Engin uppgjöf í Söru Sigmunds: Ég get ekki beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 09:02 Sara Sigmundsdóttir er á fullu að æfa og farin að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á síðustu þremur heimsleikum en hún ætlar ekki gefast upp þótt á móti blási. Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Sjá meira
Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Sjá meira