Úthugsað illvirki Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2023 10:00 Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í síðustu viku urðum við Íslendingar, því miður, vitni að úthugsuðu og þaulskipulögðu illvirki. Í beinni útsendingu níddust yfirvöld á þremur konum sem höfðu enga möguleika á því að bera hönd fyrir höfuð sér. Með pomp og prakt voru þær svipta húsnæði og reknar út á götu, sviptar framfærslu og til að kóróna allt saman var þeim bannað að vinna sér til framfæris. Allt var þetta gert með tilvísun til nýrra ákvæða í útlendingalögum sem samþykkt voru á síðasta þingi. Dómsmálaráðherra kom í fjölmiðla, þóttist setja upp undrunarsvip og sagði að verið væri að skoða málið. Þetta var óþarfa leikaraskapur. Það var öllum sem vita vildu morgunljóst að breytingarnar hefðu nákvæmlega þessar afleiðingar. Þeir sem starfað höfðu að málefnum hælisleitenda voru búnir að benda á þetta en ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt ótrauð áfram enda var breytingin gerð nákvæmlega til að þessi staða kæmi upp. Tilgangurinn var pólitískur og hann var þríþættur. Í fyrsta lagi gæfi þetta nýsettum dómsmálaráðherra færi á að sýna að hún væri töff og léti ekki einhverjar kerlingar komast upp með neinn moðreyk. Í öðru lagi var þetta ákveðin friðþæging fyrir karlakórinn Grátbræður en sá dómsmálaráðherra sem bar lagabreytinguna fram er forsöngvari í þeim kór og aðstoðarmaður hans, sem að öllum líkindum kom að því að semja breytingarnar, er fyrsti tenór í því holtaþokuvæli. Í þriðja lagi gæti þetta orðið til þess að einhverjir froðufellandi rasistar og útlendingahatarar sem annars hefðu kosið Miðflokkinn kysu Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi þess síðarnefna er nefnilega á því róli að nú skulu allir sótraftar á flot dregnir. Nú er það svo að þeir sem stóðu að þessum ljóta verknaði eru að öllum líkindum ekki nein sérstök illmenni heldur sáu þeir þarna möguleika á að bæta pólitíska stöðu sína. Það væri ekki í fyrsta skipi sem slíkt gerðist og örugglega ekki það síðasta. Það er hins vegar bláköld staðreynd að því aðeins er hægt að fremja illvirki ef gott fólk hefst ekki að. Þetta ljóta sjónarspil var mögulegt ekki bara vegna þess að annars gott fólk hafðist ekki að heldur stuðlaði það beinlínis að því. Þeir sem það gerðu voru þingmenn og ráðherrar V.G. Þeim voru jafnljósar afleiðingar breytinganna og Sjálfstæðismönnum en kusu að líta fram hjá þeim. Siðferðisvitund þeirra sem slíkt gera er varla mikið merkilegri en upphafsmannanna. V.G. varð til á sínum tíma á ákveðnum forsendum. Ýmislegt af því sem flokkurinn hefur hins vegar tekið þátt í á síðustu árum bendir til að þær forsendur séu að mestu brostnar og flokkurinn eigi sér því tæplega tilverurétt. Okkur sem glæpst höfum á að kjósa flokkinn á síðustu árum ber skylda til að gera okkar til þess að sögu hans ljúki í næstu kosningum og hann fari niður í Pilsnerfylgi. Það mun hins vegar ekki væsa um ráðherra flokksins, þau fá örugglega þægilegt sendiherrastarf einhvers staðar. Það er hins vegar fróm ósk þess sem þetta skrifar að það verði í Langtbortistan. Höfundur er sagnfræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun