Dæmi um fyrirtæki sem nota þrefalt meira vatn en höfuðborgarsvæðið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 07:00 Halla Hrund Logadóttir er orkumálastjóri. Vísir/Einar Stóraukin ásókn er í vatnsauðlindina hér á landi og dæmi um að fyrirtæki þurfi þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Orkumálastjóri segir mikilvægt að fá heildaryfirsýn yfir stöðu vatns hér á landi. Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum. Vatn Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Orkustofnun stýrir nýtingu vatnsauðlinda hér á landi en í dag eru þúsundir vatnstökustaða á öllu landinu. Vatnstökustaðir á landinu.Heimild Orkustofnun. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri segir að þrátt fyrir þetta sé eftirspurn eftir vatni sífellt að aukast. „Það er meiri ásókn í vatnsauðlindina og þá erum við sérstaklega að horfa á iðnað þar sem aukningin er hvað mest. Við erum að horfa á greinar eins og fiskeldi sem þurfa mikið af vatni eins og matvælaframleiðsla yfirleitt. Það eru einstaka verkefni í ákveðnum sveitarfélögum sem þurfa vatn á við þrefalda notkun höfuðborgarsvæðisins,“ segir Halla. Framkvæmdastýra Veitna sagði í fréttum í fyrradag ljóst að vatnsauðlindir landsins væru ekki óþrjótandi. Ljóst væri að vatnið verði dýrara í framtíðinni. Gríðarlegir hagsmunir eru því í húfi til að mynda hefur vatnsból á jörð í Ölfusi sem var seld fyrir tæpum tuttugu árum næstum tvöhundruðfaldast í verði. Umráðarétturinn var seldur að hluta til erlendra fjárfesta fyrir nokkru. Halla segir skorta heildaryfirsýn yfir stöðuna á heitu og köldu vatni hér á landi. „Ég held að allir sjái hversu mikilvægt það er að við séum ekki bara að horfa á vatnsnýtingu heldur náum þessari heildarsýn sem við þurfum að hafa til að meta hagsmuni almenningis og atvinnulífs til lengri tíma. Við þurfum mögulega að skerpa á lögum og öðru í kjölfarið. Þetta er verkefni sem stofnanir eins og Veðurstofan og Ísor sem hafa ríka sérfræðiþekkingu vilja stíga inn í,“ segir Halla að lokum.
Vatn Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira