Fjölgun Covid-19 smitaðra Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 11:51 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira