa að fá samþykki áður en lagt er í verkefnið og reikningur gerður. Og til að gera langa sögu stutta þá hafnaði SÍ að greiða fyrir túlkinn, sem sagt ekki verkefni á heilbrigðissviði heldur félagslegu. Svona eins og ég ætli nú bara að fara í spjalltíma við stoðtækjafræðinginn, sem er alls ekki. Heldur er þetta viðtal tengt lífnauðsynlegum þætti á líkamlegu og heilsufars lífi mínu og lífsgæðum. Þannig að ég fer víst án táknmálstúlks í tímann á morgun í boði SHH og SÍ. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist í daglegu lífi táknmálsfólks / döff. Þrátt fyrir að við táknmálsfólk erum öll af vilja gerð að leiðbeina ríkinu í okkar þá hefur ekki enn í dag gerst neinn skapaður hlutur til að leysa þetta. Höfundur hefur verið heyrnarlaus frá átta ára aldri, kynntist táknmáli fyrst 10 ára og lærði það af öðrum heyrnarlausum jafnöldrum sínum. Hefur barist fyrir táknmáli á Íslandi, kennt táknmál og búið til táknmálsnámsefni, sagt fréttir á táknmáli RÚV. Setið á Alþingi. Hefur mikla þekkingu á táknmálsaðgengi og hjálpartækjum fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Höfundur er með alþjóðlega diplómu í frumkvöðlafræðum og leiðsögumaður í ferðaþjónustu með táknmál sem aðalmál.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun