Verktakinn gjaldþrota og framkvæmdum á Anfield seinkar Smári Jökull Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 07:01 Framkvæmdir hafa staðið yfir á Anfield síðustu misserin. Vísir/Getty Opnun endurbættrar stúku á Anfield gæti seinkað enn frekar vegna yfirvofandi gjaldþrots verktakans. Aðeins hluti stúkunnar verður í notkun þegar Liverpool leikur sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu á laugardag. Miklar framkvæmdar hafa verið á Anfield heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Unnið hefur verið að því að stækka stúkuna sem liggur við Anfield Road veginn og að framkvæmdum loknum munu 61.000 áhorfendur geta fylgst með leikjum liðsins. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Byggingaverktakinn Buckingham Group sem hefur umsjón með framkvæmdunum er á leið í gjaldþrotaskipti en óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á opnun stúkunnar. Buckingham Group hefur sent inn skjöl um fyrirhuguð gjaldþrotaskipti en fær nú tíu daga til að reyna að leysa úr sínum málum. Bréf hefur verið sent til dómstóla um að stefnt sé að gjaldþrotaskiptum náist ekki að finna lausn á fjárhagsvandræðum fyrirtækisins. Work on the Anfield Road end appears to have come to a stop with workers walking off site. pic.twitter.com/5hXTsdSzJX— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2023 Upphaflega var gert ráð fyrir að endurbætt stúka yrði tilbúin fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Bournemouth á laugardag. Fyrir nokkrum vikum varð hins vegar ljóst að stúkan yrði ekki tilbúin þá. Liverpool hefur þó fengið leyfi til að nota hluta stúkunnar á laugardag. „Eftir öryggisprófanir í vikunni fengum við samþykki fyrir því frá bygginganefnd Liverpoolborgar að opna neðri hluta stúkunnar fyrir leikinn. Við hlökkum til að bjóða stuðningsmenn velkomna á fyrsta heimaleikinn gegn Bournemouth.“ „Við munum vinna með Buckingham Group hvað varðar endanlega opnun stúkunnar og munum halda áfram að upplýsa stuðningsmenn um stöðu mála. Þetta á sérstaklega við um þá stuðningsmenn sem eiga miða á leikinn gegn Astona Villa,“ segir í yfirlýsingu Liverpool. Leikurinn gegn Aston Villa er á dagskrá 3. september og má gera ráð fyrir að stúkan verði ekki tilbúin í tíma fyrir þann leik. Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Miklar framkvæmdar hafa verið á Anfield heimavelli enska knattspyrnufélagsins Liverpool. Unnið hefur verið að því að stækka stúkuna sem liggur við Anfield Road veginn og að framkvæmdum loknum munu 61.000 áhorfendur geta fylgst með leikjum liðsins. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Byggingaverktakinn Buckingham Group sem hefur umsjón með framkvæmdunum er á leið í gjaldþrotaskipti en óljóst er hvaða áhrif það mun hafa á opnun stúkunnar. Buckingham Group hefur sent inn skjöl um fyrirhuguð gjaldþrotaskipti en fær nú tíu daga til að reyna að leysa úr sínum málum. Bréf hefur verið sent til dómstóla um að stefnt sé að gjaldþrotaskiptum náist ekki að finna lausn á fjárhagsvandræðum fyrirtækisins. Work on the Anfield Road end appears to have come to a stop with workers walking off site. pic.twitter.com/5hXTsdSzJX— SPORTbible (@sportbible) August 17, 2023 Upphaflega var gert ráð fyrir að endurbætt stúka yrði tilbúin fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Bournemouth á laugardag. Fyrir nokkrum vikum varð hins vegar ljóst að stúkan yrði ekki tilbúin þá. Liverpool hefur þó fengið leyfi til að nota hluta stúkunnar á laugardag. „Eftir öryggisprófanir í vikunni fengum við samþykki fyrir því frá bygginganefnd Liverpoolborgar að opna neðri hluta stúkunnar fyrir leikinn. Við hlökkum til að bjóða stuðningsmenn velkomna á fyrsta heimaleikinn gegn Bournemouth.“ „Við munum vinna með Buckingham Group hvað varðar endanlega opnun stúkunnar og munum halda áfram að upplýsa stuðningsmenn um stöðu mála. Þetta á sérstaklega við um þá stuðningsmenn sem eiga miða á leikinn gegn Astona Villa,“ segir í yfirlýsingu Liverpool. Leikurinn gegn Aston Villa er á dagskrá 3. september og má gera ráð fyrir að stúkan verði ekki tilbúin í tíma fyrir þann leik.
Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira