Fjölgun Covid-19 smitaðra Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2023 11:51 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segir greiningum á Covid-19 smitum hérlendis hafa fjölgað upp á síðkastið. Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru ekki skæðari en önnur afbrigði miðað við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið. Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Greiningar á Covid-19 smitum eru um það bil þrjátíu í hverri viku samkvæmt gögnum frá sóttvarnalækni. Er það þreföldun frá því fyrir fjórum vikum síðan. Ekki skæðari afbrigði Þau afbrigði sem flakka nú á milli manna eru flest undirafbrigði ómíkrón en að sögn sóttvarnalæknis virðist fólk ekki verða meira veikt vegna þessara afbrigða. „Það sem við sjáum eru þeir sem fara í rannsóknir hjá heilbrigðisstofnunum. Við sjáum ekki þá sem greina sig heima með heimaprófum eða þeim sem eru bara veikir og taka kannski engin próf. Við erum aðallega að sjá það sem kemur frá sjúkrahúsum. Svo við höfum ekki alveg stöðuna yfir það en það virðist vera svona í umræðunni að þetta séu bæði ungir og aldnir. En þeir sem verða verst úti eru fullorðnir, eldra fólk. Þá erum við að tala um 65 og eldri og þá sem eru í áhættuhópum líka fyrir því að verða alvarlega veikir,“ segir Guðrún. Ekki sammála Kára Það vakti athygli þegar forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í byrjun mánaðar að ef hann hefði þá vitneskju sem hann hefur í dag við upphaf bólusetninga hefði hann ráðlagt fólki undir fimmtugu að þiggja ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir segist ekki endilega sammála honum. „Ég er nú ekki viss um að það sé endilega það sem við viljum vera að gera. Við stöndum alveg við okkar ráðleggingar eins og þær voru á sínum tíma og það hefur sýnt sig að það kom vel út þó að auðvitað fylgi öllum lyfjum og bóluefnum einhverjar alvarlegar aukaverkanir. En þær eru mjög mjög sjaldgæfar. Bóluefnin hafa alveg sannað sig að vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum. Það er það sem við erum að nota þau fyrir,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira