Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 20:30 Leikmenn FCK fagna að leik loknum. Twitter@FCKobenhavn Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. Leik liðanna í Kaupmannahöfn lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Segja má að gestirnir frá Danmörku hafi fengið sannkallaða draumabyrjun en Jordan Larsson skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Foran efter 1 5 sekunder! Pause i Prag : @gastisz #fcklive #ucl pic.twitter.com/WlNn8rVZDd— F.C. København (@FCKobenhavn) August 15, 2023 Heimamenn jöfnuðu metin eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en það var dæmt af vegna brots. Áfram sótti Prag og á endanum komu heimamenn boltanum í netið. Það gerði Veljko Birmancevic þegar tíu mínútur lifðu leiks og þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þurfti að framlengja. Framlengingar eru vanalega ekki skemmtilegar en fjögur mörk voru skoruð í þessari. Qazim Laci og Victor Olatunji komu heimamönnum tvívegis yfir en í bæði skiptin jafnaði varamaðurinn Viktor Claesson og staðan 3-3 þegar flautað var til loka framlengingarinnar. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu úr fjórum spyrnum á meðan tvær fóru forgörðum hjá Spörtu Prag. FCK er því komið áfram í næstu umferð þar sem Raków Częstochowa frá Póllandi bíður. Sigurvegarinn úr því einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan liðið sem tapar fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Orri Steinn kom inn skömmu eftir að Sparta Prag komst í 3-2. Lék íslenski framherjinn tæpan stundarfjórðung í kvöld. Hann tók ekki vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Meistaradeildarævintýri Klaksvíkur á enda Eftir ævintýralega framgöngu í Meistaradeild Evrópu þá er KÍ Klaksvík frá Færeyjum úr leik. Liðið tapaði 2-0 gegn Molde í Noregi eftir að fyrri leik liðanna í Færeyjum lauk með 2-1 sigri KÍ. Klaksvík fer því í einvígi um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Leik liðanna í Kaupmannahöfn lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Segja má að gestirnir frá Danmörku hafi fengið sannkallaða draumabyrjun en Jordan Larsson skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Foran efter 1 5 sekunder! Pause i Prag : @gastisz #fcklive #ucl pic.twitter.com/WlNn8rVZDd— F.C. København (@FCKobenhavn) August 15, 2023 Heimamenn jöfnuðu metin eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en það var dæmt af vegna brots. Áfram sótti Prag og á endanum komu heimamenn boltanum í netið. Það gerði Veljko Birmancevic þegar tíu mínútur lifðu leiks og þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þurfti að framlengja. Framlengingar eru vanalega ekki skemmtilegar en fjögur mörk voru skoruð í þessari. Qazim Laci og Victor Olatunji komu heimamönnum tvívegis yfir en í bæði skiptin jafnaði varamaðurinn Viktor Claesson og staðan 3-3 þegar flautað var til loka framlengingarinnar. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu úr fjórum spyrnum á meðan tvær fóru forgörðum hjá Spörtu Prag. FCK er því komið áfram í næstu umferð þar sem Raków Częstochowa frá Póllandi bíður. Sigurvegarinn úr því einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan liðið sem tapar fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Orri Steinn kom inn skömmu eftir að Sparta Prag komst í 3-2. Lék íslenski framherjinn tæpan stundarfjórðung í kvöld. Hann tók ekki vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Meistaradeildarævintýri Klaksvíkur á enda Eftir ævintýralega framgöngu í Meistaradeild Evrópu þá er KÍ Klaksvík frá Færeyjum úr leik. Liðið tapaði 2-0 gegn Molde í Noregi eftir að fyrri leik liðanna í Færeyjum lauk með 2-1 sigri KÍ. Klaksvík fer því í einvígi um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00