Íslendingalið FC Kaupmannahafnar áfram eftir vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2023 20:30 Leikmenn FCK fagna að leik loknum. Twitter@FCKobenhavn Orri Steinn Óskarsson kom inn af varamannabekk FC Kaupmannahafnar þegar liðið tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn var vægast sagt naumur en einvígi FCK og Sparta Prag frá Tékklandi réðst í vítaspyrnukeppni. Leik liðanna í Kaupmannahöfn lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Segja má að gestirnir frá Danmörku hafi fengið sannkallaða draumabyrjun en Jordan Larsson skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Foran efter 1 5 sekunder! Pause i Prag : @gastisz #fcklive #ucl pic.twitter.com/WlNn8rVZDd— F.C. København (@FCKobenhavn) August 15, 2023 Heimamenn jöfnuðu metin eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en það var dæmt af vegna brots. Áfram sótti Prag og á endanum komu heimamenn boltanum í netið. Það gerði Veljko Birmancevic þegar tíu mínútur lifðu leiks og þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þurfti að framlengja. Framlengingar eru vanalega ekki skemmtilegar en fjögur mörk voru skoruð í þessari. Qazim Laci og Victor Olatunji komu heimamönnum tvívegis yfir en í bæði skiptin jafnaði varamaðurinn Viktor Claesson og staðan 3-3 þegar flautað var til loka framlengingarinnar. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu úr fjórum spyrnum á meðan tvær fóru forgörðum hjá Spörtu Prag. FCK er því komið áfram í næstu umferð þar sem Raków Częstochowa frá Póllandi bíður. Sigurvegarinn úr því einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan liðið sem tapar fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Orri Steinn kom inn skömmu eftir að Sparta Prag komst í 3-2. Lék íslenski framherjinn tæpan stundarfjórðung í kvöld. Hann tók ekki vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Meistaradeildarævintýri Klaksvíkur á enda Eftir ævintýralega framgöngu í Meistaradeild Evrópu þá er KÍ Klaksvík frá Færeyjum úr leik. Liðið tapaði 2-0 gegn Molde í Noregi eftir að fyrri leik liðanna í Færeyjum lauk með 2-1 sigri KÍ. Klaksvík fer því í einvígi um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Leik liðanna í Kaupmannahöfn lauk með 1-1 jafntefli og því ljóst að sigurvegari kvöldsins færi áfram í lokaumferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Segja má að gestirnir frá Danmörku hafi fengið sannkallaða draumabyrjun en Jordan Larsson skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Foran efter 1 5 sekunder! Pause i Prag : @gastisz #fcklive #ucl pic.twitter.com/WlNn8rVZDd— F.C. København (@FCKobenhavn) August 15, 2023 Heimamenn jöfnuðu metin eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik en það var dæmt af vegna brots. Áfram sótti Prag og á endanum komu heimamenn boltanum í netið. Það gerði Veljko Birmancevic þegar tíu mínútur lifðu leiks og þar sem fleiri mörk voru ekki skoruð þurfti að framlengja. Framlengingar eru vanalega ekki skemmtilegar en fjögur mörk voru skoruð í þessari. Qazim Laci og Victor Olatunji komu heimamönnum tvívegis yfir en í bæði skiptin jafnaði varamaðurinn Viktor Claesson og staðan 3-3 þegar flautað var til loka framlengingarinnar. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni en þar reyndust gestirnir sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu úr fjórum spyrnum á meðan tvær fóru forgörðum hjá Spörtu Prag. FCK er því komið áfram í næstu umferð þar sem Raków Częstochowa frá Póllandi bíður. Sigurvegarinn úr því einvígi fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á meðan liðið sem tapar fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Orri Steinn kom inn skömmu eftir að Sparta Prag komst í 3-2. Lék íslenski framherjinn tæpan stundarfjórðung í kvöld. Hann tók ekki vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Meistaradeildarævintýri Klaksvíkur á enda Eftir ævintýralega framgöngu í Meistaradeild Evrópu þá er KÍ Klaksvík frá Færeyjum úr leik. Liðið tapaði 2-0 gegn Molde í Noregi eftir að fyrri leik liðanna í Færeyjum lauk með 2-1 sigri KÍ. Klaksvík fer því í einvígi um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið hefur nú þegar tryggt sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Sjá meira
Árni pítsusali sem tryggt hefur KÍ hundruð milljóna Stærsta hetjan í mögnuðu Evrópuævintýri færeysku meistaranna í KÍ frá Klaksvík er án vafa 31 árs gamli „pítsusalinn“ Árni Frederiksberg. Þökk sé honum er enn mögulegt að KÍ spili með Real Madrid, Manchester City, Bayern München og öðrum bestu liðum álfunnar í Meistaradeild Evrópu í haust. 9. ágúst 2023 12:00