Stöð 2 Sport
Breiðablik tekur á móti Zrinjski í seinni leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Fyrri leiknum í Bosníu lauk með 6-2 sigri Zrinjski og því erfitt verkefni framundan hjá Blikum. Útsendingin hefst klukkan 17:15.
Stöð 2 Sport 4
Bein útsending frá ISPS Handa World mótinu á LPGA-mótaröðinni í golfi hefst klukkan 12:00.
Stöð 2 Sport 5
KA og Club Brugge mætast á Laugardalsvelli í kvöld en um er að ræða síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Club Brugge fór með 4-1 sigur af hólmi í fyrri leiknum. Útsending úr Laugardal hefst klukkan 17:45.
Vodafone Sport
Bein útsending frá leik Seattle Mariners og Kansas City Royals í MLS-deildinni í hafnabolta hefst klukkan 18:00.