Körfuknattleiksdeild Vals greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum í gær, en hjá Keflavík skilaði Konstantinova 11,6 stigum, 6 fráköstum og 5,2 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.
Konstantinova er 23 ára gömul og getur bæði leyst stöðu leikstjórnanda og bakvarðar. Á ferlinum hefur hún leikið með Beroe í heimalandinu, Niki Lefkadas í Grikklandi, Plasencia á Spáni og San Salvatore á Ítalíu áður en hún gekk í raðir Keflavíkur fyrir síðasta tímabil.