Rafmagnaður hræðsluáróður Tómas Guðbjartsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar